Enski boltinn

Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið lof­orð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Isak staðfesti það endanlega í kvöld að hann vilji fara frá Newcastle.
Alexander Isak staðfesti það endanlega í kvöld að hann vilji fara frá Newcastle. EPA/ADAM VAUGHAN

Alexander Isak, sænski framherjinn hjá Newcastle, hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um stöðuna sem er komin upp á milli hans og félagsins. Það er erfitt að sjá hann spila aftur fyrir félagið.

Isak æfði ekki með Newcastle á undirbúningstímabilinu og var ekki með í markalausu jafntefli við Aston Villa í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 

Isak vill komast til Liverpool en Newcastle hafnaði 110 miljón punda tilboði Englandsmeistaranna í sænska framherjann. Hann er sagður vera í verkfalli.

Isak rauf þögnina með því að setja inn pistil á Instagram siðu sína.

„Ég hef þagað í langan tíma á meðan aðrir hafa tjáð sig. Sú þögn mín hefur gefið öðru fólki færi á að setja fram eigin kenningar um stöðu mála þó að þær segi ekkert skylt við það sem var sagt og samþykkt á bak við tjöldin,“ skrifaði Alexander Isak.

„Staðreyndin er sú að loforð voru gefin og félagið hefur vitað um mína afstöðu í langan tíma. Að halda því ranglega fram að þetta sé allt í einu núna að koma upp á yfirborðið eru bara blekkingar,“ skrifaði Isak.

„Þegar loforð eru svikin og traust heyrir sögunni til þá er ekki hægt að halda sambandinu áfram. Þannig er staðan hjá mér núna og því er best fyrir alla að gera breytingar, ekki bara fyrir mig,“ skrifaði Isak.

Hinn 25 ára gamli Isak hefur skorað 62 mörk í 109 leikjum fyrir Newcastle og var frábær á síðustu leiktíð þegar Newcastle vann sinn fyrsta titil í mjög langan tíma.

@alex_isak



Fleiri fréttir

Sjá meira


×