Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. ágúst 2025 14:45 Sigurjón Rúnarsson og Una Rós Unnarsdóttir, leikmenn Fram. Fram heldur tvo styrktarleiki í vikunni og selur sérútbúnar treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Sömuleiðis mun allur ágóði af miðasölu á leikjum Fram - KR í kvöld og Fram - Víkings á miðvikudag renna í sjóðinn. „Gríðarlega mikilvægt málefni“ Þetta er annað árið í röð sem Fram stendur fyrir slíku framtaki, á síðasta ári var spilað í treyjum til styrktar Ljóssins en í ár mun ágóðinn renna í minningarsjóð Bryndísar Klöru, táningsstelpu sem var myrt í hnífstunguárás á Menningarnótt á síðasta ári. „Við viljum alltaf láta gott af okkur leiða og styrkja góð málefni. Við vorum með Ljósið í fyrra, flotta leiki sem tókust mjög vel. Hið sama er uppi á teningunum núna með minningarsjóð Bryndísar Klöru, það er mikilvægt að við hugum að okkar unga fólki, gríðarlega mikilvægt málefni og við vildum leggja okkar lið í því“ sagði Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Guðrún Inga Sívertsen er formaður minningarsjóðs Bryndísar Klöru og sagði styrkinn eiga eftir að renna til stofnunar Bryndísarhlíðar, sem vonir eru bundnar við að opni á nýju ári. „Bryndísarhlíð verður húsnæði fyrir börn sem verða fyrir ofbeldi. Þar verður tekið á móti börnunum og þau fá það heilbrigðisúrræði sem þau þurfa“ sagði Guðrún Inga og þakkaði öllum þeim hafa styrkt verkefnið en í vikunni verður, auk leikja Fram, safnað styrkjum í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina. View this post on Instagram A post shared by FRAM Reykjavík (@fram_knattspyrna) Fyrir leikina tvo hefur Fram látið útbúa sérstakar treyjur sem verða til sölu á leikjunum og á heimasíðu Errea. „Það er búningurinn sem er aðalmálið. Við erum með sérútbúna búninga fyrir báða leikina, svartir og með smá bleiku. Við vildum gera þessum leikjum mjög hátt undir höfði. Við viljum gera þetta almennilega og erum búin að undirbúa þetta virkilega vel… Við erum mjög stolt af því að geta verið með sér búning við svona tækifæri. Það er hægt að kaupa og styrkja málefnið þannig beint“ sagði Guðmundur og þakkaði Errea og öðrum styrktaraðilum Fram mikið fyrir þeirra framlag við verkefnið. „Þetta er þarft málefni og ég hvet alla til þess að mæta á leikinn“ sagði Guðmundur einnig. Leikur Fram og KR fer á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Miðasala fer fram hjá Stubbi, styrktartreyjan verður til sölu á vellinum en fyrir þá sem ekki komast þangað má kaupa treyjuna á heimasíðu Errea og horfa á leikinn í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland. Besta deild karla Fram Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
„Gríðarlega mikilvægt málefni“ Þetta er annað árið í röð sem Fram stendur fyrir slíku framtaki, á síðasta ári var spilað í treyjum til styrktar Ljóssins en í ár mun ágóðinn renna í minningarsjóð Bryndísar Klöru, táningsstelpu sem var myrt í hnífstunguárás á Menningarnótt á síðasta ári. „Við viljum alltaf láta gott af okkur leiða og styrkja góð málefni. Við vorum með Ljósið í fyrra, flotta leiki sem tókust mjög vel. Hið sama er uppi á teningunum núna með minningarsjóð Bryndísar Klöru, það er mikilvægt að við hugum að okkar unga fólki, gríðarlega mikilvægt málefni og við vildum leggja okkar lið í því“ sagði Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Guðrún Inga Sívertsen er formaður minningarsjóðs Bryndísar Klöru og sagði styrkinn eiga eftir að renna til stofnunar Bryndísarhlíðar, sem vonir eru bundnar við að opni á nýju ári. „Bryndísarhlíð verður húsnæði fyrir börn sem verða fyrir ofbeldi. Þar verður tekið á móti börnunum og þau fá það heilbrigðisúrræði sem þau þurfa“ sagði Guðrún Inga og þakkaði öllum þeim hafa styrkt verkefnið en í vikunni verður, auk leikja Fram, safnað styrkjum í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina. View this post on Instagram A post shared by FRAM Reykjavík (@fram_knattspyrna) Fyrir leikina tvo hefur Fram látið útbúa sérstakar treyjur sem verða til sölu á leikjunum og á heimasíðu Errea. „Það er búningurinn sem er aðalmálið. Við erum með sérútbúna búninga fyrir báða leikina, svartir og með smá bleiku. Við vildum gera þessum leikjum mjög hátt undir höfði. Við viljum gera þetta almennilega og erum búin að undirbúa þetta virkilega vel… Við erum mjög stolt af því að geta verið með sér búning við svona tækifæri. Það er hægt að kaupa og styrkja málefnið þannig beint“ sagði Guðmundur og þakkaði Errea og öðrum styrktaraðilum Fram mikið fyrir þeirra framlag við verkefnið. „Þetta er þarft málefni og ég hvet alla til þess að mæta á leikinn“ sagði Guðmundur einnig. Leikur Fram og KR fer á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Miðasala fer fram hjá Stubbi, styrktartreyjan verður til sölu á vellinum en fyrir þá sem ekki komast þangað má kaupa treyjuna á heimasíðu Errea og horfa á leikinn í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland.
Besta deild karla Fram Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira