Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 17. ágúst 2025 18:36 Davíð Smári Lamude og hans menn í Vestra eiga fyrir höndum stærsta leikinn í sögu félagsins. Vísir/Anton Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var ósáttur eftir 2-1 tapið gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í fótbolta í Garðabænum í dag. Hann hefur hins vegar lítinn tíma til að staldra við það því Vestramanna bíður sjálfur bikarúrslitaleikurinn á föstudaginn. Vestri virtist vera að jafna leikinn í 2-2 á 59. mínútu í dag þegar Gunnar Jónas Hauksson kom boltanum í net heimamanna. Fagnaðarlætin voru skammvinn, því dómari leiksins dæmdi markið af. Vladimir Tufegdzic var metinn rangstæður, þar sem hann var talinn fyrir innan og hafði truflað sjónsvið Árna Snæs, markvarðar Stjörnunnar. „Ég er ekki sammála að þetta sé réttur dómur, ég er gríðarlega ósáttur með þetta. Mér fannst eins og að línuvörðurinn hafi ekki flaggað og að Ívar, dómari leiksins, hafi tekið þessa ákvörðun. Ég er ósáttur með þessa ákvörðun,“ sagði Davíð Smári eftir tapið. „Við byrjum leikinn gríðarlega vel og erum betri aðilinn þangað til þeir ná að jafna leikinn. Þá missum við aðeins tök á leiknum, og mér fannst við ekki ná neinu valdi á leiknum í fyrri hálfleik eftir jöfnunarmarkið. Það er svo algjörlega eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og ég er gríðarlega ósáttur, fyrir það fyrsta að hafa ekki fengið markið dæmt löglegt. Og í öðru lagi að hafa ekki náð að nýta þessar stöður sem við komumst í inni í boxinu hjá þeim.“ „Risapróf fyrir hausinn“ Vestri leikur næstkomandi föstudag í úrslitum um Mjólkurbikarinn gegn Val á Laugardalsvelli. Davíð, þjálfari liðsins, talaði um eftir leikinn að þessi leikur hafi verið stórt próf fyrir leikmennina. „Þetta er risapróf fyrir hausinn að koma inn í svona leik, gefa allt í þetta. Fara inn í öll návígi til þess að vinna þau. Menn eru með vofandi yfir sér risa stórt augnablik sem við munum eiga á Laugardalsvelli næstu helgi. Auðvitað spilar það inn í, að menn geta verið stressaðir, hræddir við að fara í návígi og meiðast. Fyrir suma er þetta eitt af stóru augnablikunum á þeirra ferli. Ég sagði við strákana fyrir leik að þetta er stórt próf fyrir hausinn á ykkur, og mér fannst við standast það próf gríðarlega vel. Ég er ofboðslega stoltur af þessum strákum, engin uppgjöf og áfram gakk.“ „Ég er ósáttur með úrslitin, þennan stóra dóm og aðdraganda leiksins. Að annað liðið geti mætt í drottningarviðtal og óskað eftir samkennd við dómara, óskað eftir að dómarar fái meiri virðingu. Mér finnst það algjörlega galið, að það geti verið á öllum miðlum í aðdraganda leiksins. Ég sá ekki mikla samkennd frá bekknum hjá Stjörnunni, með dómarateymið í þeim dómum sem féllu ekki með þeim í dag.“ „Underdog“-sögur eiga það til að heilla áhorfendur og saga Vestra í deildinni og í Mjólkurbikarnum hefur vakið athygli. Liðið hefur sýnt karakter og baráttuanda og hvetur Davíð Smári, þjálfari Vestra alla Vestra menn, alla sem eiga rætur að rekja til Ísafjarðar að mæta á Laugardalsvöll og taka þátt í þessu ævintýri. Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Jökull: Ætlum okkur ofar Stjarnan sigraði Vestra 2-1 á heimavelli í dag og var Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur með frammistöðu liðsins eftir leikinn. 17. ágúst 2025 16:53 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Fleiri fréttir Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Sjá meira
Vestri virtist vera að jafna leikinn í 2-2 á 59. mínútu í dag þegar Gunnar Jónas Hauksson kom boltanum í net heimamanna. Fagnaðarlætin voru skammvinn, því dómari leiksins dæmdi markið af. Vladimir Tufegdzic var metinn rangstæður, þar sem hann var talinn fyrir innan og hafði truflað sjónsvið Árna Snæs, markvarðar Stjörnunnar. „Ég er ekki sammála að þetta sé réttur dómur, ég er gríðarlega ósáttur með þetta. Mér fannst eins og að línuvörðurinn hafi ekki flaggað og að Ívar, dómari leiksins, hafi tekið þessa ákvörðun. Ég er ósáttur með þessa ákvörðun,“ sagði Davíð Smári eftir tapið. „Við byrjum leikinn gríðarlega vel og erum betri aðilinn þangað til þeir ná að jafna leikinn. Þá missum við aðeins tök á leiknum, og mér fannst við ekki ná neinu valdi á leiknum í fyrri hálfleik eftir jöfnunarmarkið. Það er svo algjörlega eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og ég er gríðarlega ósáttur, fyrir það fyrsta að hafa ekki fengið markið dæmt löglegt. Og í öðru lagi að hafa ekki náð að nýta þessar stöður sem við komumst í inni í boxinu hjá þeim.“ „Risapróf fyrir hausinn“ Vestri leikur næstkomandi föstudag í úrslitum um Mjólkurbikarinn gegn Val á Laugardalsvelli. Davíð, þjálfari liðsins, talaði um eftir leikinn að þessi leikur hafi verið stórt próf fyrir leikmennina. „Þetta er risapróf fyrir hausinn að koma inn í svona leik, gefa allt í þetta. Fara inn í öll návígi til þess að vinna þau. Menn eru með vofandi yfir sér risa stórt augnablik sem við munum eiga á Laugardalsvelli næstu helgi. Auðvitað spilar það inn í, að menn geta verið stressaðir, hræddir við að fara í návígi og meiðast. Fyrir suma er þetta eitt af stóru augnablikunum á þeirra ferli. Ég sagði við strákana fyrir leik að þetta er stórt próf fyrir hausinn á ykkur, og mér fannst við standast það próf gríðarlega vel. Ég er ofboðslega stoltur af þessum strákum, engin uppgjöf og áfram gakk.“ „Ég er ósáttur með úrslitin, þennan stóra dóm og aðdraganda leiksins. Að annað liðið geti mætt í drottningarviðtal og óskað eftir samkennd við dómara, óskað eftir að dómarar fái meiri virðingu. Mér finnst það algjörlega galið, að það geti verið á öllum miðlum í aðdraganda leiksins. Ég sá ekki mikla samkennd frá bekknum hjá Stjörnunni, með dómarateymið í þeim dómum sem féllu ekki með þeim í dag.“ „Underdog“-sögur eiga það til að heilla áhorfendur og saga Vestra í deildinni og í Mjólkurbikarnum hefur vakið athygli. Liðið hefur sýnt karakter og baráttuanda og hvetur Davíð Smári, þjálfari Vestra alla Vestra menn, alla sem eiga rætur að rekja til Ísafjarðar að mæta á Laugardalsvöll og taka þátt í þessu ævintýri.
Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Jökull: Ætlum okkur ofar Stjarnan sigraði Vestra 2-1 á heimavelli í dag og var Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur með frammistöðu liðsins eftir leikinn. 17. ágúst 2025 16:53 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Fleiri fréttir Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Sjá meira
Jökull: Ætlum okkur ofar Stjarnan sigraði Vestra 2-1 á heimavelli í dag og var Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur með frammistöðu liðsins eftir leikinn. 17. ágúst 2025 16:53