Lífið

Þor­steinn og Rós orðin hjón

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Þorsteinn og Rós byrjuðu saman í lok ársins 2017.
Þorsteinn og Rós byrjuðu saman í lok ársins 2017.

Þor­steinn Bald­ur Friðriks­son, athafnamaður og stofnandi Plain Vanilla, og Rós Kristjáns­dótt­ir, gullsmiður og ann­ar eig­andi skartgripafyrirtækisins Hik & Rós, eru orðin hjón. Frá þessu greinir Rós í hringrásinni (e.story) á Instagram.

Þorsteinn og Rós byrjuðu saman í lok árs 2017 og eiga saman tvo drengi, Kristján Mána sem er sex ára og Benedikt Loga sem fæddist í janúar á þessu ári. Fyrir á Þorsteinn tvö börn. Töluverður aldursmunur er á parinu, eða 13 ár. Þorsteinn er 46 ára en Rós 33 ára.

Í færslu Rósar í hringrásinn má sjá myndir af þeim hjónum prúðbúnum við Reykajvíkurhöfn þar sem hún skrifar „Já“ við myndirnar ásamt kirkju-tjákni. 

Rós á skartgripafyrirtækið Hik&Rós ásamt Helga Kristinssyni gullsmíðameistara. Hik&Rós fine jewelry var stofnað 2022 af Rós og Helga í Grímsbænum en þau kynntust þegar að Rós lagði stund á nám við gullsmíði.

Þorsteinn er einn stofnenda hugbúnaðarfyrirtækisins Plain Vanilla sem vakti athygli fyrir mikla velgengni á skömmum tíma með spurningaleikjasmáforritinu Quiz up, en með tímanum fækkaði spilurum og var fyrirtækið keypt af fjárfestingarfyrirtækinu Glu Mobile árið 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.