Fótbolti

Enriqu­e stað­festir að Donnar­umma sé á förum frá PSG

Siggeir Ævarsson skrifar
Donnarumma hefur leikið með PSG síðan 2021
Donnarumma hefur leikið með PSG síðan 2021 Lionel Hahn/Getty Images

Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma er á förum frá PSG en þetta staðfestir Luis Enrique, þjálfari liðsins. Hann segir ákvörðunina sína en hann vilji fá öðruvísi markmann.

Mikið hefur verið rætt um framtíð Donnarumma síðustu vikur en hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við liðið og var skilinn eftir heima fyrir úrslitaleikinn um Ofurbikarinn sem fram fer á morgun þar sem PSG mætir Tottenham.

Enrique vill þó meina að Donnarumma sé einn besti markvörður heims, það sé bara kominn tími á breytingu hjá Evrópumeisturunum.

Donnarumma gaf sjálfur út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem hann segir að ákvörðunin um framtíð hans hjá liðinu sé úr hans höndum og hann þakkar stuðningsmönnum kærlega fyrir og vonast jafnframt eftir því að fá að kveðja þá formlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×