Lífið

Jóhann Al­freð og Val­dís keyptu hús í Mos­fells­bæ

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Jóhann Alfreð og Valdís festu kaup á raðhúsi í Mosfellsbæ.
Jóhann Alfreð og Valdís festu kaup á raðhúsi í Mosfellsbæ.

Jóhann Alfreð Kristinsson, uppistandari og lögfræðingur, og eiginkona hans Valdís Magnúsdóttir, hagfræðingur og endurskoðandi, hafa fest kaup á fallegu raðhúsi við Sölkugötu í Mosfellsbæ. Kaupverðið nam 146 milljónum króna.

Um er að ræða 205 fermetra tveggja hæða hús með innbyggðum bílskúr. Kaupsamningur var undirritaður 9. júlí síðastliðinn.

Stofa, borðstofa og eldhús renna saman í rúmgott og bjart rými með gólfsíðum gluggum og fallegu eikarparketi. Þaðan er gengið um tvöfalda rennihurð út í skólsælan bakgarð.

Í eldhúsinu er snyrtileg hvít innrétting með ríkulegu skápaplássi, en efri skápar eru úr brúnbæsaðri gegnheillri eik. Fyrir miðju rýminu er stór eldhúseyja með góðu skápaplássi og setuaðstöðu. Borðplötur eru úr hvítum kvartstein með mynstrinu Noble Carrera.

Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Á efri hæð er útgengt úr svefnherbergjunum og baðherberginu á 30 fermetra þaksvalir með heitum potti og fallegu útsýni.

Fastinn.is
Fastinn.is
Fastinn.is
Fastinn.is
Fastinn.is
Fastinn.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.