Enski boltinn

Newcastle loks að fá leik­mann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Malick Thiaw er á förum frá AC Milan til Newcastle United eftir þrjú ár í herbúðum ítalska félagsins.
Malick Thiaw er á förum frá AC Milan til Newcastle United eftir þrjú ár í herbúðum ítalska félagsins. getty/Sara Cavallini

Illa hefur gengið hjá Newcastle United á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Félagið er þó nálægt því að semja við þýskan landsliðsmann.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Malick Thiaw sé á leið til Newcastle frá AC Milan. Talið er að enska úrvalsdeildarfélagið greiði 34,6 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Thiaw, sem er 24 ára varnarmaður, kom til Milan frá Schalke í heimalandinu fyrir þremur árum. Hann á senegalskan föður og finnska móður en er fæddur og uppalinn í Þýskalandi. Thiaw hefur leikið þrjá leiki fyrir þýska landsliðið.

Fjölmargir leikmenn hafa hafnað því að ganga til liðs við Newcastle í sumar en nú virðist loks vera að hlaupa á snærið hjá Skjórunum.

Newcastle sækir Aston Villa heim í hádeginu næsta laugardag í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Á síðasta tímabili endaði Newcastle í 5. sæti og tryggði sér þar af leiðandi þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Newcastle vann einnig enska deildabikarinn í fyrsta sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×