Lífið

Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Mugison segir daginn hafa verið fullkomin.
Mugison segir daginn hafa verið fullkomin. Facebook/Mugison

Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur undir listamannanafni sínu Mugison, og Rúna Esradóttir gengu í það heilaga í gær við fallega athöfn sem fór fram utandyra. Þau voru vígð í viðurvist foreldra og systkina.

„Lítið sveitabrúðkaup með foreldrum og systkinum í gær, loksins erum við Rúna gift eftir 23 ára reynslutíma,“ segir Mugison í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum.

Hjónin nýbökuðu hafa líkt og fyrr segir verið saman í á þriðja áratuginn og eiga saman tvo drengi en þau trúlofuðu sig í desember. Mugison bað Rúnu fyrir framan hundruð tónleikagesta í Hallgrímskirkju á síðustu tónleikum langs tóneleikaferðalags síns um allt landið.

„Þetta var bara spont­ant hug­mynd. Ég var ekki til­bú­inn með neina ræðu. Þetta var að ein­hverju leyti bara ung­linga­legt hjá okk­ur,“ sagði Mugison í samtali við Morgunblaðið um bónorðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.