„Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. ágúst 2025 15:31 Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, á ekki von á sömu látum í seinni leiknum. vísir / ívar Bröndby mun væntanlega borga skemmdarverkin sem stuðningsmenn félagsins unnu á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi, segir Sverrir Geirdal varaformaður knattspyrnudeildar Víkings. Nokkur hundruð Víkingar verða viðstaddir seinni leik liðanna en Sverrir er ekki stressaður. „Við höldum það [að Bröndby borgi tjónið]. Við höfum lent í þessu áður, þegar við vorum að spila á Kópavogsvelli við vini okkar frá Svíþjóð, Djurgarden. Þeir brutu nokkra stóla og krössuðu út klósett þar og borgaðu bara þegjandi og hljóðlaust. Þannig að við eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ segir Sverrir en það á eftir að koma endanlega í ljós hvort Bröndby borgi. „Við erum bara að jafna okkur eftir gleði næturinnar, núna er ég að skrifa þeim pósta og fara yfir hvernig þetta nákvæmlega verður. Þannig að það kemur í ljós.“ Liðin eiga eftir að spila seinni leik einvígisins en hann fer fram á heimavelli Bröndby í næstu viku. Nokkur hundruð Víkinga verða á vellinum en Sverrir á ekki von á veseni. „Neinei, við erum í góðu sambandi við Bröndby og þetta var mjög lítill hluti af þeirra stuðningsmönnum sem lét svona. Þeir eru búnir að senda frá sér yfirlýsingu um að það verði vel tekið á því og þessir aðilar verða settir í bann. Þannig að við höfum fullt traust til vina okkar í Danmörku.“ Munuð þið fara fram á aukna öryggisgæslu í þeim leik? „Við munum fara fram á eðlilegar ráðstafanir varðandi liðið sjálft og svo verðum við í betra sambandi þegar nær dregur um aðra öryggisgæslu en ég hef fulla trú á því að þetta verði í góðu lagi.“ Fjölmargir stuðningsmenn Víkings munu fylgja liðinu út til Kaupmannahafnar og þar býr líka fjöldi Íslendinga sem ætlar að mæta á leikinn. „Ég á von á nokkur hundruð, það er mikill áhugi og síminn stoppar ekki. Endalaust verið að senda skilaboð um hvernig miðasölu verður háttað. Það er ekki búið að ákveða endanlega en við erum að vinna í því og setjum á samfélagsmiðla Víkings um leið og það verður ljóst.“ Nánar verður rætt við Sverri um atburði gærkvöldsins í Sportpakka Sýnar að loknum kvöldfréttum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira
„Við höldum það [að Bröndby borgi tjónið]. Við höfum lent í þessu áður, þegar við vorum að spila á Kópavogsvelli við vini okkar frá Svíþjóð, Djurgarden. Þeir brutu nokkra stóla og krössuðu út klósett þar og borgaðu bara þegjandi og hljóðlaust. Þannig að við eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ segir Sverrir en það á eftir að koma endanlega í ljós hvort Bröndby borgi. „Við erum bara að jafna okkur eftir gleði næturinnar, núna er ég að skrifa þeim pósta og fara yfir hvernig þetta nákvæmlega verður. Þannig að það kemur í ljós.“ Liðin eiga eftir að spila seinni leik einvígisins en hann fer fram á heimavelli Bröndby í næstu viku. Nokkur hundruð Víkinga verða á vellinum en Sverrir á ekki von á veseni. „Neinei, við erum í góðu sambandi við Bröndby og þetta var mjög lítill hluti af þeirra stuðningsmönnum sem lét svona. Þeir eru búnir að senda frá sér yfirlýsingu um að það verði vel tekið á því og þessir aðilar verða settir í bann. Þannig að við höfum fullt traust til vina okkar í Danmörku.“ Munuð þið fara fram á aukna öryggisgæslu í þeim leik? „Við munum fara fram á eðlilegar ráðstafanir varðandi liðið sjálft og svo verðum við í betra sambandi þegar nær dregur um aðra öryggisgæslu en ég hef fulla trú á því að þetta verði í góðu lagi.“ Fjölmargir stuðningsmenn Víkings munu fylgja liðinu út til Kaupmannahafnar og þar býr líka fjöldi Íslendinga sem ætlar að mæta á leikinn. „Ég á von á nokkur hundruð, það er mikill áhugi og síminn stoppar ekki. Endalaust verið að senda skilaboð um hvernig miðasölu verður háttað. Það er ekki búið að ákveða endanlega en við erum að vinna í því og setjum á samfélagsmiðla Víkings um leið og það verður ljóst.“ Nánar verður rætt við Sverri um atburði gærkvöldsins í Sportpakka Sýnar að loknum kvöldfréttum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira