Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Agnar Már Másson skrifar 8. ágúst 2025 15:00 Búið er að reisa glerhýsi fyrir brúðkaupsveisluna. Þetta er reyndar ekki fyrsta sinn sem þau halda brúðkaupið sitt, heldur héldu þau aðra slíka veislu í Dubai í sumar samkvæmt heimildum fréttastofu. Vísir Nígerísk stjörnuhjón sem halda brúðkaup í Hallgrímskirkju í dag hafa látið reisa stærðarinnar glerhýsi í Kleif í Kjós þar sem brúðkaupsveisla verður haldin að lokinni athöfn. Mikið umstang er í kringum brúðkaupið og búist er við hundruðum gesta erlendis frá og tökuteymi frá Netflix. Þetta er aftur á móti ekki fyrsta brúðkaupsathöfn hjónanna, sem eru þegar gift. Nígerískt par heldur gríðarstórt brúðkaup í Hallgrímskirkju í dag en parið er ekki að gifta sig í fyrsta sinn og hefur haldið nokkrar brúðkaupsveislur síðustu tvö ár, nú seinast í Dúbaí í sumar samkvæmt heimildum. Tökuteymi á vegum Netflix er sagt munu mynda brúðkaupið og veisluna. Svartir eðalvagnar við Edition og Hörpuna Hallgrímsirkja er lokuð almenningi milli klukkan 15 og 17 í dag vegna brúðkaupsins. Fjölda svartra bifreiða hefur verið lagt fyrir utan Hörpuna en samkvæmt heimildum Vísis hafa hjónin leigt út þrjár hæðir á Edition-hótelinu við Hörpuna vegna brúðkaupsveislunnar. Fjöldi svartra bíla, væntanlega leigubifreiða, lagt á bílastæði Hörpunnar en á Edition-hótelinu þar við hliðina á eru brúðkaupsgestir sagðir dvelja.Vísir Búist er við því að gestum verði ekið frá Edition að Hallgrímskirkju en orðrómur gengur manna á milli um að þar verði nafntogaðar stjörnur á ferð. Dóttir olíubaróns Hjónin eru hin 29 ára leikkona Temi Otedola og hinn 34 ára Oluwatosin Oluwole Ajibade, sem er betur þekktur undir listamannanafninu Mr. Eazi. Eazi er afrobeat-tónlistarmaður frá Nígeríu og Gana sem hefur meðal annars gefið út lög með reggaeton-kóngunum Bad Bunny og J. Balvin. Brúðguminn birti fyrir tveimur vikum tónlistarmyndband á Instagram og í framhaldinu fleiri myndir í íslensku hrauni. View this post on Instagram A post shared by Don Eazi (@mreazi) Temi Otedola er dóttir Femi Otedola, nígerísks olíubaróns sem stendur í 2566. sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn heims. Eignir auðkýfingsins eru metnar á 1,3 milljarða Bandaríkjadala, sem jafngildir um 160 milljörðum króna. Systur hennar er plötusnúðurinn DJ Cuppy og tónlistarkonan Tolani. Hjónin hafa verið gift í tæplega tvö ár. Þau reka hlaðvarp saman er nefnist How Far? en árið 2022 greindu þau frá þar að þau hefðu trúlofast í Dúbaí. Tonn af blómum og heilu hæðirnar á Edition bókaðar Sömu heimildarmenn segja að búist sé við hátt í 200 manns sem komi erlendis frá til að sækja brúðkaupið, þar á meðal nokkrir nafntogaðir einstaklingar. Tugir aðfluttra starfsmanna hafa komið að brúðkaupinu og meðal annars lagt blómahaf við altari Hallgrímskirkju. Rúmt tonn af blómum var flutt til landsins vegna veislunnar, að sögn heimildarmanna. Þá hefur starfsfólk brúðkaupsins reist stærðarinnar glerhýsi í Kleif í Kjós þar sem brúðkaupsveisla verður haldin að athöfn lokinni. Búið er að koma fyrir sviði í glerskálanum sem verður að sögn tekinn niður um leið og veislunni lýkur. Eigandi Kleifs Farm í Eilífsdal sagðist ekki geta tjáð sig um málið í samtali við Vísi. Glerkastalinn í Kleif í Kjós.Vísir Þegar blaðamaður og tökumaður kíktu inn í Hallgrímskirkju fyrir hádegi í dag var fjöldi túrista að venju í kirkjunni en starfsfólk hafði girt af þriðjung salsins til að skreyta með blómum. Forvitnir ferðamenn tóku myndir af skreytingunum en þekktu ekki tilefnið frekar en blaðamaður. Flestir þeirra stóðu í lyfturöðinni. Grétar Einarsson, kirkjuhaldari í Hallgrímskirkju, vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu. Verðandi brúðhjónin munu hafa óskað eftir fréttabanni. Hallgrímskirkja Tímamót Frægir á ferð Kjósarhreppur Nígería Ástin og lífið Brúðkaup Íslandsvinir Mest lesið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira
Nígerískt par heldur gríðarstórt brúðkaup í Hallgrímskirkju í dag en parið er ekki að gifta sig í fyrsta sinn og hefur haldið nokkrar brúðkaupsveislur síðustu tvö ár, nú seinast í Dúbaí í sumar samkvæmt heimildum. Tökuteymi á vegum Netflix er sagt munu mynda brúðkaupið og veisluna. Svartir eðalvagnar við Edition og Hörpuna Hallgrímsirkja er lokuð almenningi milli klukkan 15 og 17 í dag vegna brúðkaupsins. Fjölda svartra bifreiða hefur verið lagt fyrir utan Hörpuna en samkvæmt heimildum Vísis hafa hjónin leigt út þrjár hæðir á Edition-hótelinu við Hörpuna vegna brúðkaupsveislunnar. Fjöldi svartra bíla, væntanlega leigubifreiða, lagt á bílastæði Hörpunnar en á Edition-hótelinu þar við hliðina á eru brúðkaupsgestir sagðir dvelja.Vísir Búist er við því að gestum verði ekið frá Edition að Hallgrímskirkju en orðrómur gengur manna á milli um að þar verði nafntogaðar stjörnur á ferð. Dóttir olíubaróns Hjónin eru hin 29 ára leikkona Temi Otedola og hinn 34 ára Oluwatosin Oluwole Ajibade, sem er betur þekktur undir listamannanafninu Mr. Eazi. Eazi er afrobeat-tónlistarmaður frá Nígeríu og Gana sem hefur meðal annars gefið út lög með reggaeton-kóngunum Bad Bunny og J. Balvin. Brúðguminn birti fyrir tveimur vikum tónlistarmyndband á Instagram og í framhaldinu fleiri myndir í íslensku hrauni. View this post on Instagram A post shared by Don Eazi (@mreazi) Temi Otedola er dóttir Femi Otedola, nígerísks olíubaróns sem stendur í 2566. sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn heims. Eignir auðkýfingsins eru metnar á 1,3 milljarða Bandaríkjadala, sem jafngildir um 160 milljörðum króna. Systur hennar er plötusnúðurinn DJ Cuppy og tónlistarkonan Tolani. Hjónin hafa verið gift í tæplega tvö ár. Þau reka hlaðvarp saman er nefnist How Far? en árið 2022 greindu þau frá þar að þau hefðu trúlofast í Dúbaí. Tonn af blómum og heilu hæðirnar á Edition bókaðar Sömu heimildarmenn segja að búist sé við hátt í 200 manns sem komi erlendis frá til að sækja brúðkaupið, þar á meðal nokkrir nafntogaðir einstaklingar. Tugir aðfluttra starfsmanna hafa komið að brúðkaupinu og meðal annars lagt blómahaf við altari Hallgrímskirkju. Rúmt tonn af blómum var flutt til landsins vegna veislunnar, að sögn heimildarmanna. Þá hefur starfsfólk brúðkaupsins reist stærðarinnar glerhýsi í Kleif í Kjós þar sem brúðkaupsveisla verður haldin að athöfn lokinni. Búið er að koma fyrir sviði í glerskálanum sem verður að sögn tekinn niður um leið og veislunni lýkur. Eigandi Kleifs Farm í Eilífsdal sagðist ekki geta tjáð sig um málið í samtali við Vísi. Glerkastalinn í Kleif í Kjós.Vísir Þegar blaðamaður og tökumaður kíktu inn í Hallgrímskirkju fyrir hádegi í dag var fjöldi túrista að venju í kirkjunni en starfsfólk hafði girt af þriðjung salsins til að skreyta með blómum. Forvitnir ferðamenn tóku myndir af skreytingunum en þekktu ekki tilefnið frekar en blaðamaður. Flestir þeirra stóðu í lyfturöðinni. Grétar Einarsson, kirkjuhaldari í Hallgrímskirkju, vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu. Verðandi brúðhjónin munu hafa óskað eftir fréttabanni.
Hallgrímskirkja Tímamót Frægir á ferð Kjósarhreppur Nígería Ástin og lífið Brúðkaup Íslandsvinir Mest lesið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira