Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Rafn Ágúst Ragnarsson og Ágúst Orri Arnarson skrifa 7. ágúst 2025 21:47 Brøndby-menn voru heldur betur ekki ánægðir með sína menn eftir leik. Vísir/Diego Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. Allt ætlaði um koll að keyra þegar flautað var til leiksloka í Víkinni í kvöld eftir yfirburðasigur Víkinga á dönskum mótherjum sínum í Brøndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Heimamenn unnu verðskuldaðan 3-0 sigur á Dönunum sem stuðningsmenn þeirra síðarnefndu voru bersýnilega ekki sáttir með. Fimm milljón króna tjón Haukur Hinriksson framkvæmdastjóri Víkings segir í samtali við fréttastofu að tjónið sem stuðningsmenn Brøndby ollu nemi allt að fimm milljónum króna. Ljóst hafi verið áður en flautað var til leiksloka að aðstoðar lögreglunnar við að fylgja þeim úr Víkinni yrði nauðsyn. Blaðamaður náði sambandi við Hauk þar sem hann gekk um svæðið að yfirfara skemmdarverkin svo hægt verði að skila ítarlegri skýrslu til eftirlitsmanns Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA). „Þeir eyðilögðu klósett hjá okkur, rifu fána og annað. Þetta er örugglega skaði upp á fimm milljónir,“ segir hann. Hann segist hafa orðið var við mikil læti þegar stuðningsmenn gestanna voru leiddir út af vellinum. Átök hafi brotist út milli þeirra og lögreglumanna sem voru komnir á vettvang þar sem piparúða var beitt. Tveir enduðu í sjúkrabíl vegna áverka af völdum piparúðans en þar var um að ræða gæslumenn á vegum gestanna sem stigu inn í átökin. Haukur segist jafnframt hafa heyrt af því að einn gestanna hefði kýlt lögreglumann í andlitið. Tveir í sjúkrabíl Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, segir Brøndby hafa selt færri miða en þeir hafi átt rétt á og reynt að velja þá vel sem fengju að fara á leikinn. Samt hafi þeim tekist að velta ferðaklósetti sem komið hafði verið fyrir fyrir gestina. Hann segir að lögreglan hafi verið til kölluð vegna minniháttar áfloga í stúkunni. Einhverjir hafi verið skallaðir en enginn hlotið áverka. Tveir gæslumenn á vegum Brøndby hafi svo fengið piparúða annars vegar í augun og hins vegar í munninn við að reyna að stöðva átökin. Þeir fengu báðir aðhlynningu í sjúkrabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu hituðu stuðningsmenn Bröndby upp á Ölveri í Glæsibæ fyrir leikinn. Þar var nokkuð um læti og mölbrutu gestirnir meðal annars innrammaða treyju FC Kaupmannahafnar á vegg staðarins. FCK og Bröndby eru erkifjendur í danska boltanum. Þegar stuðningsmennirnir ætluðu að mæta í drykk að loknu tapinu í Víkinu voru þeir ekki velkomnir og var vísað í burtu. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Frederik Birk, þjálfari Bröndby, sagði lítið en lét tilfinningar sínar greinilega í ljós í viðtali eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í kvöld, niðurstaða sem eru „risastór“ vonbrigði. 7. ágúst 2025 22:04 „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32 „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ sagði stoðsendingagjafinn Gylfi Þór Sigurðsson eftir frækinn 3-0 sigur Víkings gegn Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 7. ágúst 2025 21:06 Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Allt ætlaði um koll að keyra þegar flautað var til leiksloka í Víkinni í kvöld eftir yfirburðasigur Víkinga á dönskum mótherjum sínum í Brøndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Heimamenn unnu verðskuldaðan 3-0 sigur á Dönunum sem stuðningsmenn þeirra síðarnefndu voru bersýnilega ekki sáttir með. Fimm milljón króna tjón Haukur Hinriksson framkvæmdastjóri Víkings segir í samtali við fréttastofu að tjónið sem stuðningsmenn Brøndby ollu nemi allt að fimm milljónum króna. Ljóst hafi verið áður en flautað var til leiksloka að aðstoðar lögreglunnar við að fylgja þeim úr Víkinni yrði nauðsyn. Blaðamaður náði sambandi við Hauk þar sem hann gekk um svæðið að yfirfara skemmdarverkin svo hægt verði að skila ítarlegri skýrslu til eftirlitsmanns Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA). „Þeir eyðilögðu klósett hjá okkur, rifu fána og annað. Þetta er örugglega skaði upp á fimm milljónir,“ segir hann. Hann segist hafa orðið var við mikil læti þegar stuðningsmenn gestanna voru leiddir út af vellinum. Átök hafi brotist út milli þeirra og lögreglumanna sem voru komnir á vettvang þar sem piparúða var beitt. Tveir enduðu í sjúkrabíl vegna áverka af völdum piparúðans en þar var um að ræða gæslumenn á vegum gestanna sem stigu inn í átökin. Haukur segist jafnframt hafa heyrt af því að einn gestanna hefði kýlt lögreglumann í andlitið. Tveir í sjúkrabíl Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, segir Brøndby hafa selt færri miða en þeir hafi átt rétt á og reynt að velja þá vel sem fengju að fara á leikinn. Samt hafi þeim tekist að velta ferðaklósetti sem komið hafði verið fyrir fyrir gestina. Hann segir að lögreglan hafi verið til kölluð vegna minniháttar áfloga í stúkunni. Einhverjir hafi verið skallaðir en enginn hlotið áverka. Tveir gæslumenn á vegum Brøndby hafi svo fengið piparúða annars vegar í augun og hins vegar í munninn við að reyna að stöðva átökin. Þeir fengu báðir aðhlynningu í sjúkrabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu hituðu stuðningsmenn Bröndby upp á Ölveri í Glæsibæ fyrir leikinn. Þar var nokkuð um læti og mölbrutu gestirnir meðal annars innrammaða treyju FC Kaupmannahafnar á vegg staðarins. FCK og Bröndby eru erkifjendur í danska boltanum. Þegar stuðningsmennirnir ætluðu að mæta í drykk að loknu tapinu í Víkinu voru þeir ekki velkomnir og var vísað í burtu.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Frederik Birk, þjálfari Bröndby, sagði lítið en lét tilfinningar sínar greinilega í ljós í viðtali eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í kvöld, niðurstaða sem eru „risastór“ vonbrigði. 7. ágúst 2025 22:04 „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32 „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ sagði stoðsendingagjafinn Gylfi Þór Sigurðsson eftir frækinn 3-0 sigur Víkings gegn Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 7. ágúst 2025 21:06 Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
„Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Frederik Birk, þjálfari Bröndby, sagði lítið en lét tilfinningar sínar greinilega í ljós í viðtali eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í kvöld, niðurstaða sem eru „risastór“ vonbrigði. 7. ágúst 2025 22:04
„Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32
„Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ sagði stoðsendingagjafinn Gylfi Þór Sigurðsson eftir frækinn 3-0 sigur Víkings gegn Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 7. ágúst 2025 21:06