Enski boltinn

Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er langt þangað til við sjáum James Maddison aftur í búningi Tottenham.
Það er langt þangað til við sjáum James Maddison aftur í búningi Tottenham. vísir/getty

Tottenham fékk hræðilegar fréttir í morgunsárið er í ljós kom að James Maddison verði frá meirihluta komandi tímabils.

Miðjumaðurinn er með slitið krossband og þarf þar af leiðandi að fara í aðgerð. Svo tekur við bið og endurhæfing. Hann verður frá í að minnsta kosti sex til sjö mánuði.

Maddison varð fyrir meiðslunum í vináttuleik gegn Newcastle á dögunum en leikurinn fór fram í Suður-Kóreu.

Þetta er mikið högg fyrir Tottenham sem var að kveðja Son Heung-min í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×