Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2025 09:31 Tryggvi Guðmundsson hefur skorað flest mörk allra í deildarleikjum. Patrick Pedersen bætti markamet Tryggva Guðmundssonar á þriðjudagskvöldið með því að skora sitt 132. mark í efstu deild en ætti markametið kannski að standa ennþá? Hér kemur að spurningunni um skilgreiningu á markametinu og þeim leikjum sem telja í því. Við teljum ekki mörk í bikarleikjum með í þessu og sumum finnst jafnvel að mörkin í úrslitakeppninni ættu ekki að vera með í pakkanum heldur. Ekki svona í handbolta og körfu Í bæði körfubolta og fótbolta þá er deildarkeppnin sér og úrslitakeppnin sér. Markakóngar og stigakóngar taka ekki mörkin eða stigin með úr úrslitakeppnunum. Í fótboltanum hafa menn aftur á móti lagt saman mörk úr deildarleikjum og mörk úr leikjum í úrslitakeppni. Úrslitakeppnin var tekin upp í úrvalsdeild karla í fótbolta haustið 2022 og hefur því farið þrisvar sinnum fram. Í þessum þremur úrslitakeppnum þá hefur Patrick Pedersen skorað 9 mörk í 14 leikjum. Tryggvi fékk aldrei að kynnast því að keppa í úrslitakeppni og öll mörkin hans, 131 talsins, voru því skoruð í deildarleikjum. Vantar enn sjö mörk Pedersen er nú kominn með 124 mörk í 192 deildarleik í efstu deild á Íslandi. Samkvæmt því þá vantar hann enn sjö mörk í að jafna markamet Tryggva yfir flest mörk í deildarleikjum. Þessar pælingar breyta því ekki að Pedersen er sá sem hefur skorað flest mörk í efstu deild. Skilgreining var fastmótuð á sínum tíma og við breytum henni ekki úr þessu. Þá værum við um leið að taka markametið af KR-ingnum Benoný Breka Andréssyni sem skoraði 11 af 21 marki sínu á metárinu í fyrra í úrslitakeppninni en aðeins tíu marka hans komu í deildarleikjunum. Hentar honum vel að elta met Patrick Pedersen hefur hrifsað til sín hvert markametið á fætur öðru undanfarin ár og það virðist henta Dananum vel að vera að elta metin. Hann varð fyrst markahæsti erlendi leikmaður deildarinnar (sló met Steven Lennon, 101), varð síðan markahæsti leikmaður Vals í efstu deild (sló met Inga Björns Albertssonar, 109) og sló síðan met Atla Viðar Björnssonar (113) yfir flest mörk fyrir eitt félag í efstu deild. Tvö met í viðbót í boði í sumar Nú þegar heildarmarkametið er fallið er tilvalið fyrir Pedersen að fara bara að elta næstu met. Það eru tvö í boði. Flest mörk í deildarleikjum (131, Tryggvi Guðmundsson) og flest mörk á einu tímabili (21, Benoný Breki Andrésson). Pedersen á enn eftir fimm deildarleiki til að skora þessi sjö mörk og alls tíu leiki til að slá markamet deildarinnar en sá danski þyrfti þá að skora fimm mörk í síðustu tíu leikjunum. Afrek Hemma Gunn frá 1973 Miðað við hversu heitur Daninn hefur verið í sumar kæmi ekkert á óvart að hann eignaðist þessi met líka. Bæti hann við fimm mörkum í Bestu deildinni í sumar þá yrði þetta að eins sögulegu sumri og þau gerast. Það hefur þó gerst áður að sami maður bætti bæði metin á sama ári. Það gerði Valsmaðurinn Hermann Gunnarsson sumarið 1973. Hann skoraði þá sautján mörk (Þórólfur Beck, 16 mörk, átti metið) það sumar og bætti um leið met Ellerts B. Schram yfir flest mörk í efstu deild frá upphafi (62). Besta deild karla Valur ÍBV Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Sjá meira
Hér kemur að spurningunni um skilgreiningu á markametinu og þeim leikjum sem telja í því. Við teljum ekki mörk í bikarleikjum með í þessu og sumum finnst jafnvel að mörkin í úrslitakeppninni ættu ekki að vera með í pakkanum heldur. Ekki svona í handbolta og körfu Í bæði körfubolta og fótbolta þá er deildarkeppnin sér og úrslitakeppnin sér. Markakóngar og stigakóngar taka ekki mörkin eða stigin með úr úrslitakeppnunum. Í fótboltanum hafa menn aftur á móti lagt saman mörk úr deildarleikjum og mörk úr leikjum í úrslitakeppni. Úrslitakeppnin var tekin upp í úrvalsdeild karla í fótbolta haustið 2022 og hefur því farið þrisvar sinnum fram. Í þessum þremur úrslitakeppnum þá hefur Patrick Pedersen skorað 9 mörk í 14 leikjum. Tryggvi fékk aldrei að kynnast því að keppa í úrslitakeppni og öll mörkin hans, 131 talsins, voru því skoruð í deildarleikjum. Vantar enn sjö mörk Pedersen er nú kominn með 124 mörk í 192 deildarleik í efstu deild á Íslandi. Samkvæmt því þá vantar hann enn sjö mörk í að jafna markamet Tryggva yfir flest mörk í deildarleikjum. Þessar pælingar breyta því ekki að Pedersen er sá sem hefur skorað flest mörk í efstu deild. Skilgreining var fastmótuð á sínum tíma og við breytum henni ekki úr þessu. Þá værum við um leið að taka markametið af KR-ingnum Benoný Breka Andréssyni sem skoraði 11 af 21 marki sínu á metárinu í fyrra í úrslitakeppninni en aðeins tíu marka hans komu í deildarleikjunum. Hentar honum vel að elta met Patrick Pedersen hefur hrifsað til sín hvert markametið á fætur öðru undanfarin ár og það virðist henta Dananum vel að vera að elta metin. Hann varð fyrst markahæsti erlendi leikmaður deildarinnar (sló met Steven Lennon, 101), varð síðan markahæsti leikmaður Vals í efstu deild (sló met Inga Björns Albertssonar, 109) og sló síðan met Atla Viðar Björnssonar (113) yfir flest mörk fyrir eitt félag í efstu deild. Tvö met í viðbót í boði í sumar Nú þegar heildarmarkametið er fallið er tilvalið fyrir Pedersen að fara bara að elta næstu met. Það eru tvö í boði. Flest mörk í deildarleikjum (131, Tryggvi Guðmundsson) og flest mörk á einu tímabili (21, Benoný Breki Andrésson). Pedersen á enn eftir fimm deildarleiki til að skora þessi sjö mörk og alls tíu leiki til að slá markamet deildarinnar en sá danski þyrfti þá að skora fimm mörk í síðustu tíu leikjunum. Afrek Hemma Gunn frá 1973 Miðað við hversu heitur Daninn hefur verið í sumar kæmi ekkert á óvart að hann eignaðist þessi met líka. Bæti hann við fimm mörkum í Bestu deildinni í sumar þá yrði þetta að eins sögulegu sumri og þau gerast. Það hefur þó gerst áður að sami maður bætti bæði metin á sama ári. Það gerði Valsmaðurinn Hermann Gunnarsson sumarið 1973. Hann skoraði þá sautján mörk (Þórólfur Beck, 16 mörk, átti metið) það sumar og bætti um leið met Ellerts B. Schram yfir flest mörk í efstu deild frá upphafi (62).
Besta deild karla Valur ÍBV Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Sjá meira