Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. ágúst 2025 14:08 Breiðablik á besta sénsinn á sæti í Sambandsdeildinni. Myndin er úr leik liðsins gegn KA í gær. vísir / diego Dregið var í umspil Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í höfuðstöðvum UEFA í dag. Breiðablik fer til Sviss eða Hollands ef liðið vinnur næsta einvígi en Moldóvu eða San Marínó ef tap verður niðurstaðan. Víkingur fer til Frakklands ef liðið vinnur sitt einvígi en dettur úr leik ef tap verður niðurstaðan. Bæði lið eiga einvígi framundan í vikunni og eftir úrslitum þar ræðst hvert þau fara næst. Breiðablik Breiðablik er á leið í einvígi gegn Zrinskij Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu. Fyrri leikurinn verður spilaður ytra en sá seinni á Kópavogsvelli. Ef Blikarnir vinna einvígið eru þeir með Sambandsdeildarsæti tryggt og fara í umspil upp á sæti í Evrópudeildinni gegn sigurvegaranum úr einvígi Servette frá Sviss og Utrecht frá Hollandi. Ef Blikarnir tapa einvíginu fara þeir í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni, gegn tapliðinu úr einvígi Milsami frá Moldóvu og Virtus frá San Marino. Drátturinn verður að teljast nokkuð hagstæður Breiðabliki þar sem mun sterkari lið en Milsami og Virtus voru í pottinum. Víkingur Víkingur er á leið í einvígi gegn Bröndby frá Danmörku og þarf að vinna það til að komast í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn verður í Víkinni en sá seinni ytra. Ef Víkingur tapar einvíginu er liðið úr leik og á ekki möguleika á sæti í Sambandsdeildinni. Ef Víkingarnir vinna einvígið fara þeir í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni gegn Strasbourg, sem endaði í sjöunda sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Eiga þau möguleika? Miði er möguleiki og vonin er sannarlega á lífi hjá báðum liðum en Breiðablik á margfalt betra möguleika á því að komast í Sambandsdeildina, sem er yfirlýst markmið beggja félaga. Víkingur þarf að fara í gegnum erfiðari andstæðing í báðum einvígunum og má ekki misstíga sig, á meðan Breiðablik hefur efni á því að tapa næsta einvígi. Víkingar geta þó verið nokkuð bjartsýnir fyrir einvígið gegn Bröndby, þeir fá fyrri leikinn á heimavelli og Bröndby hefur ekki unnið útileik í Evrópukeppni í síðustu þrettán tilraunum. Góð úrslit í Víkinni og þéttur varnarleikur í Danmörku ætti að skila þeim örugglega áfram. Svo verður að koma ljós hvernig Frakkarnir spila. Blikarnir geta sömuleiðis verið bjartsýnir fyrir einvígið gegn Zrinskij Mostar, þrátt fyrir að hafa tapað gegn þeim fyrir tveimur árum. Bosníska liðið vann vissulega einvígið þá, þökk sé hryllilegum fyrri hálfleik hjá Breiðablik í útileiknum, en Blikarnir unnu síðan heimaleikinn og voru alls ekki verri aðilinn. Svo búa ríkjandi Íslandsmeistararnir líka við þann lúxus að mega tapa og fá samt annan séns. Ef þeir tapa fyrir Zrinskij Mostar ættu þeir sannarlega að geta lagt lið frá Moldóvu eða San Marínó til að tryggja sætið. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Bæði lið eiga einvígi framundan í vikunni og eftir úrslitum þar ræðst hvert þau fara næst. Breiðablik Breiðablik er á leið í einvígi gegn Zrinskij Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu. Fyrri leikurinn verður spilaður ytra en sá seinni á Kópavogsvelli. Ef Blikarnir vinna einvígið eru þeir með Sambandsdeildarsæti tryggt og fara í umspil upp á sæti í Evrópudeildinni gegn sigurvegaranum úr einvígi Servette frá Sviss og Utrecht frá Hollandi. Ef Blikarnir tapa einvíginu fara þeir í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni, gegn tapliðinu úr einvígi Milsami frá Moldóvu og Virtus frá San Marino. Drátturinn verður að teljast nokkuð hagstæður Breiðabliki þar sem mun sterkari lið en Milsami og Virtus voru í pottinum. Víkingur Víkingur er á leið í einvígi gegn Bröndby frá Danmörku og þarf að vinna það til að komast í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn verður í Víkinni en sá seinni ytra. Ef Víkingur tapar einvíginu er liðið úr leik og á ekki möguleika á sæti í Sambandsdeildinni. Ef Víkingarnir vinna einvígið fara þeir í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni gegn Strasbourg, sem endaði í sjöunda sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Eiga þau möguleika? Miði er möguleiki og vonin er sannarlega á lífi hjá báðum liðum en Breiðablik á margfalt betra möguleika á því að komast í Sambandsdeildina, sem er yfirlýst markmið beggja félaga. Víkingur þarf að fara í gegnum erfiðari andstæðing í báðum einvígunum og má ekki misstíga sig, á meðan Breiðablik hefur efni á því að tapa næsta einvígi. Víkingar geta þó verið nokkuð bjartsýnir fyrir einvígið gegn Bröndby, þeir fá fyrri leikinn á heimavelli og Bröndby hefur ekki unnið útileik í Evrópukeppni í síðustu þrettán tilraunum. Góð úrslit í Víkinni og þéttur varnarleikur í Danmörku ætti að skila þeim örugglega áfram. Svo verður að koma ljós hvernig Frakkarnir spila. Blikarnir geta sömuleiðis verið bjartsýnir fyrir einvígið gegn Zrinskij Mostar, þrátt fyrir að hafa tapað gegn þeim fyrir tveimur árum. Bosníska liðið vann vissulega einvígið þá, þökk sé hryllilegum fyrri hálfleik hjá Breiðablik í útileiknum, en Blikarnir unnu síðan heimaleikinn og voru alls ekki verri aðilinn. Svo búa ríkjandi Íslandsmeistararnir líka við þann lúxus að mega tapa og fá samt annan séns. Ef þeir tapa fyrir Zrinskij Mostar ættu þeir sannarlega að geta lagt lið frá Moldóvu eða San Marínó til að tryggja sætið.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira