Fótbolti

Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Viðar Ari stangaði boltann í netið og minnkaði muninn, en gleðin var skammlíf.
Viðar Ari stangaði boltann í netið og minnkaði muninn, en gleðin var skammlíf. HamKam

Viðar Ari Jónsson var ekki lengi að láta til sín taka og skoraði aðeins um mínútu eftir að hann kom inn á í leik HamKam og Bodö/Glimt. Viðar stangaði boltann í netið með sinni fyrstu snertingu og minnkaði muninn en þurfti svo að sætta sig við 1-3 tap.

Viðar kom inn af varamannabekknum á 62. mínútu og á 63. mínútunni skoraði hann með skalla. Kristian Lien, liðsfélagi hans fékk algjört dauðafæri, sem markmaðurinn varði, í annarri tilraun hitti Kristian ekki markið en þá var Viðar mættur á fjærstöngina og stýrði boltanum í netið.

Mark Viðars má sjá hér og öll helstu atvik leiksins má sjá hér.

Viðar minnkaði muninn með sínu marki en Kasper Hogh setti þriðja mark Bodö/Glimt skömmu síðar, þar við sat og gestirnir fögnuðu sínum sjötta sigri í röð.

Bodö/Glimt er nú aðeins einu stigi frá Viking, liði Hilmis Rafns Mikaelssonar, í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar.

HamKam situr hins vegar í fjórtánda sætinu, sem myndi senda liðið í umspil upp á sæti í úrvalsdeildinni ef svo endar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×