Fótbolti

Arsenal hafði betur í Singa­púr

Siggeir Ævarsson skrifar
Martin Odegaard fagnar marki sínu sem reyndist sigurmarkið
Martin Odegaard fagnar marki sínu sem reyndist sigurmarkið Vísir/Getty

Arsenal og Newcastle mættust í dag í æfingaleik sem fram fór í Singapúr. Viktor Gyökeres var mættur á völlinn en þó ekki í leikmannahópi Arsenal enn.

Einn af nýju leikmönnum Newcastle, Anthony Elanga, kom þeim yfir strax á 6. mínútu en tvö mörk á tveggja mínútna kafla komu Arsenal yfir fyrir hálfleik. Jacob Murphy jafnaði metin á 58. mínútu en Martin Ødegaard tryggði Arsenal 3-2 sigur með marki úr vítaspyrnu á 84. mínútu.

Viktor Gyökeres var ekki í leikmannahópi Arsenal, enda blekið á samningnum hans varla þornað, en hann var mættur á völlinn og hlaut góðar viðtökur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×