Lífið samstarf

Bylgju­lestin heim­sækir Vagla­skóg

Bylgjulestin
Svali Kaldalóns og Kristín Ruth stýra síðustu Bylgjulest sumarsins en þau verða í beinni útsendingu frá Vaglaskógi á morgun milli kl. 12 og 16.
Svali Kaldalóns og Kristín Ruth stýra síðustu Bylgjulest sumarsins en þau verða í beinni útsendingu frá Vaglaskógi á morgun milli kl. 12 og 16. Mynd/Hulda Margrét.

Síðasti viðkomustaður Bylgjulestarinnar í sumar er Vaglaskógur en þangað mætir hún á morgun laugardag. Þar fara fram stórtónleikarnir Vor í Vaglaskógi þar sem Kaleo og fjöldi listamanna troðið upp.

Kristín Ruth og Svali Kaldalóns stýra Bylgjulestinn á laugardag og verða í beinni útsendingu milli kl. 12 og 16. „Það verður svakalega gaman hjá okkur á laugardaginn,“ segir Kristín. „Við erum spennt að mæta í Vaglaskóg sem er auðvitað einn fallegasti staður á landinu og fá að upplifa þar einstaka tónlistarupplifun.“

Kristín Ruth og Svali taka púlsinn á heimafólki og fá góða gesti í heimsókn. Það verður fullt af skemmtilegum gjöfum og glaðning í boði Bylgjunnar og boðið verður upp á andlitsmálningu fyrir krakkana

Kaleo kemur fram á tónlistarhátíðinni Vor og Vaglaskógi ásamt fjölda annarra listamanna.Mynd/Viktor Freyr.

Tónlistarhátíðin Vor í Vaglaskógi hefst kl. 14 og stendur yfir til kl. 23.15. Þar koma fram Kaleo, Doctor Victor, Hjálmar, Sigrún Stella, Svavar Knútur, Soffía Björg, Bear the Ant, Jack Magnet og Júníus Meyvant.

Samstarfsaðilar Bylgjulestarinnar verða með í för. Sjóvá og Samgöngustofa munu fjalla um umferðaröryggi, Topptjöld og vagnar verða með iKamper vagn til sýnis, 7up Zero gefur gestum frískandi drykki, bílaumboðið Askja verður með bílasýningu og gjafapokarnir frá Bylgjunni verða að sjálfsögðu á sínum stað með 7up Zero pink, nammi frá Danól og varningi frá Bylgjunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.