Enski boltinn

Eigin­kona Diogo Jota með vasaklúta­skila­boð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rute Cardoso, ekkja Diogo Jota, var skiljanlega algjörlega niðurbrotin í jarðarför hans.
Rute Cardoso, ekkja Diogo Jota, var skiljanlega algjörlega niðurbrotin í jarðarför hans. Getty/Octavio Passos/

Eiginkona Diogo Jota hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn á samfélagsmiðlum eftir að hún missti eiginmann sinn á hræðilegan hátt.

Rute Cardoso og Diogo Jota voru nýgift þegar hann lést í bílslysi ásamt yngri bróður sínum.

Fyrsta færsla hennar kom til vegna mánaðarafmælis brúðkaupsins þeirra.

Cardoso birti þrjár myndir frá brúðkaupinu þeirra sem fór fram 22. júní í Porto. Undir skrifaði hún: „Einn mánuður liðinn af þar til dauðinn aðskilur okkur“. Hún bætti síðan við að hún verði brúður hans um aldur og ævi.

Jota var aðeins 28 ára gamall og á leið í ferju til Englands þegar slysið varð. Nokkrum dögum síðan átti nýtt undirbúningstímabil að hefjast hjá Liverpool. Hann mátti ekki fljúga af því að hann var að jafna sig eftir skurðaðgerð.

Liverpool hefur minnst Jota með margs konar hætti og meðal annars tekið númer hans úr umferð. Félagið ákvað líka að borga Rute Cardoso og fjölskyldu hennar upp allan samning Jota sem var til ársins 2027.

Hér fyrir neðan má sjá þessi fallegu vasaklútakveðju Rute til eiginmanns síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×