Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. júlí 2025 14:37 Pítsurnar voru merktar „áríðandi hraðsending“ og komu barnaafmælisvolgar eftir flugið suður. Bókaklúbburinn Gormar pantaði pítsur frá Hamraborg á Ísafirði með flugi því barnaperri í glæpasögunni Hildi eftir Satu Rämö elskar að fá sér Hamraborgarpítsu með rækjum, ananas og kjúklingi. Pítsurnar voru barnaafmælisvolgar en ljúffengar. „Mig hefur alltaf langað að vera í bókaklúbb en það hefur gengið brösuglega sem er mjög fyndið. Fólk er hrætt við að vera með bókmenntafræðingum í bókaklúbbum og finnst það stressandi,“ segir Hólmfríður María Bjarnadóttir, ritstjóri og sérfræðingur á Borgarbókasafni. Hólmfríður hafði lengi reynt að komast í bókaklúbb. „Þegar ég var í bókmenntafræðinni reyndum við að stofna bókaklúbb en manneskjan sem valdi fyrstu bókina valdi Stríð og frið þannig hann dó strax,“ segir hún. Hólmfríður tók því málin í eigin hendur og stofnaði bókaklúbbbinn Gorma slf. „Ég ákvað að vinda í að búa til hóp og bauð nokkrum sem ég hugsaði að myndu í alvörunni mæta. Ég bauð ekki ákveðnum vinum því ég hugsaði að þeir myndu ekki mæta eða sinna klúbbnum. Bauð bara skemmtilegum og ábyrgum einstaklingum í þennan klúbb. Hildur vinsælasta stelpan á ballinu Gormarnir hittast annan fimmtudag í hverjum mánuði í FÍL-húsinu á Lindargötu og eru búnir að hittast þrisvar. Fyrst las klúbburinn smásögu eftir Ian Rankin og síðan Codename Villanelle eftir Luke Jennings sem þættirnir Killing Eve byggja á. Hópurinn er búinn að prófa nokkrar aðferðir til að velja bók. „Fyrst notuðum við útilokunaraðferð þar sem allir skrifa bók sem þá langar að lesa á blað. Síðan er einn og einn miði dreginn úr hatti eða skál og síðasta bókin er sú sem er lesin,“ segir Hólmfríður. Bókaklúbbsmeðlimir með Hamraborgarpítsurnar girnilegu. Fyrir þriðja klúbbinn fékk fólk hins vegar að kjósa um bókina og þá fékk glæpasagan Hildur eftir Satu Rämö yfirburðarkosningu. „Hildur gerist á Ísafirði mestmegnis þar sem höfundurinn er búsettur. Satu er Finni en hún er eiginlega orðin finnsk-íslensk því hún er búin að búa svo lengi á Íslandi,“ segir Hólmfríður. Við lestur Hildar kom upp óvenjuleg hugmynd. „Fólkið í hópnum er mjög virkt að koma með hugmyndir og Laufey Haraldsdóttir, sem er í klúbbnum, stakk upp á því í gríni hvort það væri ekki fyndið að panta Hamraborgarpítsu því það er minnst svo oft á pítsuna í bókinni,“ segir Hólmfríður en Hamraborg er gamalgróinn veitingastaður á Hafnargötu á Ísafirði. „Hún minntist sérstaklega á að það væri gaman að smakka pítsuna sem barnaperrinn í bókinni borðar því það eru svo skrítin álegg á henni: kjúklingur, ananas og rækjur,“ segir hún. „Áríðandi hraðsending“ til bókaklúbbsins Hólmfríði fannst hugmyndin svo fyndin að hún greip hana á lofti. „Ég er með mín tengsl vestur því ég úr Súgandafirðinum og fór í menntaskóla á Ísafirði. Svo ég heyrði í Úlfi og Gísla sem eru með Hamraborg, sendi þeim skilaboð og spurði hvort þeir gætu lánað mér hitapoka þannig ég gæti fengið pítsurnar allavega volgar til Reykjavíkur,“ segir Hólmfríður. Rækjur, kjúklingur og ananas er sannarlega óvenjuleg blanda. „Ég panta pítsurnar hálfsex, næ að plata bróður minn til að sækja þær fyrir mig og þá voru þær komnar í hitapokann. Hann keyrir á flugvöllinn, fragtinn lokar fyrr þannig ég þurfti að senda hana sem áríðandi sendingu. Þannig hún var merkt „áríðandi hraðsending“ og svo sæki ég hana og rúlla í bókaklúbbinn,“ segir hún. Þegar meðlimir klúbbsins smökkuðu á þeim voru pítsurnar „barnaafmælisvolgar“ sem hafi verið magnað miðað við ferðalagið. Fyrir utan eina barnaperrapítsuna þá pantaði Hólmfríður nokkrar aðrar pítsur sem minnst var á í bókinni. Þar á meðal uppáhalds pítsu Hildar, einu rannsóknarlögreglukonunnar á Vestfjörðum, sem er með pepperóní og piparosti. Og Hólmfríður er á því að hugsanlega sé það besta pítsa landsins. Grænmetisætur klúbbsins fengu því miður ekki að bragða á perrapizzunni. Meðlimir bókaklúbbsins eru einkar metnaðarfullir og í hverjum hittingi þá þurfa tveir meðlimir að vera með kynningu á einhverju sem tengist bókinni. En það er spurning hvort hægt sé að toppa ísfirsku pítsurnar í bráð. „Ég held það verði allavega ekki toppað í næsta bókaklúbbi, hann verður rólegur,“ segir Hólmfríður en næsta bók verður And Then There Were None eftir Agöthu Christie. Bókmenntir Ísafjarðarbær Pítsur Ananas á pítsu Grín og gaman Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
„Mig hefur alltaf langað að vera í bókaklúbb en það hefur gengið brösuglega sem er mjög fyndið. Fólk er hrætt við að vera með bókmenntafræðingum í bókaklúbbum og finnst það stressandi,“ segir Hólmfríður María Bjarnadóttir, ritstjóri og sérfræðingur á Borgarbókasafni. Hólmfríður hafði lengi reynt að komast í bókaklúbb. „Þegar ég var í bókmenntafræðinni reyndum við að stofna bókaklúbb en manneskjan sem valdi fyrstu bókina valdi Stríð og frið þannig hann dó strax,“ segir hún. Hólmfríður tók því málin í eigin hendur og stofnaði bókaklúbbbinn Gorma slf. „Ég ákvað að vinda í að búa til hóp og bauð nokkrum sem ég hugsaði að myndu í alvörunni mæta. Ég bauð ekki ákveðnum vinum því ég hugsaði að þeir myndu ekki mæta eða sinna klúbbnum. Bauð bara skemmtilegum og ábyrgum einstaklingum í þennan klúbb. Hildur vinsælasta stelpan á ballinu Gormarnir hittast annan fimmtudag í hverjum mánuði í FÍL-húsinu á Lindargötu og eru búnir að hittast þrisvar. Fyrst las klúbburinn smásögu eftir Ian Rankin og síðan Codename Villanelle eftir Luke Jennings sem þættirnir Killing Eve byggja á. Hópurinn er búinn að prófa nokkrar aðferðir til að velja bók. „Fyrst notuðum við útilokunaraðferð þar sem allir skrifa bók sem þá langar að lesa á blað. Síðan er einn og einn miði dreginn úr hatti eða skál og síðasta bókin er sú sem er lesin,“ segir Hólmfríður. Bókaklúbbsmeðlimir með Hamraborgarpítsurnar girnilegu. Fyrir þriðja klúbbinn fékk fólk hins vegar að kjósa um bókina og þá fékk glæpasagan Hildur eftir Satu Rämö yfirburðarkosningu. „Hildur gerist á Ísafirði mestmegnis þar sem höfundurinn er búsettur. Satu er Finni en hún er eiginlega orðin finnsk-íslensk því hún er búin að búa svo lengi á Íslandi,“ segir Hólmfríður. Við lestur Hildar kom upp óvenjuleg hugmynd. „Fólkið í hópnum er mjög virkt að koma með hugmyndir og Laufey Haraldsdóttir, sem er í klúbbnum, stakk upp á því í gríni hvort það væri ekki fyndið að panta Hamraborgarpítsu því það er minnst svo oft á pítsuna í bókinni,“ segir Hólmfríður en Hamraborg er gamalgróinn veitingastaður á Hafnargötu á Ísafirði. „Hún minntist sérstaklega á að það væri gaman að smakka pítsuna sem barnaperrinn í bókinni borðar því það eru svo skrítin álegg á henni: kjúklingur, ananas og rækjur,“ segir hún. „Áríðandi hraðsending“ til bókaklúbbsins Hólmfríði fannst hugmyndin svo fyndin að hún greip hana á lofti. „Ég er með mín tengsl vestur því ég úr Súgandafirðinum og fór í menntaskóla á Ísafirði. Svo ég heyrði í Úlfi og Gísla sem eru með Hamraborg, sendi þeim skilaboð og spurði hvort þeir gætu lánað mér hitapoka þannig ég gæti fengið pítsurnar allavega volgar til Reykjavíkur,“ segir Hólmfríður. Rækjur, kjúklingur og ananas er sannarlega óvenjuleg blanda. „Ég panta pítsurnar hálfsex, næ að plata bróður minn til að sækja þær fyrir mig og þá voru þær komnar í hitapokann. Hann keyrir á flugvöllinn, fragtinn lokar fyrr þannig ég þurfti að senda hana sem áríðandi sendingu. Þannig hún var merkt „áríðandi hraðsending“ og svo sæki ég hana og rúlla í bókaklúbbinn,“ segir hún. Þegar meðlimir klúbbsins smökkuðu á þeim voru pítsurnar „barnaafmælisvolgar“ sem hafi verið magnað miðað við ferðalagið. Fyrir utan eina barnaperrapítsuna þá pantaði Hólmfríður nokkrar aðrar pítsur sem minnst var á í bókinni. Þar á meðal uppáhalds pítsu Hildar, einu rannsóknarlögreglukonunnar á Vestfjörðum, sem er með pepperóní og piparosti. Og Hólmfríður er á því að hugsanlega sé það besta pítsa landsins. Grænmetisætur klúbbsins fengu því miður ekki að bragða á perrapizzunni. Meðlimir bókaklúbbsins eru einkar metnaðarfullir og í hverjum hittingi þá þurfa tveir meðlimir að vera með kynningu á einhverju sem tengist bókinni. En það er spurning hvort hægt sé að toppa ísfirsku pítsurnar í bráð. „Ég held það verði allavega ekki toppað í næsta bókaklúbbi, hann verður rólegur,“ segir Hólmfríður en næsta bók verður And Then There Were None eftir Agöthu Christie.
Bókmenntir Ísafjarðarbær Pítsur Ananas á pítsu Grín og gaman Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira