„Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 19. júlí 2025 16:42 Davíð Smári segir að sínir menn hafi verðskuldað tapið. Vísir/Anton Brink „Heilt yfir þá var þetta verðskuldað tap, en óþarfa mark sem við gefum þeim,“ sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, eftir 1-0 tap gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í dag. Eina mark leiksins kom á 10. mínútu og skoraði Viktor Karl Einarsson það. Davíð Smári var þrátt fyrir það sáttur með varnarleikinn en ekki eins sáttur með sóknarleikinn. „Mér fannst við varnarlega nokkuð solid sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst okkur vanta pínu hugmyndaflug fram á við, sem kannski var út allan leikinn. Ég var pínu ósáttur með það. Við vorum með skýrt plan hvað við vildum gera í leiknum og mér fannst við ekki alveg fylgja því eftir. Samt sem áður fáum við fyrstu 10-15 mínúturnar í leiknum, erum við líklegri aðilinn til þess að skora mark þangað til að þeir skora. Það vantaði svona pínu orku í okkur.“ Ástæðan fyrir því orkuleysi er meðal annars vegna þeirra skarða sem hoggin voru í Vestra liðið fyrir leik. Eiður Aron Sigurbjörnsson og Jeppe Pedersen voru í leikbanni og Daði Berg er farinn aftur í Víking eftir lánsdvöl á Ísafirði. „Vissulega eru svolítið stór skörð hoggin í liðið en þeir sem komu inn stóðu sig frábærlega þannig að ekkert út í þá að sakast.“ Vestri hefur núna ekki skorað í fimm leikjum í röð. Aðspurður hvort það væri ekki áhyggjuefni, þá svaraði Davíð Smári því játandi. „Já, áhyggjuefni. Við náttúrulega þurfum að skora mörk, það er alveg klárt. Okkur vantar Daða í dag og Daði er náttúrulega farinn til Víkings og Daði búinn að vera meiddur í síðustu leikjum. Við fórum inn í mótið með það svolítið fyrir augum að Daði yrði lykilmaður hjá okkur og það er svekkjandi að missa hann. Við erum náttúrulega klárlega að leita að replacementi fyrir hann og ég meina við sjáum í leiknum í dag að við sköpum okkur fjögur góð færi en náum ekki að klára þau. Okkur vantar pínu gæði fram á við, það er klárt. Mér fannst hins vegar Túfa gjörsamlega frábær í dag og Duah bara fínn, en við þurfum að skora mörk það er klárt.“ En hvernig gengur að finna nýja leikmenn? „Það gengur bara ágætlega. Við erum að vinna að því hörðum höndum að styrkja leikmannahópinn,“ sagði Davíð Smári að lokum. Besta deild karla Breiðablik Vestri Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Sjá meira
Eina mark leiksins kom á 10. mínútu og skoraði Viktor Karl Einarsson það. Davíð Smári var þrátt fyrir það sáttur með varnarleikinn en ekki eins sáttur með sóknarleikinn. „Mér fannst við varnarlega nokkuð solid sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst okkur vanta pínu hugmyndaflug fram á við, sem kannski var út allan leikinn. Ég var pínu ósáttur með það. Við vorum með skýrt plan hvað við vildum gera í leiknum og mér fannst við ekki alveg fylgja því eftir. Samt sem áður fáum við fyrstu 10-15 mínúturnar í leiknum, erum við líklegri aðilinn til þess að skora mark þangað til að þeir skora. Það vantaði svona pínu orku í okkur.“ Ástæðan fyrir því orkuleysi er meðal annars vegna þeirra skarða sem hoggin voru í Vestra liðið fyrir leik. Eiður Aron Sigurbjörnsson og Jeppe Pedersen voru í leikbanni og Daði Berg er farinn aftur í Víking eftir lánsdvöl á Ísafirði. „Vissulega eru svolítið stór skörð hoggin í liðið en þeir sem komu inn stóðu sig frábærlega þannig að ekkert út í þá að sakast.“ Vestri hefur núna ekki skorað í fimm leikjum í röð. Aðspurður hvort það væri ekki áhyggjuefni, þá svaraði Davíð Smári því játandi. „Já, áhyggjuefni. Við náttúrulega þurfum að skora mörk, það er alveg klárt. Okkur vantar Daða í dag og Daði er náttúrulega farinn til Víkings og Daði búinn að vera meiddur í síðustu leikjum. Við fórum inn í mótið með það svolítið fyrir augum að Daði yrði lykilmaður hjá okkur og það er svekkjandi að missa hann. Við erum náttúrulega klárlega að leita að replacementi fyrir hann og ég meina við sjáum í leiknum í dag að við sköpum okkur fjögur góð færi en náum ekki að klára þau. Okkur vantar pínu gæði fram á við, það er klárt. Mér fannst hins vegar Túfa gjörsamlega frábær í dag og Duah bara fínn, en við þurfum að skora mörk það er klárt.“ En hvernig gengur að finna nýja leikmenn? „Það gengur bara ágætlega. Við erum að vinna að því hörðum höndum að styrkja leikmannahópinn,“ sagði Davíð Smári að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Vestri Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Sjá meira