Áskorun

Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og á­lags

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Rannsóknir sýna að sumarfrí fjölskyldunnar geta skapað álag fyrir bæði börn og fullorðna ef fólk til dæmis passar ekki upp á þreytu, jafnvægi í dagskrá og svo framvegis.
Rannsóknir sýna að sumarfrí fjölskyldunnar geta skapað álag fyrir bæði börn og fullorðna ef fólk til dæmis passar ekki upp á þreytu, jafnvægi í dagskrá og svo framvegis. Vísir/Getty

Við elskum öll þennan tíma þar sem fjölskyldan er að fara í langþráð sumarfrí. Snýst mest um að hitta á bestu sólardagana. Eða elta sólina.

Hver svo sem áformin eru, ríkir tilhlökkunin oftast hjá bæði fullorðnum og börnum. Svo gaman að vera saman í sumarfríi!

En samkvæmt rannsóknum, geta sumarfríin líka verið streituvaldar. Ekki síst fyrir börnin.

Þetta þýðir að þessi frábæri tími þar sem ætlunin okkar er að slaka á, njóta og hlaða batteríin, geta haft gagnstæð áhrif og aukið álag í stað þess að draga úr því.

Jú, rýnum aðeins í málin.

Í grein á norska vísindavefnum Forskning.no, „Ferie: stress eller stressfri?“ segir að þegar rútína fellur niður eða raskast mikið, hlutverk breytast og stuðningskerfi hverfa (frí í leikskólum til dæmis), getur samverutíminn okkar sem á að vera svo ljúfur, orðið að algjöru stressi og jafnvel basli. Þar sem börn reyna á þolrif foreldra sinna og bæði foreldrar og börn verða hálf útkeyrð og þreytt.

Þá geta alls kyns samskiptaörðugleikar komið upp. Jafnvel mál sem voru óleyst heiman frá fyrir frí og kynda undir togstreitu þegar í fríið er komið.

Enn eitt vandamálið er síðan langvinn þreyta foreldranna sjálfra. Sem margir hverjir vinna baki brotnu til að komast í frí og treysta síðan á að geta hvílt sig í sumarfríinu. Málið er bara að fæst sumarfrí eru algjör afslöppun!

Allt ofangreint er þó ekki yfirlýsing um að gott og afslappað sumarfrí sé borin von. Þvert á móti vitum við flest betur.

Aðalmálið er að vera meðvituð um nokkur atriði. Eins og það til dæmis að vera ekki of þreytt þegar við förum í frí.

Að finna jafnvægið í dagskrá sem byggir bæði upp á hvíld og afslöppun en í senn hæfilega dagskrá fyrir krakkana að geta treyst á. Svo sem sund, spil eða leiki. 

Þá er líka gott að hafa á bakvið eyrað hvort þreyta eða rask sé að hafa áhrif á samveruna þegar í fríið er komið og streita og álag er að gera vart við sig, til dæmis í samskiptum og reyna þá að vinna úr því sem fyrst.


Tengdar fréttir

Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa

Við tölum oft um bestu útgáfuna okkar. Þessa eftirsóttu útgáfu sem gerir okkur sterkari, hamingjusamari, kátari og svo framvegis. Best í samskiptum, best í að nýta styrkleikana okkar og svo framvegis og svo framvegis.

Að hætta kvöld- og næturvafrinu

Það kannast margir við að vakna dauðþreyttir alla morgna. Ekki vegna þess að þeir fóru svo seint upp í rúm kvöldinu áður. Nei; sá tími getur verið mjög skynsamlegur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.