„Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. júlí 2025 16:01 Oliver Ekroth er sigurviss fyrir leik kvöldsins. vísir / diego Oliver Ekroth, fyrirliði Víkings, segir liðið búa yfir betri leikmönnum í öllum stöðum en andstæðingurinn. Malisheva frá Kósovó mætir Víkingi í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Víkingur hélt hreinu í fyrri leiknum og vann eins marks sigur eftir að Nikolaj Hansen kom boltanum í netið rétt fyrir hálfleik. „Við náðum fínum úrslitum úti í Kósovó og getum byggt á þeirri frammistöðu. Við funduðum vel og vitum meira um andstæðinginn núna, þannig að við getum gert enn betur en í síðustu viku. Höfum líka verið öflugir hér á heimavelli á tímabilinu og ætlum að halda því áfram“ segir Oliver. Hvað er það sérstaklega sem þið viljið bæta? „Við áttum mjög flottan fyrri hálfleik og það sést líka á allri tölfræði. Í seinni hálfleik urðum við aðeins of varkárir og meðvitaðir um ágæti þess að fara með 1-0 sigur heim til Íslands. Við viljum halda pressunni á þeim allan leikinn og vera aðeins betri á boltanum, ekki fara alltaf hátt og langt. Við ætlum að reyna að halda aðeins betur í boltann.“ Oliver er miðvörður og var því spurður hverjar helstu hætturnar væru í sóknarleik Malisheva. „Þeir eru með mjög hraða menn á vinstri kantinum, bæði vængmaðurinn og bakvörðurinn voru alveg furðulega hraðir. Það er þeirra helsta ógn en við þurfum bara að verjast vel, stoppa hlaupin og fyrirgjafirnar.“ Oliver var sammála þjálfurum sínum og segir Malisheva hafa komið aðeins á óvart í fyrri leiknum, en Víkingar séu með betri menn í öllum stöðum og ættu að geta haft góða stjórn í kvöld. „Það er mjög erfitt að greina leikstílinn. Leikurinn sem við sáum hjá þeim þegar við vorum að undirbúa okkur voru töluvert öðruvísi en leikurinn sem við spiluðum síðan á móti þeim. Í deildinni halda þeir boltanum vel og flest lið leggjast langt niður til að verjast. Þeir vilja spila en við erum með betri menn í öllum stöðum, gæðalega séð. Þannig að við ættum, sérstaklega á okkar heimavelli, að geta haft góða stjórn á leiknum.“ Viðtal við Oliver Ekroth, fyrirliða Víkings, má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni leikur Víkings gegn Malisheva fer svo fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá 18:35. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Sjá meira
Víkingur hélt hreinu í fyrri leiknum og vann eins marks sigur eftir að Nikolaj Hansen kom boltanum í netið rétt fyrir hálfleik. „Við náðum fínum úrslitum úti í Kósovó og getum byggt á þeirri frammistöðu. Við funduðum vel og vitum meira um andstæðinginn núna, þannig að við getum gert enn betur en í síðustu viku. Höfum líka verið öflugir hér á heimavelli á tímabilinu og ætlum að halda því áfram“ segir Oliver. Hvað er það sérstaklega sem þið viljið bæta? „Við áttum mjög flottan fyrri hálfleik og það sést líka á allri tölfræði. Í seinni hálfleik urðum við aðeins of varkárir og meðvitaðir um ágæti þess að fara með 1-0 sigur heim til Íslands. Við viljum halda pressunni á þeim allan leikinn og vera aðeins betri á boltanum, ekki fara alltaf hátt og langt. Við ætlum að reyna að halda aðeins betur í boltann.“ Oliver er miðvörður og var því spurður hverjar helstu hætturnar væru í sóknarleik Malisheva. „Þeir eru með mjög hraða menn á vinstri kantinum, bæði vængmaðurinn og bakvörðurinn voru alveg furðulega hraðir. Það er þeirra helsta ógn en við þurfum bara að verjast vel, stoppa hlaupin og fyrirgjafirnar.“ Oliver var sammála þjálfurum sínum og segir Malisheva hafa komið aðeins á óvart í fyrri leiknum, en Víkingar séu með betri menn í öllum stöðum og ættu að geta haft góða stjórn í kvöld. „Það er mjög erfitt að greina leikstílinn. Leikurinn sem við sáum hjá þeim þegar við vorum að undirbúa okkur voru töluvert öðruvísi en leikurinn sem við spiluðum síðan á móti þeim. Í deildinni halda þeir boltanum vel og flest lið leggjast langt niður til að verjast. Þeir vilja spila en við erum með betri menn í öllum stöðum, gæðalega séð. Þannig að við ættum, sérstaklega á okkar heimavelli, að geta haft góða stjórn á leiknum.“ Viðtal við Oliver Ekroth, fyrirliða Víkings, má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni leikur Víkings gegn Malisheva fer svo fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá 18:35.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Sjá meira