Enski boltinn

Liverpool til­búið að slá metið aftur

Ágúst Orri Arnarson skrifar
 Alexander Isak hefur skorað 62 mörk í 109 leikjum fyrir Newcastle og spilaði stórkostlega vel á síðasta tímabili.
Alexander Isak hefur skorað 62 mörk í 109 leikjum fyrir Newcastle og spilaði stórkostlega vel á síðasta tímabili. Serena Taylor/Newcastle United via Getty Images

Liverpool hefur sett sig í samband við Newcastle varðandi kaup á sænska framherjanum Alexander Isak og er tilbúið að slá félagaskiptametið í annað sinn í sumar.

Formlegt tilboð hefur ekki verið lagt fram, en Liverpool hefur látið Newcastle vita að félagið sé tilbúið að kaupa Isak fyrir 120 milljónir punda, samkvæmt David Ornstein hjá The Athletic.

Liverpool hefur lengi haft áhuga á Isak en er einnig með augastað á Hugo Ekitike, frönskum framherja Eintracht Frankfurt. en líkt og með Isak hefur formlegt tilboð ekki verið lagt fram. Þá hefur Newcastle einnig áhuga á Ekitike og sér fyrir sér að spila honum með Isak á næsta tímabili. 

Ef Liverpool kaupir Isak á 120 milljónir punda yrði það í annað sinn í sumar sem félagið slær félagaskiptametið. Florian Wirtz var keyptur fyrr í sumar frá Bayer Leverkusen fyrir hátt í 116 milljónir punda með bónusgreiðslum.

Framherjamálin eru á viðkvæmu stigi hjá Liverpool eftir óvænt andlát Diogo Jota, en ljóst er að liðið þarf að styrkja framlínuna.

Bæði vegna andláts hans en líka vegna þess að Darwin Nunez og Luis Diaz virðast vera á förum frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×