Handbolti

Ást­hildur skoraði á­tján mörk í stór­sigri ís­lensku stelpnanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valskonan Ásthildur Þórhallsdóttir var frábær í dag.
Valskonan Ásthildur Þórhallsdóttir var frábær í dag. Valur

Íslenska nítján ára landsliðið í handbolta spilar um þrettánda til sextánda sæti á Evrópumóti U19 en það var ljóst eftir stórsigur á Norður Makedóníu í Svartfjallalandi í dag.

Íslensku stelpurnar unnu á endanum með 22 marka mun, 48-26, eftir að hafa verið fjórtán mörkum yfir í hálfleik, 21-7.

Þetta var frábær leikur hjá stelpunum en enginn lék þá betur en Valskonan Ásthildur Þórhallsdóttir.

Ásthildur skoraði átján mörk úr 23 skotum í leiknum. Bergrós Ásta Guðmundsdóttir nýtti öll átta skotin sín og Arna Karítas Eiríksdóttir var með átta mörk úr tíu skotum.

Íslenska liðið var komið í 7-2 í upphafi leiks og þá var Ásthildur þegar komin með fjögur mörk úr fjórum skotum.

Íslensku stelpurnar tryggði sér annað sætið í milliriðlinum, náði ekki að komast í baráttuna um níunda til tólfta sæti en geta enn náð þrettánda sætinu.

Undanúrslitin í baráttunni um þrettánda til sextánda sæti fara fram 18. júlí og íslensku stelpurnar fá því nokkra daga í frí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×