Enski boltinn

Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Haaland bregður á leik með Englandsbikarinn þegar Manchester City vann þrennuna fyrir tveimur árum síðan.
Erling Haaland bregður á leik með Englandsbikarinn þegar Manchester City vann þrennuna fyrir tveimur árum síðan. Getty/Charlotte Tattersall

Manchester City hefur gengið frá nýjum búningasamningi við þýska íþróttavöruframleiðandann Puma og verður áfram í búningum frá þeim næsta áratuginn.

Samningurinn er til ársins 2035 og City fær fyrir það einn milljarð punda eða 165 milljarð króna.

Þetta er nýtt met yfir stærstan búningasamninginn hjá liði í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

City tekur metið af Manchester United sem fékk níu hundruð milljón pund frá Adidas fyrir tíu ára samning árið 2023.

Manchester City hefur spilað í Puma frá árinu 2019 og á þeim tíma hefur félagið orðið sex sinnum Englandsmeistari. City fékk áður 65 milljón pund á ári en fær nú hundrað milljón pund á ári.

Puma er í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands en einnig við félög eins og Melbourne City, Girona, Palermo og Mumbai City sem eru öll hluti af City samsteypunni.

KSÍ framlengdi samning sinn við íþróttavöruframleiðandann Puma árið 2024 og munu landslið Íslands í knattspyrnu leika í Puma-búningum til ársins 2030.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×