Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. júlí 2025 20:00 Vaka Agnarsdóttir tónlistarundur er viðmælandi í Tískutali. Aðsend „Þegar ég var yngri var ég mun ævintýragjarnari en núna,“ segir tónlistarkonan Vaka Agnarsdóttir sem hefur vakið mikla athygli sem söngkona sveitarinnar Inspector Spacetime. Vaka eyðir ekki miklum tíma í að spá í tískuna og velur alltaf þægindi fram yfir annað en er með einstakan og ofurtöff stíl. Vaka ræddi við blaðamann um klæðaburð og tískuna. Vaka er með magnaða framkomu á sviði!Thora Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það er skemmtilegt hversu persónuleg og margvísleg tískan getur verið. Hvernig fólk ber sig í fötum sem þeim finnst flott og fara þeim vel. Hvernig fólk tjáir sig með fötunum sínum. Vaka elskar persónuleika og fjölbreytileika tískunnar.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín var nýlega að skemmast og ég er frekar sár yfir því. Ég átti þröngan, röndóttan, síðerma bol frá COS sem passaði fullkomlega á mig og ég klæddist honum ítrekað, sem varð bolnum að bana að lokum. Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég eyði mestum tíma í að velja mér föt til þess að spila í en ég enda oftast á því að velja eitthvað sem mér þykir þægilegt að hreyfa mig í. Inspector Spacetime er á stöðugri hreyfingu á sviði!Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi lýsa stílnum mínum sem einföldum og þæginlegum. Þægindi eru í fyrirrúmi hjá Vöku sem klæðir sig líka vel á veturna. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Þegar ég var yngri var ég mun ævintýragjarnari en núna þegar ég kaupi föt. Núna er ég vissari með smekkinn minn og er lítið að kaupa föt ef ég veit ekki hvort þau muni klæða mig vel. Ég er samt hægt og rólega að reyna að koma mér aftur í gír að prófa mig áfram með stílinn minn. Töffararnir í Inspector Spacetime. Vaka segist hægt og rólega vera að komast í gírinn aftur að þróa stílinn sinn.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Eins og stendur, nei ekkert sérstaklega. Ég klæði mig í sömu flíkurnar ítrekað. Í fullkomnum heimi væri ég eins og teiknimyndapersóna sem fengi alltaf að vera í sömu fötunum. View this post on Instagram A post shared by Vaka Agnarsdóttir (@vakaagnars) Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði? Þægindi og flottir litir skipta mér miklu máli í klæðaburði. Það skiptir mér líka miklu máli að velja mér föt úr endingargóðu efni. Þegar ég kaupi föt sem ég fíla nota ég þau vanalega þangað til að þau molna af mér. Vaka er ekkert að ofhugsa klæðaburðinn og er alltaf smart. Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég veit ekki hvort ég sæki innblástur eitthvert sérstakt, ég reyni bara að púsla saman flíkum sem mér finnst flott og vona það besta. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég klæðist ekki stuttbuxum. Það er mitt eina bann. Þú finnur þessa skvísu ólíklega í stuttbuxum.Aðsend Hvað finnst þér heitast fyrir sumarið? Rendur eða einhverskonar mynstur! Flest allir bolir sem ég hef keypt nýlega hafa verið röndóttir. View this post on Instagram A post shared by Vaka Agnarsdóttir (@vakaagnars) Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Klæddu þig í það sem þér finnst flott. Hér má fylgjast með Vöku á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Vaka ræddi við blaðamann um klæðaburð og tískuna. Vaka er með magnaða framkomu á sviði!Thora Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það er skemmtilegt hversu persónuleg og margvísleg tískan getur verið. Hvernig fólk ber sig í fötum sem þeim finnst flott og fara þeim vel. Hvernig fólk tjáir sig með fötunum sínum. Vaka elskar persónuleika og fjölbreytileika tískunnar.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín var nýlega að skemmast og ég er frekar sár yfir því. Ég átti þröngan, röndóttan, síðerma bol frá COS sem passaði fullkomlega á mig og ég klæddist honum ítrekað, sem varð bolnum að bana að lokum. Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég eyði mestum tíma í að velja mér föt til þess að spila í en ég enda oftast á því að velja eitthvað sem mér þykir þægilegt að hreyfa mig í. Inspector Spacetime er á stöðugri hreyfingu á sviði!Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi lýsa stílnum mínum sem einföldum og þæginlegum. Þægindi eru í fyrirrúmi hjá Vöku sem klæðir sig líka vel á veturna. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Þegar ég var yngri var ég mun ævintýragjarnari en núna þegar ég kaupi föt. Núna er ég vissari með smekkinn minn og er lítið að kaupa föt ef ég veit ekki hvort þau muni klæða mig vel. Ég er samt hægt og rólega að reyna að koma mér aftur í gír að prófa mig áfram með stílinn minn. Töffararnir í Inspector Spacetime. Vaka segist hægt og rólega vera að komast í gírinn aftur að þróa stílinn sinn.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Eins og stendur, nei ekkert sérstaklega. Ég klæði mig í sömu flíkurnar ítrekað. Í fullkomnum heimi væri ég eins og teiknimyndapersóna sem fengi alltaf að vera í sömu fötunum. View this post on Instagram A post shared by Vaka Agnarsdóttir (@vakaagnars) Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði? Þægindi og flottir litir skipta mér miklu máli í klæðaburði. Það skiptir mér líka miklu máli að velja mér föt úr endingargóðu efni. Þegar ég kaupi föt sem ég fíla nota ég þau vanalega þangað til að þau molna af mér. Vaka er ekkert að ofhugsa klæðaburðinn og er alltaf smart. Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég veit ekki hvort ég sæki innblástur eitthvert sérstakt, ég reyni bara að púsla saman flíkum sem mér finnst flott og vona það besta. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég klæðist ekki stuttbuxum. Það er mitt eina bann. Þú finnur þessa skvísu ólíklega í stuttbuxum.Aðsend Hvað finnst þér heitast fyrir sumarið? Rendur eða einhverskonar mynstur! Flest allir bolir sem ég hef keypt nýlega hafa verið röndóttir. View this post on Instagram A post shared by Vaka Agnarsdóttir (@vakaagnars) Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Klæddu þig í það sem þér finnst flott. Hér má fylgjast með Vöku á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira