Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Magnús Jochum Pálsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 12. júlí 2025 22:30 Börnin eru kampakát á sumarnámskeiðinu í Hússtjórnarskólanum. Þrátt fyrir að hefðbundið skólastarf sé ekki í gangi í Hússtjórnarskólanum yfir sumartímann er nóg um að vera í skólanum um þessar mundir þar sem börnum er kennt að sauma út, baka og elda. Fréttastofa kíkti við í Hússtjórnarskólann við Sólvallagötu þar sem ungir krakkar eru á námskeiði þar sem þau læra meðal annars að sauma út, baka og elda. Hugmynd að námskeiðum barna í skólanum vaknaði árið 2023 og fóru fyrstu námskeiðin fram ári seinna. Námskeiðin eru fyrir börn á öllum aldri og segir umsjónarmaður að áhuginn sé mikill. „Við leggjum aðaláherslu á matreiðsluna og handavinnu og það er mismunandi handavinna eftir aldri. Við reynum að miða þetta að því sem er áhugi fyrir,“ segir Kristín Lára Torfadóttir, Hún segir mikilvægt að halda gildum Hússtjórnarskólans á lofti. „Mér finnst það algjörlega og ég elska að vinna hérna. Það er alltaf æðisleg stemning og börnunum finnst gaman og mér finnst þetta góð gildi sem vert er að kenna,“ segir Kristín. „Allt gaman“ Þegar fréttastofa kíkti í heimsókn voru nemendur úr yngsta hópi í óðaönn að sauma. Fyrr um morguninn höfðu þau verið í eldhúsinu. „Við erum búin að læra til dæmis að sauma, elda og taka til,“ segir Sólveig. Hvað finnst þér skemmtilegast af þessu öllu? „Mér finnst bara allt, mér finnst bara allt gaman,“ segir Katrín. Krakkarnir sauma út. Strákarnir voru ekki síður áhugasamir og munaði ekki um að segja frá matreiðslunni á sama tíma og þeir saumuðu. „Stundum þá er einhver matur eins og í dag þá vorum við að gera kjötbollur og skinkuhorn. Okkar hópur var að gera kjötbollur og hinn hópurinn var að gera skinkuhorn,“ segir Kári Berg. Strákunum finnst gaman að sauma. Eruð þið svolítið góðir bakarar? „Já, við erum alveg dálítið góðir,“ segja Kári Berg og Birnir Blær í kór. Fréttamaður fékk svo kennslustund í saumaskap en stelpurnar voru ekki alveg sannfærðar um hæfileikana og fannst hann heldur hægur. „Svo telur þú bara hérna, einn tveir og stingur bara þar ofan í. Þá ertu komin með kross.“ Börn og uppeldi Frístund barna Skóla- og menntamál Krakkar Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Fréttastofa kíkti við í Hússtjórnarskólann við Sólvallagötu þar sem ungir krakkar eru á námskeiði þar sem þau læra meðal annars að sauma út, baka og elda. Hugmynd að námskeiðum barna í skólanum vaknaði árið 2023 og fóru fyrstu námskeiðin fram ári seinna. Námskeiðin eru fyrir börn á öllum aldri og segir umsjónarmaður að áhuginn sé mikill. „Við leggjum aðaláherslu á matreiðsluna og handavinnu og það er mismunandi handavinna eftir aldri. Við reynum að miða þetta að því sem er áhugi fyrir,“ segir Kristín Lára Torfadóttir, Hún segir mikilvægt að halda gildum Hússtjórnarskólans á lofti. „Mér finnst það algjörlega og ég elska að vinna hérna. Það er alltaf æðisleg stemning og börnunum finnst gaman og mér finnst þetta góð gildi sem vert er að kenna,“ segir Kristín. „Allt gaman“ Þegar fréttastofa kíkti í heimsókn voru nemendur úr yngsta hópi í óðaönn að sauma. Fyrr um morguninn höfðu þau verið í eldhúsinu. „Við erum búin að læra til dæmis að sauma, elda og taka til,“ segir Sólveig. Hvað finnst þér skemmtilegast af þessu öllu? „Mér finnst bara allt, mér finnst bara allt gaman,“ segir Katrín. Krakkarnir sauma út. Strákarnir voru ekki síður áhugasamir og munaði ekki um að segja frá matreiðslunni á sama tíma og þeir saumuðu. „Stundum þá er einhver matur eins og í dag þá vorum við að gera kjötbollur og skinkuhorn. Okkar hópur var að gera kjötbollur og hinn hópurinn var að gera skinkuhorn,“ segir Kári Berg. Strákunum finnst gaman að sauma. Eruð þið svolítið góðir bakarar? „Já, við erum alveg dálítið góðir,“ segja Kári Berg og Birnir Blær í kór. Fréttamaður fékk svo kennslustund í saumaskap en stelpurnar voru ekki alveg sannfærðar um hæfileikana og fannst hann heldur hægur. „Svo telur þú bara hérna, einn tveir og stingur bara þar ofan í. Þá ertu komin með kross.“
Börn og uppeldi Frístund barna Skóla- og menntamál Krakkar Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“