Lífið

Um­boðs­maður Jenner lést af slys­förum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sophia Hutchins lést af slysförum skammt frá heimilki Caitlyn Jenner.
Sophia Hutchins lést af slysförum skammt frá heimilki Caitlyn Jenner. Getty/Steve Granitz/WireImage.

Hin 29 ára gamla Sophia Hutchins, umboðsmaður og nán vinkona Caitlyn Jenner, lést í fjórhjólaslysi skammt frá heimili Jenner í Malibu í Kaliforníu síðastliðinn miðvikudag. Ekki liggur fyrir hvar Jenner var stödd þegar slysið átti sér stað.

Samkvæmt bandaríska slúðurmiðlinum TMZ varð slysið þegar fjórhjólið sem Hutchins ók lenti í árekstri við bifreið. Við áreksturinn féll Hutchins og fjórhjólið niður um rúmlega hundrað metra djúpa gjá. Farþegar bifreiðarinnar sluppu ómeiddir. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang var Hutchins úrskurðuð látin á staðnum.

Getty/John Shearer

Jenner veitti henni innblástur

Hutchins starfaði sem umboðsmaður Jenner frá árinu 2017. Að auki var hún frumkvöðull og framkvæmdastjóri snyrtivörumerkisins Lumasol SPF. Hún gegndi einnig starfi framkvæmdastjóra hjá Caitlyn Jenner Foundation, samtökum sem berjast fyrir réttindum LGBTQ-samfélagsins.

Jenner og Hutchins kynntust árið 2015 og urðu fljótt mjög nánar vinkonur, auk þess að búa saman um tíma. Þrátt fyrir mikla fjölmiðlaumfjöllun um samband þeirra höfðu þær báðar staðfest að um einungis vináttu væri að ræða.

Hutchins starfaði sem umboðsmaður Jenner frá árinu 2017. Árið 2018 gekkst Hutchins undir kynleiðréttingu, en hún hefur sagt að Jenner, sem sjálf kom opinberlega út sem transkona árið 2015, hafi veitt henni mikinn innblástur til að stíga þetta mikilvæga skref.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.