Lífið

Ætla að synda frá Elliðaey til Heima­eyjar

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Pétur (t.h.) og Héðinn Karl, sem ætla að synda góðan spotta í sjónum laugardaginn 5. júlí. Sundið hefst klukkan 11:00.
Pétur (t.h.) og Héðinn Karl, sem ætla að synda góðan spotta í sjónum laugardaginn 5. júlí. Sundið hefst klukkan 11:00. Aðsend

Félagarnir Pétur Eyjólfsson og Héðinn Karl Magnússon í Vestmannaeyjum ætla að synda saman  laugardaginn 5. júlí í sjónum frá Elliðaey og taka land við veitingastaðinn Tangann í Heimey, í Vestmannaeyjum. Sundið hefst kl 11:00 og mun væntanlega ljúka á milli 13:30 og 14:00.

Bátur mun fylgja þeim félögum en sundið er til minningar um Margréti Þorsteinsdóttur og til styrktar Ljónshjarta, sem eru samtök til stuðning við yngra fólk, sem misst hefur misst maka og börn þeirra. Samtökin voru stofnuð í nóvember 2013.

Margir munu eflaust fylgjast með sundi félaganna frá Elliðaey til Heimaeyjar á laugardaginn.Aðsend

Fyrir þau sem vilja leggja málefninu lið er reikningurinn 0511-14-079995 og kennitalan er  050476-5109

Heimasíða Ljónshjarta






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.