Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2025 17:00 Diogo Jota vann bikar með Cristiano Ronaldo í síðasta leik sínum á ferlinum sem var úrslitaleikur Þjóðadeildar UEFA. Getty/Jose Breton Diogo Jota, leikmaður Liverpool, lést í nótt ásamt bróður sínum eftir að þeir lentu í bílslysi á Spáni. Nú vitum við meira um hvað þeir voru að gera og hvert þeir voru að fara. Bílslysið varð í kringum hálffeitt að staðartíma eða um hálf ellefu að íslenskum tíma í gærkvöldi. Bræðurnir óku saman Lamborghini bíl og voru að taka fram úr öðrum bíl þegar dekk sprakk á bílnum. Þeir misstu stjórn á bílnum og hann fór út af veginum. Það kviknaði strax í bílnum og hann brann á augabragði. Jota var nýbúinn að gangast undir lítils háttar skurðaðgerð og læknir hans mældi með því að hann myndi ekki fljúga til Englands. Jota þurfti samt sem áður að komast aftur til Liverpool áður en undirbúningstímabilið færi af stað. Þeir bræður ákváðu því að keyra þangað sem Jota gæti tekið ferjuna til Englands. Liverpool byrjar æfingar á mánudaginn kemur og fyrsti undirbúningsleikurinn er fyrirhugaður gegn Preston North End sunnudaginn 13. júlí. Stuðningsmenn Liverpool hafa safnast saman fyrir utan Anfield til að minnast portúgalska framherjans. Þar mátti líka sjá stuðningsmann nágrannaliðsins og erkifjendanna í Everton mæta með blóm. Sumir hafa beðið Liverpool um að leggja númerinu tuttugu til minningar um Jota þannig að hann verði sá síðasti til að klæðast treyju með því númeri fyrir þá rauðklæddu. Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool og sá sem keypti Jota frá Úlfunum, er einn af þeim sem hafa skrifað hjartnæm minningarorð um leikmanninn. Cristiano Ronaldo er annar. Fjölmargir samherjar, mótherjar, félög og knattspyrnusambönd hafa minnst hans. Liverpool hefur einnig stofnað minningarbók um Jota. Það er bæði hægt að minnast Jota með því að skrifa í bókina á Anfield en eins verður stafræn minningarbók stofnuð á netinu fyrir þau sem komast ekki á staðinn. Mínútuþögn verður fyrir leiki dagsins á Evrópumóti kvenna til minningar um bræðurna. Jota giftist æskuást sinni fyrir aðeins tveimur vikum en þau eiga þrjú lítil börn saman. Hann lyfti bæði bikar í síðasta leik sínum með Liverpool (enski meistaratitilinn) og í síðasta leik sínum með portúgalska landsliðinu (Þjóðadeild UEFA). View this post on Instagram A post shared by The Football VAR (@foot.var) Enski boltinn Andlát Diogo Jota Spánn Portúgal Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Bílslysið varð í kringum hálffeitt að staðartíma eða um hálf ellefu að íslenskum tíma í gærkvöldi. Bræðurnir óku saman Lamborghini bíl og voru að taka fram úr öðrum bíl þegar dekk sprakk á bílnum. Þeir misstu stjórn á bílnum og hann fór út af veginum. Það kviknaði strax í bílnum og hann brann á augabragði. Jota var nýbúinn að gangast undir lítils háttar skurðaðgerð og læknir hans mældi með því að hann myndi ekki fljúga til Englands. Jota þurfti samt sem áður að komast aftur til Liverpool áður en undirbúningstímabilið færi af stað. Þeir bræður ákváðu því að keyra þangað sem Jota gæti tekið ferjuna til Englands. Liverpool byrjar æfingar á mánudaginn kemur og fyrsti undirbúningsleikurinn er fyrirhugaður gegn Preston North End sunnudaginn 13. júlí. Stuðningsmenn Liverpool hafa safnast saman fyrir utan Anfield til að minnast portúgalska framherjans. Þar mátti líka sjá stuðningsmann nágrannaliðsins og erkifjendanna í Everton mæta með blóm. Sumir hafa beðið Liverpool um að leggja númerinu tuttugu til minningar um Jota þannig að hann verði sá síðasti til að klæðast treyju með því númeri fyrir þá rauðklæddu. Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool og sá sem keypti Jota frá Úlfunum, er einn af þeim sem hafa skrifað hjartnæm minningarorð um leikmanninn. Cristiano Ronaldo er annar. Fjölmargir samherjar, mótherjar, félög og knattspyrnusambönd hafa minnst hans. Liverpool hefur einnig stofnað minningarbók um Jota. Það er bæði hægt að minnast Jota með því að skrifa í bókina á Anfield en eins verður stafræn minningarbók stofnuð á netinu fyrir þau sem komast ekki á staðinn. Mínútuþögn verður fyrir leiki dagsins á Evrópumóti kvenna til minningar um bræðurna. Jota giftist æskuást sinni fyrir aðeins tveimur vikum en þau eiga þrjú lítil börn saman. Hann lyfti bæði bikar í síðasta leik sínum með Liverpool (enski meistaratitilinn) og í síðasta leik sínum með portúgalska landsliðinu (Þjóðadeild UEFA). View this post on Instagram A post shared by The Football VAR (@foot.var)
Enski boltinn Andlát Diogo Jota Spánn Portúgal Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira