„Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. júlí 2025 09:01 Silla sýnir lesendum Vísis hina hliðina. „Ég hef einstakan sannfæringarkraft – ég get sannfært ótrúlegustu manneskjur um allskonar hluti,“ segir Sigurlaug Dröfn Bjarnardóttir, snyrtivörudrottning og stofnandi Reykjavík Makeup School, kímin þegar hún er spurð hvort hún búi yfir einhverjum leyndum hæfileikum. Silla, eins og hún er jafnan kölluð, stofnaði förðunarskólann Reykjavík Makeup School árið 2013 ásamt Söru Dögg Johansen. Kaflaskil urðu í lífi hennar árið 2022 þegar þær seldu skólann og hún snéri sér að eigin rekstri. Í dag rekur hún snyrtivöruheildsöluna SD Iceland. Sigurlaug Dröfn sýnir lesendum Vísis hina hliðina. Fullt nafn? Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir, alltaf kölluð Silla. Aldur? 43 ára. Starf? Ég er með eigin heildsölu með snyrtivörur sem heitir SD Iceland. Fjölskylduhagir? Ég er gift og á þrjú börn, eina stelpu og tvo stráka. Lífið og tilveran Lýstu sjálfri þér í þremur orðum: Ábyrg, traust og umhyggjusöm. Kannski vantar að nefna hávær líka. Hvað er á döfinni? Sumarfrí, ferðalög, smá framkvæmdir heima og alls konar skemmtilegir hittingar með fjölskyldu og vinum. Þín mesta gæfa í lífinu? Það er auðvitað börnin mín þrjú, maðurinn minn, fjölskyldan mín, tengdafjölskylda og vinir. Hvar sérðu þig fyrir þér eftir 10 ár?Ég held að ég verði bara á svipuðum stað og ég er í dag – umkringd skemmtilegu fólki, vonandi við góða heilsu og að gera það sem mér finnst skemmtilegt. Og já, vonandi byrjuð að spila golf! Er eitthvað sérstakt sem þig langar að upplifa áður en þú deyrð?Já, mig langar að fara til Singapore, ég held það sé magnað, og það er klárlega á to-do listanum mínum. Ég vil sjá börnin mín fullorðnast og vonandi eignast barnabörn einn daginn. Besta heilræði sem þú hefur fengið?Ætli það sé ekki „komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig“ og „þú getur allt sem þú ætlar þér” Þau hefur hvatt mig áfram í hinum ýmsu verkefnum og kennt mér mikilvægi góðra samskipta. Hvað hefur mótað þig mest í lífinu?Það er margt sem hefur mótað mig. Ég starfaði í banka í mörg ár, sem veitti mér traustan grunn út í lífið og hafði mikil áhrif á mig. Árið 2013 stofnaði ég Reykjavik Makeup School ásamt einni af mínum bestu vinkonum. Þetta varð til þess að allt breyttist – þó verkefnið hafi verið krefjandi í upphafi, náðum við fljótlega að byggja upp stærsta förðunarskóla landsins. Þetta var ótrúlegt ævintýri sem ég mun aldrei gleyma og hafði djúpstæð áhrif á mig. Og svo er það móðurhlutverkið – bæði skemmtilegt og krefjandi – sem hefur kennt mér ómetanlegar lexíur og gefið lífinu dýpri merkingu. Hvað gerir þú til að endurhlaða batteríin?Það er misjafnt en ég fer kannski í nudd, langt bað, skrúbba mig, set á mig maska, tek langt spjall við vini mína. En svo fer ég til útlanda ef ég þarf extra hleðslu. Hvert er þitt stærsta afrek?Börnin mín. Lífið í litlu hlutunum Hver er uppskriftin að draumasunnudegi?Sunnudagar hjá mér eru yfirleitt kósý heimadagar með fjölskyldunni. Við gerum eitthvað saman – förum út, spilum, eða höfum það bara notalegt heima og endum oft daginn á góðu matarboði. Það er rólegt og notalegt. Ég elska samt líka þegar okkur er boðið í barnaafmæli, mér finnst það ekkert eðlilega skemmtilegt, maður hittir fullt af fólki og börnin leika saman. Fyrir mér mættu vera barnaafmæli allar helgar. Drauma laugardagur, aftur á móti, myndi líta svona út: sofa aðeins lengur, veðrið væri bjart og sólríkt, ég myndi græja mig og fara í brunch með manninum mínum og vinum í bænum. Síðan færum við í happy hour og myndum enda kvöldið á einhverjum geggjuðum veitingastað. Var það ekki einmitt spurningin, drauma laugardagur og sunnudagur? Hver er þinn uppáhalds staður á heimilinu?Þeir eru nokkrir, makeup- og fataherbergið mitt, stofan og garðurinn. Hvað er fallegasti staður á Íslandi? Af þeim stöðum sem ég hef komið á myndi ég segja að Þórsmörk, Reynisfjara og Jökulsárlón séu í uppáhaldi hjá mér. Ég kom líka til Siglufjarðar fyrir um fjórum árum og fannst það alveg æði, auk þess sem Seyðisfjörður er mjög fallegur staður. Ég verð þó að viðurkenna að ég hef ekki verið mjög dugleg að ferðast innanlands og þarf að gera betur þar. En úti í heimi?Ég held að fallegasti staðurinn sem ég hef komið á sé Santorini, en Dubai, Marbella og London eru líka klárlega uppáhaldsstaðirnir mínir. Ég er líka ein af þeim sem elska að ferðast til Tenerife á veturna – það tekur bara um fimm klukkustundir að fljúga þangað og maður er kominn í betra veður. Venjur og vellíðan Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar á morgnana?Ég vek börnin og bursta svo tennurnar. Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa?Svona oftast stilli ég vekjaraklukkuna, skrolla aðeins í símanum og set hann svo í hleðslu. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Draumurinn var alltaf að verða gullsmiður, og hann blundar ennþá að einhverju leyti í mér. Mannstu hvenær þú grétst síðast og af hverju? Já, það er kannski frekar væmið, en ég man það mjög vel – það var í maí síðastliðnum þegar dóttir mín stóð upp á sviði og útskrifaðist sem stúdent. Það voru gleðitár sem ég réði ekki við. Ertu morgun eða kvöldmanneskja?Ég er klárlega bæði; fer seint að sofa og vakna snemma ,ég má ekki missa af neinu! Hver er þinn helsti kostur? Ég er mjög metnaðarfull og ábyrg. En ókostur? óþolinmóð! Það þarf allt að gerast strax. Svo tala ég mikið, fólk sleppur ekki auðveldlega frá mér. Uppáhalds maturinn þinn? Góður fiskur á veitingastað er það besta, en ég elska líka sushi og nautakjöt. Ekki með Bernaise, samt! Svo elska ég kóríander og hrásalat. En það er frekar erfitt að bjóða mér í mat þar sem ég hata allan lauk og hvítlauk. Hvað veitir þér innblástur? Instagram aðallega, vinkonur mínar og umhverfið hverju sinni. Smá skemmtilegt í lokin Hvaða tungumál talar þú? Íslensku og ensku, og langar mjög mikið að læra spænsku. Áttu einhvern leyndan hæfileika? Ég hef einstakan sannfæringarkraft, ég get sannfært hið ótrúlegasta fólk um allskonar. Ef þú hefðir einn ofurkraft, hver væri hann?Ég væri til i að geta galdrað. Draumabíllinn þinn?Bíllinn minn! Hælar eða strigaskór?Strigaskór! En alltaf hælar ef ég er að fara eitthvað fínt. Manstu eftir fyrsta kossinum þínum?Já ég man hann- en no comment samt. Er eitthvað sem þú óttast? Ég er mjög lífshrædd og óttast alveg frekar margt eins og sjóinn, stóra hunda og geitunga. Ég hef gert mig að fífli í alls konar aðstæðum vegna geitunga, ég hleyp í hringi og eiginlega öskra ef þeir koma nálægt mér. Hvað ertu að hámhorfa á núna?Ég horfi lítið á sjónvarp almennt, en það síðasta sem ég horfði á var Love Island All Stars og íslensku spennuþættina Reykjavík 112. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn?Ég er algjör alæta á tónlist, allt frá gömlum íslenskum lögum upp í rapp, ABBA og danstónlist! Þetta er eiginlega erfiðasta spurningin því það eru svo mörg lög, en segjum bara Týnda kynslóðin með Bjartmari Guðlaugssyni. Það kemur mér alltaf í gírinn – kannski af því mér finnst svo gaman að fara á ball, hver veit. Annars er Birnir á repeat í bílnum þessa dagana. Hin hliðin Hár og förðun Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Hundar í sokkabuxum Harmageddon Omam gerir góðverk Lífið Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Silla, eins og hún er jafnan kölluð, stofnaði förðunarskólann Reykjavík Makeup School árið 2013 ásamt Söru Dögg Johansen. Kaflaskil urðu í lífi hennar árið 2022 þegar þær seldu skólann og hún snéri sér að eigin rekstri. Í dag rekur hún snyrtivöruheildsöluna SD Iceland. Sigurlaug Dröfn sýnir lesendum Vísis hina hliðina. Fullt nafn? Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir, alltaf kölluð Silla. Aldur? 43 ára. Starf? Ég er með eigin heildsölu með snyrtivörur sem heitir SD Iceland. Fjölskylduhagir? Ég er gift og á þrjú börn, eina stelpu og tvo stráka. Lífið og tilveran Lýstu sjálfri þér í þremur orðum: Ábyrg, traust og umhyggjusöm. Kannski vantar að nefna hávær líka. Hvað er á döfinni? Sumarfrí, ferðalög, smá framkvæmdir heima og alls konar skemmtilegir hittingar með fjölskyldu og vinum. Þín mesta gæfa í lífinu? Það er auðvitað börnin mín þrjú, maðurinn minn, fjölskyldan mín, tengdafjölskylda og vinir. Hvar sérðu þig fyrir þér eftir 10 ár?Ég held að ég verði bara á svipuðum stað og ég er í dag – umkringd skemmtilegu fólki, vonandi við góða heilsu og að gera það sem mér finnst skemmtilegt. Og já, vonandi byrjuð að spila golf! Er eitthvað sérstakt sem þig langar að upplifa áður en þú deyrð?Já, mig langar að fara til Singapore, ég held það sé magnað, og það er klárlega á to-do listanum mínum. Ég vil sjá börnin mín fullorðnast og vonandi eignast barnabörn einn daginn. Besta heilræði sem þú hefur fengið?Ætli það sé ekki „komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig“ og „þú getur allt sem þú ætlar þér” Þau hefur hvatt mig áfram í hinum ýmsu verkefnum og kennt mér mikilvægi góðra samskipta. Hvað hefur mótað þig mest í lífinu?Það er margt sem hefur mótað mig. Ég starfaði í banka í mörg ár, sem veitti mér traustan grunn út í lífið og hafði mikil áhrif á mig. Árið 2013 stofnaði ég Reykjavik Makeup School ásamt einni af mínum bestu vinkonum. Þetta varð til þess að allt breyttist – þó verkefnið hafi verið krefjandi í upphafi, náðum við fljótlega að byggja upp stærsta förðunarskóla landsins. Þetta var ótrúlegt ævintýri sem ég mun aldrei gleyma og hafði djúpstæð áhrif á mig. Og svo er það móðurhlutverkið – bæði skemmtilegt og krefjandi – sem hefur kennt mér ómetanlegar lexíur og gefið lífinu dýpri merkingu. Hvað gerir þú til að endurhlaða batteríin?Það er misjafnt en ég fer kannski í nudd, langt bað, skrúbba mig, set á mig maska, tek langt spjall við vini mína. En svo fer ég til útlanda ef ég þarf extra hleðslu. Hvert er þitt stærsta afrek?Börnin mín. Lífið í litlu hlutunum Hver er uppskriftin að draumasunnudegi?Sunnudagar hjá mér eru yfirleitt kósý heimadagar með fjölskyldunni. Við gerum eitthvað saman – förum út, spilum, eða höfum það bara notalegt heima og endum oft daginn á góðu matarboði. Það er rólegt og notalegt. Ég elska samt líka þegar okkur er boðið í barnaafmæli, mér finnst það ekkert eðlilega skemmtilegt, maður hittir fullt af fólki og börnin leika saman. Fyrir mér mættu vera barnaafmæli allar helgar. Drauma laugardagur, aftur á móti, myndi líta svona út: sofa aðeins lengur, veðrið væri bjart og sólríkt, ég myndi græja mig og fara í brunch með manninum mínum og vinum í bænum. Síðan færum við í happy hour og myndum enda kvöldið á einhverjum geggjuðum veitingastað. Var það ekki einmitt spurningin, drauma laugardagur og sunnudagur? Hver er þinn uppáhalds staður á heimilinu?Þeir eru nokkrir, makeup- og fataherbergið mitt, stofan og garðurinn. Hvað er fallegasti staður á Íslandi? Af þeim stöðum sem ég hef komið á myndi ég segja að Þórsmörk, Reynisfjara og Jökulsárlón séu í uppáhaldi hjá mér. Ég kom líka til Siglufjarðar fyrir um fjórum árum og fannst það alveg æði, auk þess sem Seyðisfjörður er mjög fallegur staður. Ég verð þó að viðurkenna að ég hef ekki verið mjög dugleg að ferðast innanlands og þarf að gera betur þar. En úti í heimi?Ég held að fallegasti staðurinn sem ég hef komið á sé Santorini, en Dubai, Marbella og London eru líka klárlega uppáhaldsstaðirnir mínir. Ég er líka ein af þeim sem elska að ferðast til Tenerife á veturna – það tekur bara um fimm klukkustundir að fljúga þangað og maður er kominn í betra veður. Venjur og vellíðan Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar á morgnana?Ég vek börnin og bursta svo tennurnar. Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa?Svona oftast stilli ég vekjaraklukkuna, skrolla aðeins í símanum og set hann svo í hleðslu. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Draumurinn var alltaf að verða gullsmiður, og hann blundar ennþá að einhverju leyti í mér. Mannstu hvenær þú grétst síðast og af hverju? Já, það er kannski frekar væmið, en ég man það mjög vel – það var í maí síðastliðnum þegar dóttir mín stóð upp á sviði og útskrifaðist sem stúdent. Það voru gleðitár sem ég réði ekki við. Ertu morgun eða kvöldmanneskja?Ég er klárlega bæði; fer seint að sofa og vakna snemma ,ég má ekki missa af neinu! Hver er þinn helsti kostur? Ég er mjög metnaðarfull og ábyrg. En ókostur? óþolinmóð! Það þarf allt að gerast strax. Svo tala ég mikið, fólk sleppur ekki auðveldlega frá mér. Uppáhalds maturinn þinn? Góður fiskur á veitingastað er það besta, en ég elska líka sushi og nautakjöt. Ekki með Bernaise, samt! Svo elska ég kóríander og hrásalat. En það er frekar erfitt að bjóða mér í mat þar sem ég hata allan lauk og hvítlauk. Hvað veitir þér innblástur? Instagram aðallega, vinkonur mínar og umhverfið hverju sinni. Smá skemmtilegt í lokin Hvaða tungumál talar þú? Íslensku og ensku, og langar mjög mikið að læra spænsku. Áttu einhvern leyndan hæfileika? Ég hef einstakan sannfæringarkraft, ég get sannfært hið ótrúlegasta fólk um allskonar. Ef þú hefðir einn ofurkraft, hver væri hann?Ég væri til i að geta galdrað. Draumabíllinn þinn?Bíllinn minn! Hælar eða strigaskór?Strigaskór! En alltaf hælar ef ég er að fara eitthvað fínt. Manstu eftir fyrsta kossinum þínum?Já ég man hann- en no comment samt. Er eitthvað sem þú óttast? Ég er mjög lífshrædd og óttast alveg frekar margt eins og sjóinn, stóra hunda og geitunga. Ég hef gert mig að fífli í alls konar aðstæðum vegna geitunga, ég hleyp í hringi og eiginlega öskra ef þeir koma nálægt mér. Hvað ertu að hámhorfa á núna?Ég horfi lítið á sjónvarp almennt, en það síðasta sem ég horfði á var Love Island All Stars og íslensku spennuþættina Reykjavík 112. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn?Ég er algjör alæta á tónlist, allt frá gömlum íslenskum lögum upp í rapp, ABBA og danstónlist! Þetta er eiginlega erfiðasta spurningin því það eru svo mörg lög, en segjum bara Týnda kynslóðin með Bjartmari Guðlaugssyni. Það kemur mér alltaf í gírinn – kannski af því mér finnst svo gaman að fara á ball, hver veit. Annars er Birnir á repeat í bílnum þessa dagana.
Hin hliðin Hár og förðun Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Hundar í sokkabuxum Harmageddon Omam gerir góðverk Lífið Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“