Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. júní 2025 22:41 Hinrik Lárusson, stofnandi Lux veitinga. Íslenskur kokkur stefnir á fyrsta sæti í stærstu kokkakeppni heims sem fer fram í Frakklandi árið 2027. Undirbúningurinn hefst strax í dag þó að eitt og hálft ár sé til stefnu. Fréttastofa kíkti í heimsókn í eldhús kappans. Hinrik Lárusson var formlega tilkynntur sem fulltrúi Íslands á Bocuse d'Or í dag eftir að hafa borið sigur úr býtum í forkeppninni hér á landi. Keppnin fer fram á tveggja ára fresti í janúar í Lyon í Frakklandi þar sem að bestu kokkar heims koma saman og keppa um besta réttinn. „Þetta er lang langstærsta svið og matr eiðslukeppni í heiminum. Þarna koma allir flottustu og bestu kokkar í heimi. Þetta er bara eins og að vera á fótboltavelli. Það er bara stemmning og stuð og það eru alllir búnir að vera þarna í eitt til tvö ár að æfa,“ segir Hinrik. Verið draumur lengi Hinrik segir að draumur sé að rætast. Hann hefur tvisvar tekið þátt í keppninni sem aðstoðarmaður árið 2015 og 2017. „Síðan þá hefur þetta bara verið draumur að keppa sjálfur. Ég er búinn að vinna að þessu lengi og búinn að taka þátt í mörgum keppnum svo nú er maður tilbúinn.“ Ýmsir kannast við Hinrik enda hefur hann víða komið við. Hann stofnaði til að mynda Lux veitingar ásamt Viktori Erni Andréssyni. Hann sá einnig um veitingarnar í þáttunum Bannað að hlæja sem slóu í gegn á sjónvarpsstöð Sýnar. Farin að sjá fyrir sér hvað skal matreiða Verða því næstu átján mánuðir tileinkaðir undirbúningi fyrir keppnina en fyrsta þrekraunin er á næsta ári þegar að undankeppni í Evrópu fer fram. „Í rauninni byrjar þetta núna að ég fer að setja saman teymið mitt. Það er þjálfari það er aðstoðarmaður. Það eru oftast svona þrír aðstoðarmenn sem eru á bak við tjöldin.“ Ertu strax farinn að sjá fyrir þér hvað þú ætlar að bjóða upp á í keppninni? „Já það er alltaf svona aftast í hnakkanum.“ Stefnir að sjálfsögðu á fyrsta sæti Hann segist í raun ekki muna eftir tíð þar sem hann stóð ekki í eldamennsku. „Ég ólst upp á hóteli og þar fékk um tvennt að velja. Það er að fara í herbergin og búa um rúm eða fara í eldhúsið. Þarna var ég tólf ára, síðan þá hef ég verið bara fastur í eldhúsinu.“ Síðan þá hefur hann tvisvar verið matreiðslunemi ársins og matreiðslumaður ársins á síðasta ári og keppt víða um heim með góðum árangri. Hann setur markið hátt. Hvaða sæti stefnirðu á? „Ég stefni að sjálfsögðu á fyrsta sæti.“ Þú sættir þig ekki við neitt minna? „Nei ekki neitt sko, ekki neitt.“ Kokkalandsliðið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Hinrik Lárusson var formlega tilkynntur sem fulltrúi Íslands á Bocuse d'Or í dag eftir að hafa borið sigur úr býtum í forkeppninni hér á landi. Keppnin fer fram á tveggja ára fresti í janúar í Lyon í Frakklandi þar sem að bestu kokkar heims koma saman og keppa um besta réttinn. „Þetta er lang langstærsta svið og matr eiðslukeppni í heiminum. Þarna koma allir flottustu og bestu kokkar í heimi. Þetta er bara eins og að vera á fótboltavelli. Það er bara stemmning og stuð og það eru alllir búnir að vera þarna í eitt til tvö ár að æfa,“ segir Hinrik. Verið draumur lengi Hinrik segir að draumur sé að rætast. Hann hefur tvisvar tekið þátt í keppninni sem aðstoðarmaður árið 2015 og 2017. „Síðan þá hefur þetta bara verið draumur að keppa sjálfur. Ég er búinn að vinna að þessu lengi og búinn að taka þátt í mörgum keppnum svo nú er maður tilbúinn.“ Ýmsir kannast við Hinrik enda hefur hann víða komið við. Hann stofnaði til að mynda Lux veitingar ásamt Viktori Erni Andréssyni. Hann sá einnig um veitingarnar í þáttunum Bannað að hlæja sem slóu í gegn á sjónvarpsstöð Sýnar. Farin að sjá fyrir sér hvað skal matreiða Verða því næstu átján mánuðir tileinkaðir undirbúningi fyrir keppnina en fyrsta þrekraunin er á næsta ári þegar að undankeppni í Evrópu fer fram. „Í rauninni byrjar þetta núna að ég fer að setja saman teymið mitt. Það er þjálfari það er aðstoðarmaður. Það eru oftast svona þrír aðstoðarmenn sem eru á bak við tjöldin.“ Ertu strax farinn að sjá fyrir þér hvað þú ætlar að bjóða upp á í keppninni? „Já það er alltaf svona aftast í hnakkanum.“ Stefnir að sjálfsögðu á fyrsta sæti Hann segist í raun ekki muna eftir tíð þar sem hann stóð ekki í eldamennsku. „Ég ólst upp á hóteli og þar fékk um tvennt að velja. Það er að fara í herbergin og búa um rúm eða fara í eldhúsið. Þarna var ég tólf ára, síðan þá hef ég verið bara fastur í eldhúsinu.“ Síðan þá hefur hann tvisvar verið matreiðslunemi ársins og matreiðslumaður ársins á síðasta ári og keppt víða um heim með góðum árangri. Hann setur markið hátt. Hvaða sæti stefnirðu á? „Ég stefni að sjálfsögðu á fyrsta sæti.“ Þú sættir þig ekki við neitt minna? „Nei ekki neitt sko, ekki neitt.“
Kokkalandsliðið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira