Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Aron Guðmundsson skrifar 24. júní 2025 11:02 Óskar Hrafn, þjálfari KR, þungur á brún á hliðarlínunni í leik KR og Vals í gær. Vísir/Pawel KR steinlá gegn erkifjendum sínum í Val, 6-1, í Bestu deildinni í fótbolta í gær. Rætt var um stöðu KR og Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara liðsins í Stúkunni í gær. Tapið í gær sér til þess að KR situr í 10.sæti Bestu deildarinnar og aðeins stigi frá fallsæti. KR hefur skorað gommu af mörkum, er raunar það lið sem hefur skorað flest mörk í Bestu deildinni til þessa (31) en á sama tíma er KR það lið sem hefur fengið á sig flest mörk deildarinnar (32). Heyra mátti stuðningsmenn KR baula á sitt lið eftir 6-1 tapið í gær. Þetta var fimmta tap KR á tímabilinu í tólf leikjum og í ítarlegu viðtali eftir leik í gær fór Óskar Hrafn yfir stöðuna. „Ég held það sé nauðsynlegt fyrir íslenskan fótbolta, að þetta KR verkefni sé til,“ sagði Óskar Hrafn meðal annars. „Ég held það sé bara þannig, svo geta menn verið ósammála mér, og ég hef fullan skilning að flestir skilja ekkert í því hvað við erum að gera. Vegna þess að undirliggjandi og grunn kenning flestra um íslenskan fótbolta er það að þetta snýst um að ná í þrjú stig í hverjum einasta leik. Ég er ekki tilbúinn að fórna mínum hugmyndum til þess að ná í þrjú stig í hverjum leik. Ég ætla hins vegar á einhverjum tímapunkti að ná í þrjú stig í sem flestum leikjum með minni hugmyndafræði. Ég er ekki tilbúinn að gera eins og Valur gerði í dag, sem er að eiga kannski 110 heppnaðar sendingar. Ég er ekki tilbúinn til þess. Það verður einhver annar að gera það, ég myndi bara fá æluna upp í kok og sennilega bara hugsa: Er ekki bara best að hætta þessu og fara að gera eitthvað annað?“ Sex stiga leikir framundan Það er öllum orðið ljóst að Óskar Hrafn mun ekki kvika frá sinni hugmyndafræði og framundan eru risa leikir upp á framhaldið á tímabilinu að gera. „Óskar ætlar aldrei að kvika frá þessu,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni Næstu leikir eru FH heima, KA heima og ÍA úti. Þetta eru allt lið í kringum þá í töflunni. Við getum kallað þessa leiki sex stiga leiki. Sjáum til hvernig úrslitin verða í þessum leikjum en hann er ekki að fara breyta, ekki séns.“ Klippa: Stúkan: Ræddu stöðuna hjá KR og Óskari Ólafur Kristjánsson tók síðan við boltanum. „Við erum búnir að sitja hérna þátt eftir þátt og ræða þetta,“ sagði Ólafur Kristjánsson. „Liðið spilar stórskemmtilegan sóknarbolta og hefur ákveðna hugmyndafræði. Það sem er kannski athyglisverðast við þessa hugmyndarfræði eða nálgun er að oft byrja menn á því að koma stöðugleika á varnarleikinn og vinna sig þaðan inn í sóknarleikinn en Óskar velur að fara aðra leið. Það getur vel verið að það komi einhverjar gagnrýnisraddir úr Vesturbænum en Óskar lætur þær sem vind um eyru þjóta.“ Stúkan Besta deild karla KR Valur Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Tapið í gær sér til þess að KR situr í 10.sæti Bestu deildarinnar og aðeins stigi frá fallsæti. KR hefur skorað gommu af mörkum, er raunar það lið sem hefur skorað flest mörk í Bestu deildinni til þessa (31) en á sama tíma er KR það lið sem hefur fengið á sig flest mörk deildarinnar (32). Heyra mátti stuðningsmenn KR baula á sitt lið eftir 6-1 tapið í gær. Þetta var fimmta tap KR á tímabilinu í tólf leikjum og í ítarlegu viðtali eftir leik í gær fór Óskar Hrafn yfir stöðuna. „Ég held það sé nauðsynlegt fyrir íslenskan fótbolta, að þetta KR verkefni sé til,“ sagði Óskar Hrafn meðal annars. „Ég held það sé bara þannig, svo geta menn verið ósammála mér, og ég hef fullan skilning að flestir skilja ekkert í því hvað við erum að gera. Vegna þess að undirliggjandi og grunn kenning flestra um íslenskan fótbolta er það að þetta snýst um að ná í þrjú stig í hverjum einasta leik. Ég er ekki tilbúinn að fórna mínum hugmyndum til þess að ná í þrjú stig í hverjum leik. Ég ætla hins vegar á einhverjum tímapunkti að ná í þrjú stig í sem flestum leikjum með minni hugmyndafræði. Ég er ekki tilbúinn að gera eins og Valur gerði í dag, sem er að eiga kannski 110 heppnaðar sendingar. Ég er ekki tilbúinn til þess. Það verður einhver annar að gera það, ég myndi bara fá æluna upp í kok og sennilega bara hugsa: Er ekki bara best að hætta þessu og fara að gera eitthvað annað?“ Sex stiga leikir framundan Það er öllum orðið ljóst að Óskar Hrafn mun ekki kvika frá sinni hugmyndafræði og framundan eru risa leikir upp á framhaldið á tímabilinu að gera. „Óskar ætlar aldrei að kvika frá þessu,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni Næstu leikir eru FH heima, KA heima og ÍA úti. Þetta eru allt lið í kringum þá í töflunni. Við getum kallað þessa leiki sex stiga leiki. Sjáum til hvernig úrslitin verða í þessum leikjum en hann er ekki að fara breyta, ekki séns.“ Klippa: Stúkan: Ræddu stöðuna hjá KR og Óskari Ólafur Kristjánsson tók síðan við boltanum. „Við erum búnir að sitja hérna þátt eftir þátt og ræða þetta,“ sagði Ólafur Kristjánsson. „Liðið spilar stórskemmtilegan sóknarbolta og hefur ákveðna hugmyndafræði. Það sem er kannski athyglisverðast við þessa hugmyndarfræði eða nálgun er að oft byrja menn á því að koma stöðugleika á varnarleikinn og vinna sig þaðan inn í sóknarleikinn en Óskar velur að fara aðra leið. Það getur vel verið að það komi einhverjar gagnrýnisraddir úr Vesturbænum en Óskar lætur þær sem vind um eyru þjóta.“
Stúkan Besta deild karla KR Valur Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki