Reif Sæunni niður á hárinu Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 12:00 Hér er Elaina LaMacchia, markvörður Fram, búin að toga í hár Sæunnar Björnsdóttur sem fellur til jarðar. Augu dómarans virðast vera á boltanum. Sýn Sport Markvörður Fram í Bestu deild kvenna í fótbolta gæti verið á leið í leikbann eftir að hafa rifið leikmann Þróttar niður með því að toga í hár hennar. Atvikið fór framhjá dómurum leiksins en það má nú sjá á Vísi. Fram og Þróttur mættust í Úlfarsárdal í gær þar sem Þróttarar komu sér á topp Bestu deildarinnar með 3-1 sigri. Snemma leiks virtist hin bandaríska Elaina LaMacchia, markvörður Fram, stálheppin að vera ekki rekin af velli fyrir að toga í hár Sæunnar Björnsdóttur. Atvikið má sjá hér að neðan. Klippa: Togað í hár í leik Fram og Þróttar LaMacchia var nýbúin að kýla boltann í burtu þegar hún reif í hár Sæunnar en atvikið fór framhjá Bríet Bragadóttur, dómara leiksins. Þróttarinn og tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson vakti athygli á þessu á Facebook og skrifaði: „Það er hálfleikur í leik Fram og Þróttar í mfl.kvenna. Markvörður Fram sýndi af sér ákaflega óíþróttamannslega framkomu í fyrri hálfleik og reif leikmann Þróttar niður á hárinu. Dómarar sáu ekkert og markvörður Fram fær því að standa í markinu í síðari hálfleik. Þetta er glötuð framkoma hjá góðum markverði. Fer hún í bann þó ekkert hafi verið dæmt?“ Til að svara Jóni þá má eins og fyrr segir búast við því að LaMacchia fái bann. Í það minnsta eru fordæmi fyrir því og var Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, dæmd í tveggja leikja bann fyrir að toga í hár andstæðings fyrir tveimur árum. Í því tilviki, líkt og nú, fór atvikið framhjá dómara leiksins. Sérstök nefnd á vegum KSÍ, málskotsnefnd, hefur nú vald til að vísa málum á borð við þetta til aga- og úrskurðarnefndar sem þá gæti tekið afstöðu til þess hvort og þá hvernig LaMacchia yrði refsað. Áður var það í höndum framkvæmdastjóra KSÍ að ákveða hvort málum væri vísað til aga- og úrskurðarnefndar. Besta deild kvenna Fram Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Þróttur | Þróttarar stöðva sigurgöngu Fram Fram tók á móti Þrótti í 10. umferð Bestu deildar kvenna á Lambhagavelli í kvöld. Þróttur sigraði leikinn og er þar með búin að endurheimta topp sætið í bili, en Breiðablik og FH eiga eftir að spila leiki sína. 20. júní 2025 17:15 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Fram og Þróttur mættust í Úlfarsárdal í gær þar sem Þróttarar komu sér á topp Bestu deildarinnar með 3-1 sigri. Snemma leiks virtist hin bandaríska Elaina LaMacchia, markvörður Fram, stálheppin að vera ekki rekin af velli fyrir að toga í hár Sæunnar Björnsdóttur. Atvikið má sjá hér að neðan. Klippa: Togað í hár í leik Fram og Þróttar LaMacchia var nýbúin að kýla boltann í burtu þegar hún reif í hár Sæunnar en atvikið fór framhjá Bríet Bragadóttur, dómara leiksins. Þróttarinn og tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson vakti athygli á þessu á Facebook og skrifaði: „Það er hálfleikur í leik Fram og Þróttar í mfl.kvenna. Markvörður Fram sýndi af sér ákaflega óíþróttamannslega framkomu í fyrri hálfleik og reif leikmann Þróttar niður á hárinu. Dómarar sáu ekkert og markvörður Fram fær því að standa í markinu í síðari hálfleik. Þetta er glötuð framkoma hjá góðum markverði. Fer hún í bann þó ekkert hafi verið dæmt?“ Til að svara Jóni þá má eins og fyrr segir búast við því að LaMacchia fái bann. Í það minnsta eru fordæmi fyrir því og var Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, dæmd í tveggja leikja bann fyrir að toga í hár andstæðings fyrir tveimur árum. Í því tilviki, líkt og nú, fór atvikið framhjá dómara leiksins. Sérstök nefnd á vegum KSÍ, málskotsnefnd, hefur nú vald til að vísa málum á borð við þetta til aga- og úrskurðarnefndar sem þá gæti tekið afstöðu til þess hvort og þá hvernig LaMacchia yrði refsað. Áður var það í höndum framkvæmdastjóra KSÍ að ákveða hvort málum væri vísað til aga- og úrskurðarnefndar.
Besta deild kvenna Fram Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Þróttur | Þróttarar stöðva sigurgöngu Fram Fram tók á móti Þrótti í 10. umferð Bestu deildar kvenna á Lambhagavelli í kvöld. Þróttur sigraði leikinn og er þar með búin að endurheimta topp sætið í bili, en Breiðablik og FH eiga eftir að spila leiki sína. 20. júní 2025 17:15 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Þróttur | Þróttarar stöðva sigurgöngu Fram Fram tók á móti Þrótti í 10. umferð Bestu deildar kvenna á Lambhagavelli í kvöld. Þróttur sigraði leikinn og er þar með búin að endurheimta topp sætið í bili, en Breiðablik og FH eiga eftir að spila leiki sína. 20. júní 2025 17:15