Einlæg skellibjalla sem stefnir á stóra sviðið Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. júní 2025 07:01 Anna Magga sýnir lesendum Vísis hina hliðina. Ljósmynd/Ingibjörg Torfadóttir „Umhverfið, náttúran, fólk, tónlist, leikhús. Ég á alveg erfitt með að sitja kjurr í leikhúsi, langar bara inn í leikritið og vera með,“ segir hin brosmila og einlæga Anna Margrét Káradóttir, spurð hvað veiti henni innblástur í lífinu. Anna Magga, eins og hún er oftast kölluð, er menntuð leikkona frá Rose Bruford College í London. Hún vakti athygli fyrir eftirminnilegt hlutverk sitt sem Una öryggisvörður í vinsælu þáttaröðinni IceGuys og kvikmyndinni Kulda. Hún segist alltaf hafa stefnt að því að verða leikkona og dreymir um að stíga á stóra sviðið áður en dagar hennar verða taldir. Ljósmynd/Ingibjörg Torfadóttir Anna Magga sýnir lesendum Vísis hina hliðina. Fullt nafn? Anna Margrét Káradóttir, alltaf kölluð Anna Magga. Ef ég heyri Anna Margrét, þá held ég að ég hafi gert eitthvað af mér. Það er svona o ó móment. Aldur? 41 árs. Við hvað starfar þú? Ég er með marga hatta. Ég er sjálfstætt starfandi leikkona, söngkona, stundum útvarpsskona og svo er ég aðstoðarforstöðukona í félagsmiðstöð. Fjölskylduhagir? Einhleyp kisukona, bý með Grétu Garbó, hefðarkisu. Lífið og tilveran Lýstu sjálfri þér í þremur orðum? Seinheppin, einlæg skellibjalla. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Allt góða fólkið sem ég á að. Er ekkert eðlilega heppin með fólkið í kringum mig! Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Að gera enn meira af því sem ég er að gera í dag og kannski búin að hitta draumaprinsinn. Hann er þarna úti einhvers staðar. Er eitthvað sérstakt sem þig langar til að upplifa áður en þú deyrð? Stóra sviðið. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Bangsi frændi minn átti eitt svo gott, sem er gott fyrir svona ofvirka konu eins og mig; Það þarf ekki alltaf mikið að gera, stundum er nóg að vera. Hvað hefur mótað þig mest í lífinu? Að vera örverpi, alin upp í litlu samfélagi. Ég er örverpið í fjölskyldunni og er mjög gömul sál fyrir vikið, en á sama tíma er ég líka algjör eilífðarunglingur. Svo var það alveg ótrúlega dýrmætt að alast upp í litlu samfélagi. Ég er frá Þorlákshöfn og þar þekkja allir alla. Ég elska að fara út í búð og geta heilsað öllum þar. Sakna þess dálítið eftir að hafa flutt í borgina. Hvað gerir þú til að endurhlaða batteríin? Fer út í náttúruna, leita mikið í sjávarilminn eða skelli mér í sund. Það er best. Svo er ég nýbúin að uppgötva fargufu, það er algjörlega magnað dæmi og allra meina bót. Hvert er þitt stærsta afrek? Að útskrifast úr draumanáminu mínu, leiklistinni. Lífið í litlu hlutunum Hver er uppskriftin að draumasunnudegi? Bjóða góðu fólki heim í tartalettur. Ég er mikil tartalettukona og tel mig gera góðar tartalettur, með fyllingu eins og notað er í heitan brauðrétt. Hver er þinn uppáhalds staður á heimilinu? Ef ég hefði verið spurð fyrir mánuði hefði ég sagt sófann minn – hann er ekkert eðlilega næs, ég sofna oft þar. En núna hef ég gert svalirnar mínar svo kósý, þó þær séu algjört frímerki (þær eru svo litlar), að ekkert getur verið betra en að sóla sig þar þegar sú gula lætur sjá sig. Hvað er fallegasti staður á Íslandi? Borgarfjörður Eystri, ekki spurning. Alveg galið fallegt þar. Hlakka til að fara þangað í sumar á fallegustu tónlistarhátíðina, Bræðsluna. Þar ætla ég að spila með lúðrasveitinni minni, Lúðrasveit Þorlákshafnar og fleiri flottum artistum. En úti í heimi? Positano, á Amalfi ströndinni á Ítalíu. Fór í svo fallegt brúðkaup þar fyrir nokkrum árum, mun klárlega fara þangað aftur. Venjur og vellíðan Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar á morgnana? Kveiki á útvarpi, mér finnst svo heimilislegt að hafa kveikt á útvarpi, alin upp við það. Ákveðinn félagsskapur í því. Svo er það morgunmatur. En fyrst, útvarp! Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Stundum er það heilalaust skroll í símanum, og stundum set ég eitthvað svæfandi hlaðvarp á og hlusta á þangað til ég sofna. Hugar þú vel að heilsunni? – og ef svo er, hvernig? Já svona heilt yfir, auðvitað koma tímabil þar sem maður gæti gert betur en ég reyni að passa vel upp á næringuna mína, og fer reglulega út að skokka. Mér finnst best að hreyfa mig úti í náttúrunni. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Sjoppukona og leikkona! Manstu hvenær þú grést síðast – og af hverju? Já, það var nú bara í vikunni. Fékk erfiðar fréttir af dýrmætum fjölskyldumeðlimi og leyfði mér bara að gráta yfir því. Ertu morgun- eða kvöldmanneskja? Ég held ég sé meiri kvöldmanneskja. Mér finnst allavega auðveldara að vaka fram eftir heldur en að vakna snemma. Hver er þinn helsti kostur? Ég er með mikinn húmor fyrir sjálfri mér, eitthvað sem ég tamdi mér þegar ég áttaði mig á því hversu ótrúlega seinheppin ég er, dett upp stiga, já upp, ekki niður, kveiki í hárinu á mér, og svona. Þetta er allt bara efni í góðar sögur svo ég verð bara að taka þessu fagnandi og hafa húmor fyrir þessu. En ókostur? Það er kannski ekkert endilega ókostur, en mér bregður alveg svakalega auðveldlega. Til dæmis bregður mér við brauðristina, þótt ég viti að brauðið kemur alltaf upp að lokum. Einn daginn labbaði ég inn á baðherbergið í gömlu vinnunni minni. Ég var ekki vön að hitta fólk þar, þar sem ég vann í morgunútvarpi á laugardagsmorgnum og yfirleitt var fámennt í húsinu. En allt í einu var manneskja inni á baðherberginu og ég öskraði alveg upp yfir mig. Greyið konan byrjaði þá að afsaka sig, sagði að hún hefði ekki greitt sér um morguninn og eitthvað þess háttar, eins og hún væri eitthvað ógnvekjandi, á meðan vandamálið lá bara hreinlega hjá hvekktu konunni mér. Uppáhalds maturinn þinn? Ostur. Nei ég er bara ostasjúk. Þannig að settu ost á eitthvað og það verður um leið uppáhaldsmaturinn minn. Burrata, Halloumi, mmm! Hvað veitir þér innblástur? Umhverfið, náttúran, fólk, tónlist, leikhús. Ég á alveg erfitt með að sitja kjurr í leikhúsi, langar bara inn í leikritið og vera með. Smá skemmtilegt í lokin Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku og gæti reddað mér mögulega á frönsku, er allavega á degi 425 í Duo Lingo að rifja hana upp, eftir að hafa lært hana í fjölbraut. Svo er ég líka að læra táknmál einu sinni í viku, það er sko eitt fallegt tungumál. Áttu einhvern leyndan hæfileika? Ég get talað með helíum rödd. Ef þú hefðir einn ofurkraft, hver væri hann? Mig dreymir svo oft að ég sé að fljúga, svo ég ætla að taka flugið, að ég geti flogið. Draumabíllinn þinn? Ég hef alltaf verið veik fyrir gömlum Bjöllum. Hælar eða strigaskór? Absalút strigaskór. Manstu eftir fyrsta kossinum þínum? Já það geri ég. Vandræðalegur. Er eitthvað sem þú óttast? Eins mikið og ég elska náttúruna þá hræðir hún mig líka, ég þurfti til dæmis að fara í dáleiðslu vegna jarðskjálftahræðslu. Hvað ertu að hámhorfa á núna? Nýjustu seríuna af Ginny and Georgia. Fer svo lóðbeint í Love Island eftir það. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Ef þeir vilja Beef með Daniil og Joey Christ. Pink Lemonade með James Bay kemur svo sterkt á eftir. Hin hliðin Ástin og lífið Leikhús Tengdar fréttir Er með gervigreindarþjálfara „Ég er mjög heppin að hafa haft tækifæri til að gera mikið á öllum mínum lífstímabilum. Að ferðast um allan heim er ofarlega á listanum, að fylla bæði Hörpu og Laugardalshöll og gefa út bók. En ég held að stofnun á Collagenx í New York toppi listann eins og er,“ segir Alda Karen Hjaltalín Lopez, athafnakona og fyrirlesari, þegar hún er spurð um hennar stærsta afrek í lífinu. 3. júní 2025 07:01 Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Friðþóra Sigurjónsdóttir, ofurskvísa og pilates-kennari, lýsir sjálfri sér sem umhyggjusamri, jákvæðri og samviskusamri konu sem stundum hefur tilhneigingu til að ofhugsa hlutina. Hún segir Þórsmörk vera fallegasta staðinn á landinu og dreymir um að ferðast til Japan. 12. maí 2025 07:01 „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Björn Boði Björnsson, háskólanemi, fyrirsæta og fyrrum stöðvarstjóri hjá World Class, lýsir sjálfum sér sem jákvæðum, brosmildum og forvitnum. Hann segist njóta þess að vera einhleypur og segir umhverfið í kringum sig veita sér mestan innblástur í lífinu – hvort sem það er mannlífið, tíska eða tónlist. 18. apríl 2025 07:01 Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilar ánægðara starfsfólki Menning Hundar í sokkabuxum Harmageddon Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Omam gerir góðverk Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Anna Magga, eins og hún er oftast kölluð, er menntuð leikkona frá Rose Bruford College í London. Hún vakti athygli fyrir eftirminnilegt hlutverk sitt sem Una öryggisvörður í vinsælu þáttaröðinni IceGuys og kvikmyndinni Kulda. Hún segist alltaf hafa stefnt að því að verða leikkona og dreymir um að stíga á stóra sviðið áður en dagar hennar verða taldir. Ljósmynd/Ingibjörg Torfadóttir Anna Magga sýnir lesendum Vísis hina hliðina. Fullt nafn? Anna Margrét Káradóttir, alltaf kölluð Anna Magga. Ef ég heyri Anna Margrét, þá held ég að ég hafi gert eitthvað af mér. Það er svona o ó móment. Aldur? 41 árs. Við hvað starfar þú? Ég er með marga hatta. Ég er sjálfstætt starfandi leikkona, söngkona, stundum útvarpsskona og svo er ég aðstoðarforstöðukona í félagsmiðstöð. Fjölskylduhagir? Einhleyp kisukona, bý með Grétu Garbó, hefðarkisu. Lífið og tilveran Lýstu sjálfri þér í þremur orðum? Seinheppin, einlæg skellibjalla. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Allt góða fólkið sem ég á að. Er ekkert eðlilega heppin með fólkið í kringum mig! Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Að gera enn meira af því sem ég er að gera í dag og kannski búin að hitta draumaprinsinn. Hann er þarna úti einhvers staðar. Er eitthvað sérstakt sem þig langar til að upplifa áður en þú deyrð? Stóra sviðið. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Bangsi frændi minn átti eitt svo gott, sem er gott fyrir svona ofvirka konu eins og mig; Það þarf ekki alltaf mikið að gera, stundum er nóg að vera. Hvað hefur mótað þig mest í lífinu? Að vera örverpi, alin upp í litlu samfélagi. Ég er örverpið í fjölskyldunni og er mjög gömul sál fyrir vikið, en á sama tíma er ég líka algjör eilífðarunglingur. Svo var það alveg ótrúlega dýrmætt að alast upp í litlu samfélagi. Ég er frá Þorlákshöfn og þar þekkja allir alla. Ég elska að fara út í búð og geta heilsað öllum þar. Sakna þess dálítið eftir að hafa flutt í borgina. Hvað gerir þú til að endurhlaða batteríin? Fer út í náttúruna, leita mikið í sjávarilminn eða skelli mér í sund. Það er best. Svo er ég nýbúin að uppgötva fargufu, það er algjörlega magnað dæmi og allra meina bót. Hvert er þitt stærsta afrek? Að útskrifast úr draumanáminu mínu, leiklistinni. Lífið í litlu hlutunum Hver er uppskriftin að draumasunnudegi? Bjóða góðu fólki heim í tartalettur. Ég er mikil tartalettukona og tel mig gera góðar tartalettur, með fyllingu eins og notað er í heitan brauðrétt. Hver er þinn uppáhalds staður á heimilinu? Ef ég hefði verið spurð fyrir mánuði hefði ég sagt sófann minn – hann er ekkert eðlilega næs, ég sofna oft þar. En núna hef ég gert svalirnar mínar svo kósý, þó þær séu algjört frímerki (þær eru svo litlar), að ekkert getur verið betra en að sóla sig þar þegar sú gula lætur sjá sig. Hvað er fallegasti staður á Íslandi? Borgarfjörður Eystri, ekki spurning. Alveg galið fallegt þar. Hlakka til að fara þangað í sumar á fallegustu tónlistarhátíðina, Bræðsluna. Þar ætla ég að spila með lúðrasveitinni minni, Lúðrasveit Þorlákshafnar og fleiri flottum artistum. En úti í heimi? Positano, á Amalfi ströndinni á Ítalíu. Fór í svo fallegt brúðkaup þar fyrir nokkrum árum, mun klárlega fara þangað aftur. Venjur og vellíðan Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar á morgnana? Kveiki á útvarpi, mér finnst svo heimilislegt að hafa kveikt á útvarpi, alin upp við það. Ákveðinn félagsskapur í því. Svo er það morgunmatur. En fyrst, útvarp! Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Stundum er það heilalaust skroll í símanum, og stundum set ég eitthvað svæfandi hlaðvarp á og hlusta á þangað til ég sofna. Hugar þú vel að heilsunni? – og ef svo er, hvernig? Já svona heilt yfir, auðvitað koma tímabil þar sem maður gæti gert betur en ég reyni að passa vel upp á næringuna mína, og fer reglulega út að skokka. Mér finnst best að hreyfa mig úti í náttúrunni. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Sjoppukona og leikkona! Manstu hvenær þú grést síðast – og af hverju? Já, það var nú bara í vikunni. Fékk erfiðar fréttir af dýrmætum fjölskyldumeðlimi og leyfði mér bara að gráta yfir því. Ertu morgun- eða kvöldmanneskja? Ég held ég sé meiri kvöldmanneskja. Mér finnst allavega auðveldara að vaka fram eftir heldur en að vakna snemma. Hver er þinn helsti kostur? Ég er með mikinn húmor fyrir sjálfri mér, eitthvað sem ég tamdi mér þegar ég áttaði mig á því hversu ótrúlega seinheppin ég er, dett upp stiga, já upp, ekki niður, kveiki í hárinu á mér, og svona. Þetta er allt bara efni í góðar sögur svo ég verð bara að taka þessu fagnandi og hafa húmor fyrir þessu. En ókostur? Það er kannski ekkert endilega ókostur, en mér bregður alveg svakalega auðveldlega. Til dæmis bregður mér við brauðristina, þótt ég viti að brauðið kemur alltaf upp að lokum. Einn daginn labbaði ég inn á baðherbergið í gömlu vinnunni minni. Ég var ekki vön að hitta fólk þar, þar sem ég vann í morgunútvarpi á laugardagsmorgnum og yfirleitt var fámennt í húsinu. En allt í einu var manneskja inni á baðherberginu og ég öskraði alveg upp yfir mig. Greyið konan byrjaði þá að afsaka sig, sagði að hún hefði ekki greitt sér um morguninn og eitthvað þess háttar, eins og hún væri eitthvað ógnvekjandi, á meðan vandamálið lá bara hreinlega hjá hvekktu konunni mér. Uppáhalds maturinn þinn? Ostur. Nei ég er bara ostasjúk. Þannig að settu ost á eitthvað og það verður um leið uppáhaldsmaturinn minn. Burrata, Halloumi, mmm! Hvað veitir þér innblástur? Umhverfið, náttúran, fólk, tónlist, leikhús. Ég á alveg erfitt með að sitja kjurr í leikhúsi, langar bara inn í leikritið og vera með. Smá skemmtilegt í lokin Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku og gæti reddað mér mögulega á frönsku, er allavega á degi 425 í Duo Lingo að rifja hana upp, eftir að hafa lært hana í fjölbraut. Svo er ég líka að læra táknmál einu sinni í viku, það er sko eitt fallegt tungumál. Áttu einhvern leyndan hæfileika? Ég get talað með helíum rödd. Ef þú hefðir einn ofurkraft, hver væri hann? Mig dreymir svo oft að ég sé að fljúga, svo ég ætla að taka flugið, að ég geti flogið. Draumabíllinn þinn? Ég hef alltaf verið veik fyrir gömlum Bjöllum. Hælar eða strigaskór? Absalút strigaskór. Manstu eftir fyrsta kossinum þínum? Já það geri ég. Vandræðalegur. Er eitthvað sem þú óttast? Eins mikið og ég elska náttúruna þá hræðir hún mig líka, ég þurfti til dæmis að fara í dáleiðslu vegna jarðskjálftahræðslu. Hvað ertu að hámhorfa á núna? Nýjustu seríuna af Ginny and Georgia. Fer svo lóðbeint í Love Island eftir það. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Ef þeir vilja Beef með Daniil og Joey Christ. Pink Lemonade með James Bay kemur svo sterkt á eftir.
Hin hliðin Ástin og lífið Leikhús Tengdar fréttir Er með gervigreindarþjálfara „Ég er mjög heppin að hafa haft tækifæri til að gera mikið á öllum mínum lífstímabilum. Að ferðast um allan heim er ofarlega á listanum, að fylla bæði Hörpu og Laugardalshöll og gefa út bók. En ég held að stofnun á Collagenx í New York toppi listann eins og er,“ segir Alda Karen Hjaltalín Lopez, athafnakona og fyrirlesari, þegar hún er spurð um hennar stærsta afrek í lífinu. 3. júní 2025 07:01 Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Friðþóra Sigurjónsdóttir, ofurskvísa og pilates-kennari, lýsir sjálfri sér sem umhyggjusamri, jákvæðri og samviskusamri konu sem stundum hefur tilhneigingu til að ofhugsa hlutina. Hún segir Þórsmörk vera fallegasta staðinn á landinu og dreymir um að ferðast til Japan. 12. maí 2025 07:01 „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Björn Boði Björnsson, háskólanemi, fyrirsæta og fyrrum stöðvarstjóri hjá World Class, lýsir sjálfum sér sem jákvæðum, brosmildum og forvitnum. Hann segist njóta þess að vera einhleypur og segir umhverfið í kringum sig veita sér mestan innblástur í lífinu – hvort sem það er mannlífið, tíska eða tónlist. 18. apríl 2025 07:01 Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilar ánægðara starfsfólki Menning Hundar í sokkabuxum Harmageddon Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Omam gerir góðverk Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Er með gervigreindarþjálfara „Ég er mjög heppin að hafa haft tækifæri til að gera mikið á öllum mínum lífstímabilum. Að ferðast um allan heim er ofarlega á listanum, að fylla bæði Hörpu og Laugardalshöll og gefa út bók. En ég held að stofnun á Collagenx í New York toppi listann eins og er,“ segir Alda Karen Hjaltalín Lopez, athafnakona og fyrirlesari, þegar hún er spurð um hennar stærsta afrek í lífinu. 3. júní 2025 07:01
Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Friðþóra Sigurjónsdóttir, ofurskvísa og pilates-kennari, lýsir sjálfri sér sem umhyggjusamri, jákvæðri og samviskusamri konu sem stundum hefur tilhneigingu til að ofhugsa hlutina. Hún segir Þórsmörk vera fallegasta staðinn á landinu og dreymir um að ferðast til Japan. 12. maí 2025 07:01
„Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Björn Boði Björnsson, háskólanemi, fyrirsæta og fyrrum stöðvarstjóri hjá World Class, lýsir sjálfum sér sem jákvæðum, brosmildum og forvitnum. Hann segist njóta þess að vera einhleypur og segir umhverfið í kringum sig veita sér mestan innblástur í lífinu – hvort sem það er mannlífið, tíska eða tónlist. 18. apríl 2025 07:01
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“