„Þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. júní 2025 21:00 Jákob Csongor Losonc, kokkur á fosshótel á Hellnum. vísir/oliverhoesch Maður sem lék sér á sjóbretti í gær segist ekki hafa orðið skelkaður þegar hann var skyndilega umkringdur níu háhyrningum. Hann og háhyrningarnir séu orðnir góðir félagar eftir fjölmarga klukkutíma úti á sjó. Myndskeið af manni sem lék sér á sjóbretti með hjörð háhyrninga í gærkvöldi hjá Hellnum á Snæfellsnesi fór eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlinum TikTok og er nú komið með hátt í níutíu þúsund áhorf. Jákob og háhyrningarnir orðnir góðir félagar Maðurinn sjálfur segist nánast vera orðinn vanur háhyrningunum. Hann heitir Jákob Csongor Losonc og kemur frá Ungverjalandi en hefur starfað sem kokkur á svæðinu í um ár. „Í fyrra og líka á þessu ári hef ég rekist á háhyrninga og mér finnst við þekkjast, eins og þeir þekki mig. Stundum þegar við hittumst er þeim alveg sama um mig. Þeir heilsa mér og þeir vita að ég er þarna.“ Allt að níu háhyrningar í kringum hann Gærkvöldið hafi þó verið sérstakt og telur hann að allt að níu háhyrningar hafi verið í kringum sig þegar mest lét. „Þeir voru margir og kálfarnir voru um hálfan metra frá mér. Einn var undir brettinu, innan við einum metra undir brettinu.“ Spurður hvort hann verði aldrei skelfdur í kringum stærðarinnar háhyrninga segir hann: „Auðvitað. Í fyrra þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig. Ég varð eins og barn. Ég grét ekki en ég var nálægt því. Ég var í áfalli. Það er sama þótt maður hafi séð myndbönd á Youtube um hvað þeir séu sætir, ef maður er einn á pínulitlu bretti og sér svona stórar skepnur heldur maður að dagar manns séu taldir.“ @paddletheworld The world of Orcas! What greater gift could there be on Iceland’s National Day than a visit from an orca family during a paddle? #orca #orcas #iceland #icelandadventure #paddletheworld #ocean #stunduppaddle #icelandtiktok #supboard #standuppaddle #killerwhale @Visit Iceland @The Orca Man @freeorcas @Guide to Iceland @SCUBA DAN 🦈 @WHALES_FOREX @Whale and Dolphin Conservation @Earthwatch @Whale Wise @Ocean Missions @Oceanic Expeditions ♬ eredeti hang - paddletheworld Stundar sjóbretti allan ársins hring Jákob ver að minnsta kosti klukkutíma á sjónum daglega og hefur einnig rekist á aðra hvali og höfrunga. Hann lætur ekki kuldann stöðva sig og stundar áhugamálið allan ársins hring. „Yfirleitt er ég bara að róa. Þetta er nokkurs konar hugleiðsla. Þetta er tími fyrir mig. Sumir hafa hunda, sumir hafa ketti. Nú finnst mér ég hafa háhyrninga.“ Jákob vinnur nú að gerð heimildarmyndar en stikluna fyrir hana má berja augum í spilaranum hér að neðan. Hvalir Dýr Snæfellsbær Brimbretti Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Myndskeið af manni sem lék sér á sjóbretti með hjörð háhyrninga í gærkvöldi hjá Hellnum á Snæfellsnesi fór eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlinum TikTok og er nú komið með hátt í níutíu þúsund áhorf. Jákob og háhyrningarnir orðnir góðir félagar Maðurinn sjálfur segist nánast vera orðinn vanur háhyrningunum. Hann heitir Jákob Csongor Losonc og kemur frá Ungverjalandi en hefur starfað sem kokkur á svæðinu í um ár. „Í fyrra og líka á þessu ári hef ég rekist á háhyrninga og mér finnst við þekkjast, eins og þeir þekki mig. Stundum þegar við hittumst er þeim alveg sama um mig. Þeir heilsa mér og þeir vita að ég er þarna.“ Allt að níu háhyrningar í kringum hann Gærkvöldið hafi þó verið sérstakt og telur hann að allt að níu háhyrningar hafi verið í kringum sig þegar mest lét. „Þeir voru margir og kálfarnir voru um hálfan metra frá mér. Einn var undir brettinu, innan við einum metra undir brettinu.“ Spurður hvort hann verði aldrei skelfdur í kringum stærðarinnar háhyrninga segir hann: „Auðvitað. Í fyrra þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig. Ég varð eins og barn. Ég grét ekki en ég var nálægt því. Ég var í áfalli. Það er sama þótt maður hafi séð myndbönd á Youtube um hvað þeir séu sætir, ef maður er einn á pínulitlu bretti og sér svona stórar skepnur heldur maður að dagar manns séu taldir.“ @paddletheworld The world of Orcas! What greater gift could there be on Iceland’s National Day than a visit from an orca family during a paddle? #orca #orcas #iceland #icelandadventure #paddletheworld #ocean #stunduppaddle #icelandtiktok #supboard #standuppaddle #killerwhale @Visit Iceland @The Orca Man @freeorcas @Guide to Iceland @SCUBA DAN 🦈 @WHALES_FOREX @Whale and Dolphin Conservation @Earthwatch @Whale Wise @Ocean Missions @Oceanic Expeditions ♬ eredeti hang - paddletheworld Stundar sjóbretti allan ársins hring Jákob ver að minnsta kosti klukkutíma á sjónum daglega og hefur einnig rekist á aðra hvali og höfrunga. Hann lætur ekki kuldann stöðva sig og stundar áhugamálið allan ársins hring. „Yfirleitt er ég bara að róa. Þetta er nokkurs konar hugleiðsla. Þetta er tími fyrir mig. Sumir hafa hunda, sumir hafa ketti. Nú finnst mér ég hafa háhyrninga.“ Jákob vinnur nú að gerð heimildarmyndar en stikluna fyrir hana má berja augum í spilaranum hér að neðan.
Hvalir Dýr Snæfellsbær Brimbretti Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira