Rappa á lýðveldishátíð í tívolíinu: „Heyri eiginlega bara íslensku hérna“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2025 14:31 Jói Pé og Króli troða upp á lýðveldishátíð í tívolíinu í Kaupmannahöfn í kvöld. Króli Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur víðar en á Íslandi. Í tívolíinu í Kaupmannahöfn fer fram hátíðardagskrá í tilefni dagsins þar sem Helgi Björnsson, karlakórinn Fóstbræður og Jói Pé og Króli koma fram. Í fréttatilkynningu frá tívolíinu í Kaupmannahöfn er gerð grein fyrir dagskránni en um er að ræða fjórða skiptið sem haldið er upp á þjóðhátíðardag Íslendinga í tívolíinu. Ávarp sendiherra, íslenskur markaður, andlitsmálning og tónlistaratriði eru meðal dagskrárliða. Fréttastofa náði tali af Króla, öðrum meðlimi rapp-tvíeykisins Jóa Pé og Króla, en þeir verða með tónleika í tívolíinu í kvöld ásamt danska rapparanum Ussel. „Ég er búinn að vera að ganga hérna um í hálftíma og ég heyri eiginlega bara íslensku. Þannig að ég veit ekki hvort við séum að fara að tala íslensku eða dönsku eða ensku í kvöld,“ segir Króli í samtali við fréttastofu. Hann vonast til að sjá sem flesta Íslendinga á hátíðartónleikunum sem, ólíkt hér á landi, fara fram í þvílíkri bongóblíðu. Heiðskírt er og rúmlega tuttugu stiga hiti í borginni í dag. „Ég horfði á karlakórinn Fóstbræður hérna áðan syngja mörgæsafötunum. Ég vorkenni þeim að þurfa að vera í þessum fötum í þessu heita veðri,“ segir Króli sem velur hlýrabolinn hiklaust fram yfir kjólfötin. Jói Pé og Króli, ásamt Ussel, gáfu út plötuna Scandipain Vol. 2 á dögunum. „Við tókum plötuna upp í janúar þegar við vorum hérna í Danmörku. Við hoppuðum í stúdíóið í þrjá daga og drituðum út lögum, mjög gaman,“ segir Króli. Þremenningarnir ætla meðal annars að spila lög af nýju plötunni í kvöld. 17. júní Danmörk Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Króli og Birta eiga von á barni Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur tónlistarmaðurinn og leikarinn Króli, og unnusta hans Birta Ásmundsdóttir dansari eiga von á barni. 12. júní 2025 17:04 Jói Pé og Króli skrifa söngleik Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins. 18. desember 2024 09:53 Jói Pé og Króli snúa aftur Eitt þekktasta tvíeyki landsins í tónlistarmönnunum Jóa Pé og Króla snúa aftur saman. Þeir eru að gefa út plötu næstkomandi föstudag en um er að ræða fyrstu plötu strákanna saman í fjögur ár. Þá boða þeir tónleika í Gamla Bíó og á Sjallanum í næstu viku. 12. mars 2024 16:28 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá tívolíinu í Kaupmannahöfn er gerð grein fyrir dagskránni en um er að ræða fjórða skiptið sem haldið er upp á þjóðhátíðardag Íslendinga í tívolíinu. Ávarp sendiherra, íslenskur markaður, andlitsmálning og tónlistaratriði eru meðal dagskrárliða. Fréttastofa náði tali af Króla, öðrum meðlimi rapp-tvíeykisins Jóa Pé og Króla, en þeir verða með tónleika í tívolíinu í kvöld ásamt danska rapparanum Ussel. „Ég er búinn að vera að ganga hérna um í hálftíma og ég heyri eiginlega bara íslensku. Þannig að ég veit ekki hvort við séum að fara að tala íslensku eða dönsku eða ensku í kvöld,“ segir Króli í samtali við fréttastofu. Hann vonast til að sjá sem flesta Íslendinga á hátíðartónleikunum sem, ólíkt hér á landi, fara fram í þvílíkri bongóblíðu. Heiðskírt er og rúmlega tuttugu stiga hiti í borginni í dag. „Ég horfði á karlakórinn Fóstbræður hérna áðan syngja mörgæsafötunum. Ég vorkenni þeim að þurfa að vera í þessum fötum í þessu heita veðri,“ segir Króli sem velur hlýrabolinn hiklaust fram yfir kjólfötin. Jói Pé og Króli, ásamt Ussel, gáfu út plötuna Scandipain Vol. 2 á dögunum. „Við tókum plötuna upp í janúar þegar við vorum hérna í Danmörku. Við hoppuðum í stúdíóið í þrjá daga og drituðum út lögum, mjög gaman,“ segir Króli. Þremenningarnir ætla meðal annars að spila lög af nýju plötunni í kvöld.
17. júní Danmörk Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Króli og Birta eiga von á barni Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur tónlistarmaðurinn og leikarinn Króli, og unnusta hans Birta Ásmundsdóttir dansari eiga von á barni. 12. júní 2025 17:04 Jói Pé og Króli skrifa söngleik Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins. 18. desember 2024 09:53 Jói Pé og Króli snúa aftur Eitt þekktasta tvíeyki landsins í tónlistarmönnunum Jóa Pé og Króla snúa aftur saman. Þeir eru að gefa út plötu næstkomandi föstudag en um er að ræða fyrstu plötu strákanna saman í fjögur ár. Þá boða þeir tónleika í Gamla Bíó og á Sjallanum í næstu viku. 12. mars 2024 16:28 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Króli og Birta eiga von á barni Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur tónlistarmaðurinn og leikarinn Króli, og unnusta hans Birta Ásmundsdóttir dansari eiga von á barni. 12. júní 2025 17:04
Jói Pé og Króli skrifa söngleik Eitt ástsælasta tvíeyki landsins Jói Pé og Króli munu skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur 2027. Drengirnir skutust upp á stjörnuhimininn árið 2017 þegar þeir sendu frá sér smellinn BOBA og komið víða að í tónlistar- og leikhúslífi landsins. 18. desember 2024 09:53
Jói Pé og Króli snúa aftur Eitt þekktasta tvíeyki landsins í tónlistarmönnunum Jóa Pé og Króla snúa aftur saman. Þeir eru að gefa út plötu næstkomandi föstudag en um er að ræða fyrstu plötu strákanna saman í fjögur ár. Þá boða þeir tónleika í Gamla Bíó og á Sjallanum í næstu viku. 12. mars 2024 16:28