Liverpool að landa dýrasta leikmanni í sögu deildarinnar Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júní 2025 10:30 Florian Wirtz virðist vera á leiðinni til Liverpool, viðræður eru sagðar á lokastigi. Getty/Pau Barrena Viðræður Liverpool við Bayer Leverkusen um kaup á Florian Wirtz eru sagðar á lokastigi. Wirtz verður dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool lagði fram 134 milljóna evra tilboð í leikmanninn í gær, um 113 milljónir punda, þar sem um 100 milljónir punda eru öruggar en restin í árangurstengdum greiðslum, samkvæmt hinum áreiðanlega David Ornstein hjá The Athletic. Tilboðið var ekki samþykkt strax en viðræður eru sagðar komnar langt á veg og sameiginleg lausn í sjónmáli. Liverpool ætlar sér ekki að greiða 150 milljóna evra upphæðina sem Leverkusen lagði fram upphaflega. Wirtz var hluti af liði Leverkusen sem fór taplaust í gegnum heilt tímabil heima fyrir og vann þýsku tvennuna í fyrra. Mika Volkmann/Getty Images Viðræðurnar eru núna sagðar snúast aðallega um skiptingu greiðslnanna, hversu mikið yrði lagt út strax, hversu mikið árangurstengt og svo framvegis. Þá á aðeins eftir að bóka læknisskoðun fyrir leikmanninn, en félagaskiptaglugginn er lokaður eins og er og opnar aftur þann 16. júní. Þannig að kaupin munu ekki ganga í gegn fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Wirtz skoraði mark Þýskalands í 1-2 tapi gegn Portúgal í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar á dögunum. Marcel Engelbrecht - firo sportphoto/Getty Images Wirtz yrði dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar á eftir Enzo Fernández sem var keyptur af Chelsea fyrir 121 milljón evra árið 2023. Hann yrði þriðji eða fjórði dýrasti leikmaður sögunnar á eftir Neymar og Kylian Mbappé sem voru keyptir af PSG árið 2017 og mögulega Philippe Coutinho sem var keyptur af Barcelona árið 2018, en kaupverð hans hefur verið á reiki um langan tíma og Barcelona hefur ekki enn borgað að fullu. Wirtz yrði lang dýrasti leikmaður í sögu Liverpool, á eftir Darwin Nunez sem var keyptur fyrir um 85 milljónir evra frá Benfica árið 2022 og Virgil van Dijk sem var keyptur frá Southampton árið 2018 fyrir um 75 milljónir evra. Sá fyrrnefndi, Nunez, er mögulega á förum frá félaginu í sumar ef góð summa fæst fyrir hann. 🚨 Liverpool / Bayer Leverkusen talks over Florian Wirtz at final stages - clubs in daily contact to reach agreement. 2nd bid not rejected; dialogue continues to settle structure, add-ons, payment terms➕ Al Hilal enquire to #LFC for Nunez @TheAthleticFC https://t.co/bXYOzEqMhU— David Ornstein (@David_Ornstein) June 10, 2025 Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Sjá meira
Liverpool lagði fram 134 milljóna evra tilboð í leikmanninn í gær, um 113 milljónir punda, þar sem um 100 milljónir punda eru öruggar en restin í árangurstengdum greiðslum, samkvæmt hinum áreiðanlega David Ornstein hjá The Athletic. Tilboðið var ekki samþykkt strax en viðræður eru sagðar komnar langt á veg og sameiginleg lausn í sjónmáli. Liverpool ætlar sér ekki að greiða 150 milljóna evra upphæðina sem Leverkusen lagði fram upphaflega. Wirtz var hluti af liði Leverkusen sem fór taplaust í gegnum heilt tímabil heima fyrir og vann þýsku tvennuna í fyrra. Mika Volkmann/Getty Images Viðræðurnar eru núna sagðar snúast aðallega um skiptingu greiðslnanna, hversu mikið yrði lagt út strax, hversu mikið árangurstengt og svo framvegis. Þá á aðeins eftir að bóka læknisskoðun fyrir leikmanninn, en félagaskiptaglugginn er lokaður eins og er og opnar aftur þann 16. júní. Þannig að kaupin munu ekki ganga í gegn fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Wirtz skoraði mark Þýskalands í 1-2 tapi gegn Portúgal í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar á dögunum. Marcel Engelbrecht - firo sportphoto/Getty Images Wirtz yrði dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar á eftir Enzo Fernández sem var keyptur af Chelsea fyrir 121 milljón evra árið 2023. Hann yrði þriðji eða fjórði dýrasti leikmaður sögunnar á eftir Neymar og Kylian Mbappé sem voru keyptir af PSG árið 2017 og mögulega Philippe Coutinho sem var keyptur af Barcelona árið 2018, en kaupverð hans hefur verið á reiki um langan tíma og Barcelona hefur ekki enn borgað að fullu. Wirtz yrði lang dýrasti leikmaður í sögu Liverpool, á eftir Darwin Nunez sem var keyptur fyrir um 85 milljónir evra frá Benfica árið 2022 og Virgil van Dijk sem var keyptur frá Southampton árið 2018 fyrir um 75 milljónir evra. Sá fyrrnefndi, Nunez, er mögulega á förum frá félaginu í sumar ef góð summa fæst fyrir hann. 🚨 Liverpool / Bayer Leverkusen talks over Florian Wirtz at final stages - clubs in daily contact to reach agreement. 2nd bid not rejected; dialogue continues to settle structure, add-ons, payment terms➕ Al Hilal enquire to #LFC for Nunez @TheAthleticFC https://t.co/bXYOzEqMhU— David Ornstein (@David_Ornstein) June 10, 2025
Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Sjá meira