Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2025 09:02 Andrea Bergsdóttir hefur verið einu höggi frá sigurvegaranum á tveimur síðustu mótum LET Access mótaraðarinnar. Getty/Patrick Bolger Andrea Bergsdóttir hefur verið að gera frábæra hluti á LET Access mótaröðinni í golfi, næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu, og hreinlega flogið upp stigalista mótaraðarinnar. Hún jafnaði besta árangur Íslendings um helgina. Andrea hefur á tveimur mótum í röð verið afar nálægt sigri og er núna komin upp í 9. sæti á stigalistanum, úr 55. sæti. Efstu sjö kylfingarnir tryggja sér fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta tímabili og ljóst að Andrea er núna komin af fullum þunga í baráttu um þessi sjö sæti. Andrea hafnaði í þriðja sæti á Montauban mótinu í Frakklandi um helgina og jafnaði þar með besta árangur Íslendings á mótaröðinni því Valdís Þóra Jónsdóttir náði einnig þriðja sæti á móti árið 2016. Andrea var aðeins einu höggi frá efstu tveimur kylfingunum; Reina Fujikawa frá Japan og Amalie Leth-Nissen frá Danmörku. Hún lék hringina þrjá samtals á -6 höggum og fékk 3.375 evrur fyrir að ná 3. sætinu, eða tæplega hálfa milljón króna. View this post on Instagram A post shared by Andrea Bergsdóttir (@andreabergsdottir) Andrea hafði áður náð 4. sæti á á Santander Golf Tour mótinu í lok maí og var þá einnig aðeins einu höggi frá efstu kylfingum. „Tvær vikur í röð vantaði eitt högg upp á en leikurinn er að batna og gaman að vera aftur í baráttunn! Núna tekur við tími heima til að hvílast og hlaða batteríin,“ skrifar Andrea á Instagram-síðu sína. Samkvæmt síðu LET Access mótaraðarinnar er Andrea næst skráð á mót í Svíþjóð sem fram fer 25.-28. júní. Golf Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira
Andrea hefur á tveimur mótum í röð verið afar nálægt sigri og er núna komin upp í 9. sæti á stigalistanum, úr 55. sæti. Efstu sjö kylfingarnir tryggja sér fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta tímabili og ljóst að Andrea er núna komin af fullum þunga í baráttu um þessi sjö sæti. Andrea hafnaði í þriðja sæti á Montauban mótinu í Frakklandi um helgina og jafnaði þar með besta árangur Íslendings á mótaröðinni því Valdís Þóra Jónsdóttir náði einnig þriðja sæti á móti árið 2016. Andrea var aðeins einu höggi frá efstu tveimur kylfingunum; Reina Fujikawa frá Japan og Amalie Leth-Nissen frá Danmörku. Hún lék hringina þrjá samtals á -6 höggum og fékk 3.375 evrur fyrir að ná 3. sætinu, eða tæplega hálfa milljón króna. View this post on Instagram A post shared by Andrea Bergsdóttir (@andreabergsdottir) Andrea hafði áður náð 4. sæti á á Santander Golf Tour mótinu í lok maí og var þá einnig aðeins einu höggi frá efstu kylfingum. „Tvær vikur í röð vantaði eitt högg upp á en leikurinn er að batna og gaman að vera aftur í baráttunn! Núna tekur við tími heima til að hvílast og hlaða batteríin,“ skrifar Andrea á Instagram-síðu sína. Samkvæmt síðu LET Access mótaraðarinnar er Andrea næst skráð á mót í Svíþjóð sem fram fer 25.-28. júní.
Golf Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira