„Ég myndi spila fótbrotinn fyrir landsliðið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 10:31 Ronaldo gaf „allt“ sem hann átti. Alexander Hassenstein/Getty Images Cristiano Ronaldo grét gleðitárum þegar Portúgal vann Þjóðadeildina í gærkvöldi og sagði tilfinningarnar sem fylgja því að vinna með landsliðinu mun meiri og betri en með félagsliði. Þá sagðist Ronaldo einnig hafa verið að glíma við meiðsli, en harkað þau af sér fyrir þjóðina. „Ég fann fyrir þeim í upphitun og var búinn að finna fyrir þeim í svolítinn tíma, en ég myndi spila fótbrotinn fyrir landsliðið. Þetta var leikur upp á titil, ég þurfti að spila og gefa allt í þetta“ sagði Ronaldo sem skoraði 2-2 jöfnunarmark Portúgal en fór út af tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. „Þetta var fyrir þjóðina. Við erum smá þjóð, en stórhuga. Við sækjumst alltaf eftir árangri. Nú er tími til að hvíla sig, ég var meiddur og gaf allt sem ég átti, allt“ sagði Ronaldo einnig. Leikurinn fór svo í framlengingu og vítaspyrnukeppni án hans en liðsfélagarnir tryggðu titilinn með 5-3 sigri í vítaspyrnukeppni. Þetta er þriðji titillinn sem Portúgal hefur unnið á eftir EM 2016 og Þjóðadeildinni 2019. Ronaldo grét af gleði þegar Portúgal vann Þjóðadeildina. Maja Hitij - UEFA/UEFA via Getty Images Ronaldo hefur sjálfur unnið töluvert fleiri titla með sínum félagsliðum en segir sætara að fagna sigri með samlöndum. „Börnin og konan eru hér með mér, bróðir minn og vinir mínir. Að vinna með Portúgal er alltaf sérstök stund. Ég hef unnið titla með félagsliðum en það toppar ekkert titlana með Portúgal. Þeim fylgja tár. Við höfum sinnt okkar skyldum og skulum fagna“ sagði Ronaldo sem hefur ekki enn gefið út sitt næsta skref á ferlinum. Samningur hans við Al-Nassr í Sádi-Arabíu er að renna út um mánaðamótin og óvíst er hvort hann framlengi. Ronaldo hefur þó gefið út að hann muni ekki leita sér að liði sem tekur þátt í HM félagsliða. Væntanlega tekur hann sér nú sumarfrí og jafnar sig af meiðslum áður en lokaákvörðun verður tekin. Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Ronaldo verður ekki með á HM félagsliða Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo hefur útilokað það að hann muni taka þátt á HM félagsliða sem hefst síðar í þessum mánuði. 7. júní 2025 22:45 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
„Ég fann fyrir þeim í upphitun og var búinn að finna fyrir þeim í svolítinn tíma, en ég myndi spila fótbrotinn fyrir landsliðið. Þetta var leikur upp á titil, ég þurfti að spila og gefa allt í þetta“ sagði Ronaldo sem skoraði 2-2 jöfnunarmark Portúgal en fór út af tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. „Þetta var fyrir þjóðina. Við erum smá þjóð, en stórhuga. Við sækjumst alltaf eftir árangri. Nú er tími til að hvíla sig, ég var meiddur og gaf allt sem ég átti, allt“ sagði Ronaldo einnig. Leikurinn fór svo í framlengingu og vítaspyrnukeppni án hans en liðsfélagarnir tryggðu titilinn með 5-3 sigri í vítaspyrnukeppni. Þetta er þriðji titillinn sem Portúgal hefur unnið á eftir EM 2016 og Þjóðadeildinni 2019. Ronaldo grét af gleði þegar Portúgal vann Þjóðadeildina. Maja Hitij - UEFA/UEFA via Getty Images Ronaldo hefur sjálfur unnið töluvert fleiri titla með sínum félagsliðum en segir sætara að fagna sigri með samlöndum. „Börnin og konan eru hér með mér, bróðir minn og vinir mínir. Að vinna með Portúgal er alltaf sérstök stund. Ég hef unnið titla með félagsliðum en það toppar ekkert titlana með Portúgal. Þeim fylgja tár. Við höfum sinnt okkar skyldum og skulum fagna“ sagði Ronaldo sem hefur ekki enn gefið út sitt næsta skref á ferlinum. Samningur hans við Al-Nassr í Sádi-Arabíu er að renna út um mánaðamótin og óvíst er hvort hann framlengi. Ronaldo hefur þó gefið út að hann muni ekki leita sér að liði sem tekur þátt í HM félagsliða. Væntanlega tekur hann sér nú sumarfrí og jafnar sig af meiðslum áður en lokaákvörðun verður tekin.
Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Ronaldo verður ekki með á HM félagsliða Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo hefur útilokað það að hann muni taka þátt á HM félagsliða sem hefst síðar í þessum mánuði. 7. júní 2025 22:45 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
Ronaldo verður ekki með á HM félagsliða Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo hefur útilokað það að hann muni taka þátt á HM félagsliða sem hefst síðar í þessum mánuði. 7. júní 2025 22:45