Hressar og skemmtilegar systur með geitur á Geysi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júní 2025 20:06 Systurnar á Geysi í Haukadal í Bláskógabyggð, sem elska geiturnar sínar út af lífinu enda eru þær duglegar að sinna þeim og leika sér við þær. Þetta eru þær frá vinstri, Antonía Elín, Emelía Ísold og Saga Natalía. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það skemmtilegasta, sem þrjár systur á Geysi í Haukadal í Bláskógabyggð gera er að leika við geiturnar í garðinum heima hjá sér og leyfa þeim að snusast í kringum sig. Geiturnar elska að éta laufblöð úr lófa systranna og að hoppa og skoppa í kringum þær. Því fólki fjölgar alltaf og fjölgar, sem ákveður að fá sér geitur, sem einhverskonar gæludýr til að leika sér við og hugsa um. Á heimili á Geysi út í garði við fallega á eru þrjár geitur, sem systurnar þrjár á heimilinu elska að leika sér við, knúsa og spjalla við í tíma og ótíma. Geiturnar heita Loki frægi, Lúna og Lukka. Foreldrar systranna eru þau Elín Svava Thoroddsen og Sigurður Másson. „Þær eru svo fyndnar og þeim finnst svo gaman að vera með fólki og svo hoppa þær upp þegar maður er að gefa þeim,“ segir Saga Natalía Thoroddsen Sigurðardóttir 13 ára, sem segist vera harðákveðin í því að verða geitabóndi. Hvað segið þið, hvað er skemmtilegast við geiturnar? Þær eru svo félagsríkar og þær eru svo skemmtilegar og fyndnar. Þær hoppa á mann og þær hoppa mikið í hring og eitthvað þannig,“ segir Emilía Ísold Thoroddsen Sigurðardóttir, 11 ára. Og þið eruð duglegar að leika við geiturnar? „Já, þær eru svo skemmtilegar,“ segir Antonía Elín Thoroddsen Sigurðardóttir, 9 ára. Geiturnar hafa mjög gaman af því að leika sér við systurnar þrjár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stelpurnar segja að stundum hafi geiturnar sloppið út úr girðingunni sinni og rölt sér á Geysissvæðið þar sem allir ferðamennirnir eru og þá sé kátt á hjalla, allir vilji klappa og knúsa geiturnar þeirra. Antonía Elín með mömmu sinni, Elínu Svövu og einni geitinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað éta geiturnar aðallega hjá systrunum? „Lauf, gras, hey og trjágreinar, það er í mestu uppáhaldi hjá þeim“, segir Saga Natalía. Hótel Geysir er skammt frá heimili fjölskyldunnar og hefur það stundum gerst að geiturnar hafi sloppið úr girðingunni sinni og heilsað upp á gesti hótelsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Því fólki fjölgar alltaf og fjölgar, sem ákveður að fá sér geitur, sem einhverskonar gæludýr til að leika sér við og hugsa um. Á heimili á Geysi út í garði við fallega á eru þrjár geitur, sem systurnar þrjár á heimilinu elska að leika sér við, knúsa og spjalla við í tíma og ótíma. Geiturnar heita Loki frægi, Lúna og Lukka. Foreldrar systranna eru þau Elín Svava Thoroddsen og Sigurður Másson. „Þær eru svo fyndnar og þeim finnst svo gaman að vera með fólki og svo hoppa þær upp þegar maður er að gefa þeim,“ segir Saga Natalía Thoroddsen Sigurðardóttir 13 ára, sem segist vera harðákveðin í því að verða geitabóndi. Hvað segið þið, hvað er skemmtilegast við geiturnar? Þær eru svo félagsríkar og þær eru svo skemmtilegar og fyndnar. Þær hoppa á mann og þær hoppa mikið í hring og eitthvað þannig,“ segir Emilía Ísold Thoroddsen Sigurðardóttir, 11 ára. Og þið eruð duglegar að leika við geiturnar? „Já, þær eru svo skemmtilegar,“ segir Antonía Elín Thoroddsen Sigurðardóttir, 9 ára. Geiturnar hafa mjög gaman af því að leika sér við systurnar þrjár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stelpurnar segja að stundum hafi geiturnar sloppið út úr girðingunni sinni og rölt sér á Geysissvæðið þar sem allir ferðamennirnir eru og þá sé kátt á hjalla, allir vilji klappa og knúsa geiturnar þeirra. Antonía Elín með mömmu sinni, Elínu Svövu og einni geitinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað éta geiturnar aðallega hjá systrunum? „Lauf, gras, hey og trjágreinar, það er í mestu uppáhaldi hjá þeim“, segir Saga Natalía. Hótel Geysir er skammt frá heimili fjölskyldunnar og hefur það stundum gerst að geiturnar hafi sloppið úr girðingunni sinni og heilsað upp á gesti hótelsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira