Snýr aftur til Íslands betri en nokkru sinni áður Aron Guðmundsson skrifar 7. júní 2025 08:01 Danielle Rodriguez er mætt aftur heim í íslenska boltann Vísir/Bjarni Ríkjandi bikarmeistarar kvenna í körfubolta, Njarðvík, ætla sér stóra hluti á næsta tímabili. Liðið hefur nælt í íslensku landsliðskonuna Danielle úr atvinnumennsku og eftir að hafa verið með betri leikmönnum efstu deildar á árum áður segist hún snúa aftur heim til Íslands sem mun betri leikmaður. Danielle spilaði með liði Elfic Fribourg í Sviss á síðasta tímabili þar sem að hún spilaði stúra rullu varð bikarmeistari, spilaði í Evrópubikarnum og varð nærri því að landa svissenska meistaratitlinum. Það komu margir áhugaverðir kostir inn á hennar borð eftir það tímabil. „Það var möguleiki fyrir mig að halda áfram með liðinu mínu úti í Sviss, þá voru aðrir kostir á borðinu með liðum sem spila í Eurocup og eitt lið í Euroleague hafði samband. Þessir kostir gengu ekki upp. Ég trúi því að það hafi gerst svo að eitthvað frábært geti átt sér stað hér með Njarðvík.“ Buðust margir frábærir kostir Í Sviss fékk Danielle að upplifa lífið sem atvinnumaður í körfubolta og það átti vel við hana. „Þetta var fagmannlegt umhverfi. Þarna var ég bara sem leikmaður í fullu starfi, ekki að þjálfa með fram því hlutverki og allir þjálfararnir þínir voru í fullu starfi við að vera þjálfarar. Nokkrar æfingar á dag og ég fékk því að upplifa mig sem atvinnu körfuboltakonu í fullu starfi. Frábær reynsla fyrir mig.“ Danielle í leik með Fribourg á síðasta tímabili Þá skyldi engan undra að mörg lið hér heima hafi sett sig í samband við Danielle sem hefur nær slitlaust frá árinu 2016 verið með bestu leikmönnum efstu deildar. „Mér buðust margir frábærir kostir hér á Íslandi. En það spilaði inn í ákvörðun mína að ég bý í Njarðvík nánast í sömu götu og liðið æfir og spilar sína heimaleiki, hér ríkir mikill metnaður og liðinu gekk vel á síðasta tímabili og ég var mjög hrifinn af því hverju Einar þjálfari náði út úr þessu liði. Margir hlutir sem gerðu þetta að góðum kosti.“ Ætlar sér Íslandsmeistaratitil eða tvo Njarðvík varð bikarmeistari á síðasta tímabili en laut í lægra haldi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik í úrslitaeinvíginu gegn Haukum. Búið er að endursemja við sterka leikmenn fyrir komandi baráttu og það að fá Danielle inn eru sterk skilaboð um að sækja eigi þann stóra, titil sem Danielle á enn eftir að vinna á sínum ferli. „Það spilar stóran þátt. Á síðasta tímabili vann ég minn fyrsta bikar sem atvinnumaður, bikarmeistaratitilinn í Sviss. Komandi aftur til Íslands vil ég auðvitað ná í Íslandsmeistaratitil eða Íslandsmeistaratitla. Eins marga og ég get náð í áður en skórnir fara á hilluna.“ Snýr aftur heim til Íslands Góðar fréttir fyrir íslenskan körfubolta að Danielle sé komin aftur heim en því fylgja einnig slæmar fréttir fyrir andstæðinga Njarðvíkur. Ertu að snúa aftur hingað heim sem betri leikmaður? „Klárlega. Ég myndi klárlega segja að ég sé að snúa aftur hingað til lands sem mun betri leikmaður.“ Danielle Rodriguez í landsleik með íslenska landsliðinuVísir/Anton Brink Danielle fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2023 og spilaði sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd í fyrra. Þrátt fyrir að hún sé fædd í Kaliforníu í Bandaríkjunum lítur hún á Ísland sem sitt heimaland. „Ég er alltaf að snúa aftur heim þegar að ég kem til Íslands. Þegar að ég segi við einhvern að ég ætli mér að fara heima, þá veit það fólk að ég á við Ísland.“ Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Körfubolti Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira
Danielle spilaði með liði Elfic Fribourg í Sviss á síðasta tímabili þar sem að hún spilaði stúra rullu varð bikarmeistari, spilaði í Evrópubikarnum og varð nærri því að landa svissenska meistaratitlinum. Það komu margir áhugaverðir kostir inn á hennar borð eftir það tímabil. „Það var möguleiki fyrir mig að halda áfram með liðinu mínu úti í Sviss, þá voru aðrir kostir á borðinu með liðum sem spila í Eurocup og eitt lið í Euroleague hafði samband. Þessir kostir gengu ekki upp. Ég trúi því að það hafi gerst svo að eitthvað frábært geti átt sér stað hér með Njarðvík.“ Buðust margir frábærir kostir Í Sviss fékk Danielle að upplifa lífið sem atvinnumaður í körfubolta og það átti vel við hana. „Þetta var fagmannlegt umhverfi. Þarna var ég bara sem leikmaður í fullu starfi, ekki að þjálfa með fram því hlutverki og allir þjálfararnir þínir voru í fullu starfi við að vera þjálfarar. Nokkrar æfingar á dag og ég fékk því að upplifa mig sem atvinnu körfuboltakonu í fullu starfi. Frábær reynsla fyrir mig.“ Danielle í leik með Fribourg á síðasta tímabili Þá skyldi engan undra að mörg lið hér heima hafi sett sig í samband við Danielle sem hefur nær slitlaust frá árinu 2016 verið með bestu leikmönnum efstu deildar. „Mér buðust margir frábærir kostir hér á Íslandi. En það spilaði inn í ákvörðun mína að ég bý í Njarðvík nánast í sömu götu og liðið æfir og spilar sína heimaleiki, hér ríkir mikill metnaður og liðinu gekk vel á síðasta tímabili og ég var mjög hrifinn af því hverju Einar þjálfari náði út úr þessu liði. Margir hlutir sem gerðu þetta að góðum kosti.“ Ætlar sér Íslandsmeistaratitil eða tvo Njarðvík varð bikarmeistari á síðasta tímabili en laut í lægra haldi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik í úrslitaeinvíginu gegn Haukum. Búið er að endursemja við sterka leikmenn fyrir komandi baráttu og það að fá Danielle inn eru sterk skilaboð um að sækja eigi þann stóra, titil sem Danielle á enn eftir að vinna á sínum ferli. „Það spilar stóran þátt. Á síðasta tímabili vann ég minn fyrsta bikar sem atvinnumaður, bikarmeistaratitilinn í Sviss. Komandi aftur til Íslands vil ég auðvitað ná í Íslandsmeistaratitil eða Íslandsmeistaratitla. Eins marga og ég get náð í áður en skórnir fara á hilluna.“ Snýr aftur heim til Íslands Góðar fréttir fyrir íslenskan körfubolta að Danielle sé komin aftur heim en því fylgja einnig slæmar fréttir fyrir andstæðinga Njarðvíkur. Ertu að snúa aftur hingað heim sem betri leikmaður? „Klárlega. Ég myndi klárlega segja að ég sé að snúa aftur hingað til lands sem mun betri leikmaður.“ Danielle Rodriguez í landsleik með íslenska landsliðinuVísir/Anton Brink Danielle fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2023 og spilaði sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd í fyrra. Þrátt fyrir að hún sé fædd í Kaliforníu í Bandaríkjunum lítur hún á Ísland sem sitt heimaland. „Ég er alltaf að snúa aftur heim þegar að ég kem til Íslands. Þegar að ég segi við einhvern að ég ætli mér að fara heima, þá veit það fólk að ég á við Ísland.“
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Körfubolti Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira