Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2025 15:00 Mykhailo Mudryk náði að leika fjóra leiki með Chelsea í Sambandsdeildinni og á því sinn þátt í því að koma liðinu í úrslitaleikinn. Getty/Harry Langer Það kom Enzo Maresca, stjóra Chelsea, í opna skjöldu þegar honum var tjáð á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn við Real Betis í kvöld að Úkraínumaðurinn Mykhailo Mudryk hefði sést á götum Wroclaw. Ástæðan er sú að Mudryk hefur ekki getað spilað með Chelsea síðan í desember eftir að í ljós kom að hann væri til rannsóknar vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Mudryk, sem Chelsea keypti fyrir 100 milljónir evra árið 2023, hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu mánuði en ætlar greinilega ekki að missa af því að sjá úrslitaleikinn í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Mynd af honum í Póllandi, í jakka merktum Chelsea, var birt af stuðningsmanni á samfélagsmiðlum, samkvæmt frétt ESPN. Mudryk in polaaand 🔥🔥 pic.twitter.com/q1CwGBrMOW— CFC Pics (@Mohxmmad) May 27, 2025 Eins og fyrr segir var Maresca síður en svo meðvitaður um að Mudryk væri á svæðinu, þegar blaðamaður spurði í gær hvort ekki væri gott að vita af Úkraínumanninum á svæðinu, og vita að hann myndi mögulega fá medalíu eftir leikinn. Úrslitaleikur Chelsea og Real Betis er á Vodafone Sport í kvöld og hefst klukkan 19. „Í hreinskilni sagt þá veit ég ekki. Er hann hérna, eða er hann að koma?“ spurði Maresca og leit í kringum sig hissa. „Er hann hérna? Ég er ánægður fyrir hönd Misha með að vera hér. Ég veit ekki. Bara ánægður fyrir hönd Misha með að vera hér,“ sagði Maresca og virtist fátt annað hafa að segja. Enzo Maresca had no idea Misha Mudryk was joining Chelsea in Poland for the Conference League final 😬 pic.twitter.com/m0lLyLs5aF— Hayters TV (@HaytersTV) May 27, 2025 Mudryk hefur ekki tjáð sig á samfélagsmiðlum frá því hann sendi frá sér yfirlýsingu í desember þar sem hann viðurkenndi að ónefnt, ólöglegt efni hefði fundist í sýni frá honum. „Ég veit að ég hef ekki gert neitt rangt og held í vonina um að snúa aftur út á völl von bráðar,“ skrifaði Mudryk í desember en engar frekari upplýsingar hafa borist um framgang málsins. Mudryk gæti fengið verðlaunapening á úrslitaleiknum því hann lék fyrstu fjóra leiki Chelsea í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og skoraði þrjú mörk. Mudryk skrifaði undir samning til átta og hálfs árs við Chelsea þegar hann kom og er því samningsbundinn félaginu til 2031. Úkraínska landsliðið er í riðli með Íslandi í undankeppni HM og mætir á Laugardalsvöll 10. október en miðað við núverandi stöðu verður Mudryk ekki með í för þá. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Sjá meira
Ástæðan er sú að Mudryk hefur ekki getað spilað með Chelsea síðan í desember eftir að í ljós kom að hann væri til rannsóknar vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Mudryk, sem Chelsea keypti fyrir 100 milljónir evra árið 2023, hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu mánuði en ætlar greinilega ekki að missa af því að sjá úrslitaleikinn í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Mynd af honum í Póllandi, í jakka merktum Chelsea, var birt af stuðningsmanni á samfélagsmiðlum, samkvæmt frétt ESPN. Mudryk in polaaand 🔥🔥 pic.twitter.com/q1CwGBrMOW— CFC Pics (@Mohxmmad) May 27, 2025 Eins og fyrr segir var Maresca síður en svo meðvitaður um að Mudryk væri á svæðinu, þegar blaðamaður spurði í gær hvort ekki væri gott að vita af Úkraínumanninum á svæðinu, og vita að hann myndi mögulega fá medalíu eftir leikinn. Úrslitaleikur Chelsea og Real Betis er á Vodafone Sport í kvöld og hefst klukkan 19. „Í hreinskilni sagt þá veit ég ekki. Er hann hérna, eða er hann að koma?“ spurði Maresca og leit í kringum sig hissa. „Er hann hérna? Ég er ánægður fyrir hönd Misha með að vera hér. Ég veit ekki. Bara ánægður fyrir hönd Misha með að vera hér,“ sagði Maresca og virtist fátt annað hafa að segja. Enzo Maresca had no idea Misha Mudryk was joining Chelsea in Poland for the Conference League final 😬 pic.twitter.com/m0lLyLs5aF— Hayters TV (@HaytersTV) May 27, 2025 Mudryk hefur ekki tjáð sig á samfélagsmiðlum frá því hann sendi frá sér yfirlýsingu í desember þar sem hann viðurkenndi að ónefnt, ólöglegt efni hefði fundist í sýni frá honum. „Ég veit að ég hef ekki gert neitt rangt og held í vonina um að snúa aftur út á völl von bráðar,“ skrifaði Mudryk í desember en engar frekari upplýsingar hafa borist um framgang málsins. Mudryk gæti fengið verðlaunapening á úrslitaleiknum því hann lék fyrstu fjóra leiki Chelsea í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og skoraði þrjú mörk. Mudryk skrifaði undir samning til átta og hálfs árs við Chelsea þegar hann kom og er því samningsbundinn félaginu til 2031. Úkraínska landsliðið er í riðli með Íslandi í undankeppni HM og mætir á Laugardalsvöll 10. október en miðað við núverandi stöðu verður Mudryk ekki með í för þá.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Sjá meira