Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 17:15 Það virðist ekki enn öruggt að Ange Postecoglou verði áfram stjóri Tottenham, eftir skelfilegt gengi í ensku úrvalsdeildinni en Evrópudeildarmeistaratitil og sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Getty/Justin Setterfield Með 4-1 tapinu á heimavelli gegn Brighton í gær setti Tottenham met yfir flest töp án þess að það kosti fall, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Það er ástæðan fyrir því að óvissa ríkir um framtí Ange Postecoglou, þrátt fyrir Evrópudeildarmeistaratitil og sæti í Meistaradeildinni. Tottenham tapaði 22 af 38 deildarleikjum sínum á tímabilinu og endaði með aðeins 38 stig í 17. sæti deildarinnar. Engu að síður var liðið langt frá því að falla því það endaði 13 stigum fyrir ofan Leicester sem endaði í 18. sæti og féll ásamt Ipswich og Southampton. 22 - Tottenham Hotspur lost 22 league games this season, the most ever by a team that avoided relegation in a 38-game Premier League campaign. Fortunate. pic.twitter.com/MFVFwC1z66— OptaJoe (@OptaJoe) May 25, 2025 Vegna sigursins á Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar verður Tottenham eitt af sex enskum liðum í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það var einn af fjórum sigrum Tottenham gegn United á leiktíðinni og voru sigurleikirnir gegn United 16% af öllum sigrum Tottenham á tímabilinu. 16% of Spurs' wins this season came against Man Utd— Duncan Alexander (@oilysailor) May 21, 2025 Enskir miðlar segja að þrátt fyrir langþráðan titil Tottenham, þann fyrsta frá deildabikarmeistaratitlinum árið 2008, ríki óvissa um framtíð Ange Postecoglou sem stjóra félagsins. Hann var þó sjálfur hissa þegar hann var spurður út í það í gær hvaða mat hann legði á nýafstaðið tímabil: „Hvernig met ég það?! Framúrskarandi! Við unnum titil, sem við höfðum ekki gert í sautján ár, og við erum komnir í Meistaradeild Evrópu. Þið hefðuð getað spurt hvern sem er hjá þessu félagi í upphafi tímabilsins um hvort þeir myndu þiggja þetta og ég er nokkuð viss um að enginn myndi hafna því,“ sagði Postecoglou sem telur í raun fráleitt að til greina komi að hann haldi ekki áfram hjá Tottenham. „Ég skal vera hreinskilinn. Mér hefur fundist það mjög skrýtið að þurfa að ræða um framtíð mína þegar við höfum afrekað eitthvað einstakt. Ég hef þurft að svara þessum spurningum vegna þess að enginn annar hjá félaginu er í aðstöðu til þess, býst ég við,“ sagði Postecoglou. Eini maðurinn sem gæti gefið skýr svör um hvort Tottenham ætli að halda Postecoglou í starfi er Daniel Levy, stjórnarformaður, sem ekki hefur tjáð sig opinberlega enn sem komið er. Enski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Sjá meira
Tottenham tapaði 22 af 38 deildarleikjum sínum á tímabilinu og endaði með aðeins 38 stig í 17. sæti deildarinnar. Engu að síður var liðið langt frá því að falla því það endaði 13 stigum fyrir ofan Leicester sem endaði í 18. sæti og féll ásamt Ipswich og Southampton. 22 - Tottenham Hotspur lost 22 league games this season, the most ever by a team that avoided relegation in a 38-game Premier League campaign. Fortunate. pic.twitter.com/MFVFwC1z66— OptaJoe (@OptaJoe) May 25, 2025 Vegna sigursins á Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar verður Tottenham eitt af sex enskum liðum í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það var einn af fjórum sigrum Tottenham gegn United á leiktíðinni og voru sigurleikirnir gegn United 16% af öllum sigrum Tottenham á tímabilinu. 16% of Spurs' wins this season came against Man Utd— Duncan Alexander (@oilysailor) May 21, 2025 Enskir miðlar segja að þrátt fyrir langþráðan titil Tottenham, þann fyrsta frá deildabikarmeistaratitlinum árið 2008, ríki óvissa um framtíð Ange Postecoglou sem stjóra félagsins. Hann var þó sjálfur hissa þegar hann var spurður út í það í gær hvaða mat hann legði á nýafstaðið tímabil: „Hvernig met ég það?! Framúrskarandi! Við unnum titil, sem við höfðum ekki gert í sautján ár, og við erum komnir í Meistaradeild Evrópu. Þið hefðuð getað spurt hvern sem er hjá þessu félagi í upphafi tímabilsins um hvort þeir myndu þiggja þetta og ég er nokkuð viss um að enginn myndi hafna því,“ sagði Postecoglou sem telur í raun fráleitt að til greina komi að hann haldi ekki áfram hjá Tottenham. „Ég skal vera hreinskilinn. Mér hefur fundist það mjög skrýtið að þurfa að ræða um framtíð mína þegar við höfum afrekað eitthvað einstakt. Ég hef þurft að svara þessum spurningum vegna þess að enginn annar hjá félaginu er í aðstöðu til þess, býst ég við,“ sagði Postecoglou. Eini maðurinn sem gæti gefið skýr svör um hvort Tottenham ætli að halda Postecoglou í starfi er Daniel Levy, stjórnarformaður, sem ekki hefur tjáð sig opinberlega enn sem komið er.
Enski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Sjá meira