Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 15:46 Florian Wirtz er spenntur fyrir að fara til Liverpool. Getty/Pau Barrena Ensku meistararnir í Liverpool eru staðráðnir í að landa Þjóðverjanum Florian Wirtz og gera hann um leið að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Bayern München og Manchester City höfðu áður ætlað sér að landa Wirtz en nú bendir flest til þess að hann gangi til liðs við Liverpool. Það ku að minnsta kosti vera ósk þessa 22 ára þýska landsliðsmanns. Samkvæmt hinum áreiðanlega Fabrizio Romano hefur Liverpool lagt fram fyrsta boð sitt í Wirtz og er um að ræða yfir 100 milljóna evra boð, jafnvirði um 14,5 milljarða króna. Darwin Nunez er dýrasti leikmaður í sögu Liverpool eftir að hann var keyptur frá Benfica fyrir 85 milljónir evra fyrir þremur árum. 🚨💣 Liverpool first official bid for Florian Wirtz in excess of €100m package with add-ons has been received by Bayer Leverkusen.Club to club negotiations underway, restarting today to get the deal done very soon.Wirtz already told Bayer that he only wants Liverpool. pic.twitter.com/rhVakmBulA— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 26, 2025 Romano segir að viðræður á milli Liverpool og Leverkusen hefjist að nýju í dag, í von um að samningar náist mjög fljótt. Þá tekur hann fram að Wirtz hafi þegar tilkynnt vinnuveitendum sínum hjá Leverkusen að hann vilji eingöngu fara til Liverpool. Lothar Matthäus og Dietmar Hamann, fyrrverandi landsliðsmenn Þýskalands, segja að Wirtz muni verða í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Liverpool gangi það eftir að hann fari þangað. „Þetta er stór áskorun fyrir hann. Þetta er ekki bara nýtt félag heldur annað hugarfar og nýtt tungumál. En þetta skref sýnir líka að hann er ekki hræddur. Florian Wirtz hefur hundrað prósent trú á sjálfum sér og hefur efni á því. Ég hef mikla trú á að hann nái langt með Liverpool og í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Matthäus við Sky í Þýskalandi. Hamann, sem er fyrrverandi leikmaður Liverpool, tók undir og sagði Englandsmeistarana einmitt vanta leikmann í stöðu Wirtz fremst á miðjunni, öfugt við kannski Bayern: „Hjá Bayern er Jamal Musiala í 10-stöðunni. Kannski vildi hann ekki deila því hlutverki,“ sagði Hamann og Matthäus bætti við: „Liverpool er ekki enn með leikmann í hans stöðu sem getur breytt leikjum.“ Enski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Sjá meira
Bayern München og Manchester City höfðu áður ætlað sér að landa Wirtz en nú bendir flest til þess að hann gangi til liðs við Liverpool. Það ku að minnsta kosti vera ósk þessa 22 ára þýska landsliðsmanns. Samkvæmt hinum áreiðanlega Fabrizio Romano hefur Liverpool lagt fram fyrsta boð sitt í Wirtz og er um að ræða yfir 100 milljóna evra boð, jafnvirði um 14,5 milljarða króna. Darwin Nunez er dýrasti leikmaður í sögu Liverpool eftir að hann var keyptur frá Benfica fyrir 85 milljónir evra fyrir þremur árum. 🚨💣 Liverpool first official bid for Florian Wirtz in excess of €100m package with add-ons has been received by Bayer Leverkusen.Club to club negotiations underway, restarting today to get the deal done very soon.Wirtz already told Bayer that he only wants Liverpool. pic.twitter.com/rhVakmBulA— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 26, 2025 Romano segir að viðræður á milli Liverpool og Leverkusen hefjist að nýju í dag, í von um að samningar náist mjög fljótt. Þá tekur hann fram að Wirtz hafi þegar tilkynnt vinnuveitendum sínum hjá Leverkusen að hann vilji eingöngu fara til Liverpool. Lothar Matthäus og Dietmar Hamann, fyrrverandi landsliðsmenn Þýskalands, segja að Wirtz muni verða í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Liverpool gangi það eftir að hann fari þangað. „Þetta er stór áskorun fyrir hann. Þetta er ekki bara nýtt félag heldur annað hugarfar og nýtt tungumál. En þetta skref sýnir líka að hann er ekki hræddur. Florian Wirtz hefur hundrað prósent trú á sjálfum sér og hefur efni á því. Ég hef mikla trú á að hann nái langt með Liverpool og í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Matthäus við Sky í Þýskalandi. Hamann, sem er fyrrverandi leikmaður Liverpool, tók undir og sagði Englandsmeistarana einmitt vanta leikmann í stöðu Wirtz fremst á miðjunni, öfugt við kannski Bayern: „Hjá Bayern er Jamal Musiala í 10-stöðunni. Kannski vildi hann ekki deila því hlutverki,“ sagði Hamann og Matthäus bætti við: „Liverpool er ekki enn með leikmann í hans stöðu sem getur breytt leikjum.“
Enski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Sjá meira