Enski boltinn

Garnacho ekki í hóp

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alejandro Garnacho í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem hann kom inn á sem varamaður þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka.
Alejandro Garnacho í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem hann kom inn á sem varamaður þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. getty/Rob Newell

Alejandro Garnacho er ekki í leikmannahópi Manchester United sem tekur á móti Aston Villa í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Hann gæti verið á förum frá félaginu.

Garnacho spilaði aðeins tuttugu mínútur í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham á miðvikudaginn og var lítt hrifinn af því. Bróðir hans gagnrýndi svo Ruben Amorim, knattspyrnustjóra United, opinberlega.

Síðustu daga hefur Garnacho verið orðaður við brottför frá United en félagið ku vera tilbúið að selja Argentínumanninn.

Hann er ekki í leikmannahópnum gegn Villa í leiknum sem hefst klukkan 15:00 í dag og gæti því hafa spilað sinn síðasta leik fyrir United.

André Onana, sem gæti einnig verið á förum frá United, er heldur ekki í hóp gegn Villa. Tyrkinn Altay Bayındır stendur á milli stanganna í leiknum á Old Trafford í dag.

Rauðu djöflarnir eru í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×