Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2025 11:17 Þrátt fyrir að Ísrael fái alltaf gríðarlega góða símakosningu í Eurovision kemur stigafjöldinn alltaf jafn mikið á óvart. Getty/Jens Büttner Að loknu dramatísku Eurovision kvöldi í Basel er margt sem fólk klórar sér í kollinum yfir. Austurríkismaðurinn JJ stóð óvænt uppi sem sigurvegari með lagi sínu Wasted Love. Veðbankar töldu allar líkur á sigri Svía sem komust ekki í topp þrjú. Fréttamaður hefur fylgst grannt með Eurovision síðustu ár, og getur með sanni sagt að heildarúrslitin hafi verið ein þau óvæntustu í sögunni. Ísland endaði í 25. sæti af 26. Næstsíðasta sæti á úrslitakvöldinu er þó alls ekki lélegur árangur, enda komst Ísland áfram úr undanúrslitunum, annað en ellefu ríki sem sátu eftir með sárt ennið. Flutningur Væb var að þeirra sögn óaðfinnanlegur og öllum í hópnum leið frábærlega þegar þau stigu af sviðinu. Það sem átti síðan eftir að gerast er eiginlega ótrúlegt. Eins og alltaf spá veðbankar fyrir um hver þeir telja að vinni keppnina. Í ár var það Svíþjóð og í mínum eyrum hljómaði það mjög svo réttmætur dómur. Sænski sánuflokkurinn var með þrælskemmtilegt lag sem margir höfðu hlustað stanslaust á síðustu vikur. Svíarnir fengu 126 stig frá dómnefndum, sem mér þótti fulllítið. En ég hugsaði að það væri minnsta mál, þeir myndu rústa símakosningunni. Á sama tíma hafði Austurríki fengið 258 stig frá dómnefndum en ég taldi litlar líkur á að þeir myndu fá mörg stig frá almenningi. Til að gera langa sögu stutta, þá hafði ég mjög svo rangt fyrir mér. Svíarnir fengu einungis 195 stig frá almenningi, eftir að lönd eins og Ísrael og Eistland höfðu fengið 297 og 258 stig. Um leið og stig Svíanna voru kynnt var ljóst að þeir ættu ekki möguleika á að vinna. Þeir enduðu í fjórða sæti. Einu sem áttu raunhæfan möguleika voru Frakkar, Sviss, Austurríki og Ísrael. Ísrael hafði þarna þegar fengið sín stig frá almenningi og var á toppnum. Frakkland fékk svo sín stig frá almenningi. Þau voru einungis fimmtíu talsins, sem kom á óvart. Þá voru bara eftir Austurríki, Sviss og Ísrael. Sviss fékk núll stig frá almenningi. Núll stig. Svisslendingar fengu 214 stig frá dómnefndum, og voru eflaust farnir að láta sig dreyma um eitt efstu sætanna, en núll stig frá almenningi sem kom gríðarlega á óvart. Þeir heltust úr lestinni. Þá átti bara eitt ríki eftir að fá sín stig. Austurríki. Það dró smá úr spennunni að þarna vissi ég að Austurríki myndi vinna, því danski blaðamaðurinn sem sat við hliðina á mér í blaðamannahöllinni var með skjal þar sem hann var búinn að reikna út hversu mörg stig væru eftir í pottinum. Sá stigafjöldi nægði til að sigla fram úr Ísrael. Eftir smá stund sem mörgum þótti líklegast dramatísk var tilkynnt að Austurríki vann keppnina og JJ því 69. sigurvegari Eurovision. Þetta var þó alls ekki það eina sem hafði komið fólki á óvart með niðurstöðuna. Ég ræddi við nokkra í blaðamannahöllinni og upplifði auðvitað viðbrögð fólks. Hér að neðan stikla ég á stóru varðandi það sem vakti athygli fólks í blaðamannahöllinni. Spánn fékk einungis tíu stig frá almenningi. Söngkonan Melody var mjög vinsæl meðal hörðustu aðdáenda Eurovision, en það dugði henni ekki. Danir fengu bara tvö stig í símakosningunni. Þetta var lag sem var á miklu flugi síðustu dagana fram að úrslitum, en hinni færeysku Sissal tókst ekki að ná í gegn. Þessi tvö stig komu bæði frá Íslandi. Bretland fékk núll stig í símakosningu. Það gerist eiginlega alltaf að þeir fái núll stig í öðrum hvorum flokknum, en þetta lag var öðruvísi en önnur framlög Breta. Þetta var smá söngleikjalag og demógrafía til staðar sem hefði átt að kjósa þetta lag. En hún gerði það ekki. Mér fannst það koma mest á óvart að Malta fékk bara átta stig í símakosningu. Hélt hún fengi 100+. En ég hafði rangt fyrir mér. Mjög rangt fyrir mér. Holland fékk 42 stig frá almenningi. Þetta lag er svo vinsælt, hvernig fékk það bara 42 stig? Ég skil ekki alveg. Finnland bara almennt kom á óvart. Finnum var spáð góðu gengi og ég taldi þá verða óvæntu sigurvegara kvöldsins. En í staðinn voru þeir óvæntu lúserar kvöldsins. Enduðu í ellefta sæti. Mér finnst það skrítið. Sviss fékk núll stig frá áhorfendum. Fór svo sem yfir það áðan, en þetta kom öllum í blaðamannahöllinni svo á óvart. Það tóku allir andköf. Þetta var rosalegt móment. Eistland með 98 stig frá dómnefndum. Ég veit að það kann ekki að hljóma mikið, en ég hélt það yrði ekki einu sinni tveggja stafa tala. Fannst hann vel falskur. Ísrael. Það að Ísrael hafi fengið 297 stig frá almenningi, langflest allra þjóða, er ótrúlegt. Og nú verður fólk að trúa mér að ég er að tala um þetta lag án þess að blanda einhverri pólitík inn í þetta. Þetta var ekki gott lag að mínu mati. Söngkonan er mjög góð, en lagið ekki. Ég hugsa að ef Ísland hefði sent þetta lag til keppni þá hefðum við ekki komist áfram úr undanriðlinum. En Eurovision fer ekki langt milli ára, bara rétt yfir landamærin frá Sviss til Austurríkis. Geir Ólafsson hefur boðið sig fram til að vera fulltrúi Íslands á næsta ári og fær að líkindum einhverja samkeppni um farseðilinn í 70. Eurovision í maí 2026. Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Sjá meira
Ísland endaði í 25. sæti af 26. Næstsíðasta sæti á úrslitakvöldinu er þó alls ekki lélegur árangur, enda komst Ísland áfram úr undanúrslitunum, annað en ellefu ríki sem sátu eftir með sárt ennið. Flutningur Væb var að þeirra sögn óaðfinnanlegur og öllum í hópnum leið frábærlega þegar þau stigu af sviðinu. Það sem átti síðan eftir að gerast er eiginlega ótrúlegt. Eins og alltaf spá veðbankar fyrir um hver þeir telja að vinni keppnina. Í ár var það Svíþjóð og í mínum eyrum hljómaði það mjög svo réttmætur dómur. Sænski sánuflokkurinn var með þrælskemmtilegt lag sem margir höfðu hlustað stanslaust á síðustu vikur. Svíarnir fengu 126 stig frá dómnefndum, sem mér þótti fulllítið. En ég hugsaði að það væri minnsta mál, þeir myndu rústa símakosningunni. Á sama tíma hafði Austurríki fengið 258 stig frá dómnefndum en ég taldi litlar líkur á að þeir myndu fá mörg stig frá almenningi. Til að gera langa sögu stutta, þá hafði ég mjög svo rangt fyrir mér. Svíarnir fengu einungis 195 stig frá almenningi, eftir að lönd eins og Ísrael og Eistland höfðu fengið 297 og 258 stig. Um leið og stig Svíanna voru kynnt var ljóst að þeir ættu ekki möguleika á að vinna. Þeir enduðu í fjórða sæti. Einu sem áttu raunhæfan möguleika voru Frakkar, Sviss, Austurríki og Ísrael. Ísrael hafði þarna þegar fengið sín stig frá almenningi og var á toppnum. Frakkland fékk svo sín stig frá almenningi. Þau voru einungis fimmtíu talsins, sem kom á óvart. Þá voru bara eftir Austurríki, Sviss og Ísrael. Sviss fékk núll stig frá almenningi. Núll stig. Svisslendingar fengu 214 stig frá dómnefndum, og voru eflaust farnir að láta sig dreyma um eitt efstu sætanna, en núll stig frá almenningi sem kom gríðarlega á óvart. Þeir heltust úr lestinni. Þá átti bara eitt ríki eftir að fá sín stig. Austurríki. Það dró smá úr spennunni að þarna vissi ég að Austurríki myndi vinna, því danski blaðamaðurinn sem sat við hliðina á mér í blaðamannahöllinni var með skjal þar sem hann var búinn að reikna út hversu mörg stig væru eftir í pottinum. Sá stigafjöldi nægði til að sigla fram úr Ísrael. Eftir smá stund sem mörgum þótti líklegast dramatísk var tilkynnt að Austurríki vann keppnina og JJ því 69. sigurvegari Eurovision. Þetta var þó alls ekki það eina sem hafði komið fólki á óvart með niðurstöðuna. Ég ræddi við nokkra í blaðamannahöllinni og upplifði auðvitað viðbrögð fólks. Hér að neðan stikla ég á stóru varðandi það sem vakti athygli fólks í blaðamannahöllinni. Spánn fékk einungis tíu stig frá almenningi. Söngkonan Melody var mjög vinsæl meðal hörðustu aðdáenda Eurovision, en það dugði henni ekki. Danir fengu bara tvö stig í símakosningunni. Þetta var lag sem var á miklu flugi síðustu dagana fram að úrslitum, en hinni færeysku Sissal tókst ekki að ná í gegn. Þessi tvö stig komu bæði frá Íslandi. Bretland fékk núll stig í símakosningu. Það gerist eiginlega alltaf að þeir fái núll stig í öðrum hvorum flokknum, en þetta lag var öðruvísi en önnur framlög Breta. Þetta var smá söngleikjalag og demógrafía til staðar sem hefði átt að kjósa þetta lag. En hún gerði það ekki. Mér fannst það koma mest á óvart að Malta fékk bara átta stig í símakosningu. Hélt hún fengi 100+. En ég hafði rangt fyrir mér. Mjög rangt fyrir mér. Holland fékk 42 stig frá almenningi. Þetta lag er svo vinsælt, hvernig fékk það bara 42 stig? Ég skil ekki alveg. Finnland bara almennt kom á óvart. Finnum var spáð góðu gengi og ég taldi þá verða óvæntu sigurvegara kvöldsins. En í staðinn voru þeir óvæntu lúserar kvöldsins. Enduðu í ellefta sæti. Mér finnst það skrítið. Sviss fékk núll stig frá áhorfendum. Fór svo sem yfir það áðan, en þetta kom öllum í blaðamannahöllinni svo á óvart. Það tóku allir andköf. Þetta var rosalegt móment. Eistland með 98 stig frá dómnefndum. Ég veit að það kann ekki að hljóma mikið, en ég hélt það yrði ekki einu sinni tveggja stafa tala. Fannst hann vel falskur. Ísrael. Það að Ísrael hafi fengið 297 stig frá almenningi, langflest allra þjóða, er ótrúlegt. Og nú verður fólk að trúa mér að ég er að tala um þetta lag án þess að blanda einhverri pólitík inn í þetta. Þetta var ekki gott lag að mínu mati. Söngkonan er mjög góð, en lagið ekki. Ég hugsa að ef Ísland hefði sent þetta lag til keppni þá hefðum við ekki komist áfram úr undanriðlinum. En Eurovision fer ekki langt milli ára, bara rétt yfir landamærin frá Sviss til Austurríkis. Geir Ólafsson hefur boðið sig fram til að vera fulltrúi Íslands á næsta ári og fær að líkindum einhverja samkeppni um farseðilinn í 70. Eurovision í maí 2026.
Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Sjá meira