Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2025 12:49 Væb-hópurinn er nú þegar búinn að gera Íslendinga stolta, en hversu ofarlega geta þeir endað annað kvöld? Getty/Harold Cunningham Væb-bræðurnir eru gríðarlega vinsælir í Basel meðal allra sem að Eurovision koma. Þó þeim sé spáð neðarlega á lokakvöldinu á laugardaginn er ekki þar með sagt að þeir endi kvöldið neðarlega. Fréttamaður hefur verið staddur í Basel síðustu daga og fylgst með Væb-bræðrunum sigra Sviss. Sama hvert þeir fara er þeim frábærlega tekið og keppist fólk við að fá mynd með þeim. Ég ræddi síðast við þá í gærmorgun og þá höfðu þeir hitt erlenda aðdáendur í anddyri hótels þeirra. Þeir höfðu komið þangað til þess að einmitt freista þess að hitta strákana og gefa þeim armbönd sem þeir höfðu perlað. Í blaðamannahöllinni er ávallt klappað þegar þeir birtast á skjánum í upprifjunum. Veðbankar spáðu þeim ekki áfram, þeir spáðu því að þeir myndu vera í tólfta sæti í riðlinum en þökk sé frábærrar frammistöðu á sviðinu tryggðu þeir sér sæti í úrslitunum. Gætu þeir sigrað veðbankana aftur? Þeim er spáð 24. sæti af 26. Einungis Portúgal og Armeníu er spáð lakari árangri. Þetta hefur þó breyst reglulega síðan í gærkvöldi og þeir rokkað upp og niður um eitt tvö sæti. Ég tel margt benda til þess að þeir endi þó ofar en þetta. Gallarnir Það eru nokkrir gallar sem þarf að reikna þarna inn. Sé snöggt litið yfir hvaðan Ísland hefur fengið stig síðustu ár er það frá Eystrasaltsríkjunum, Norðurlöndunum og svo Ungverjalandi. Hvers vegna Ungverjalandi veit ég ekki. En þeir eru ekki með í ár og geta því ekki gefið okkur nein stig. Það gæti truflað smá að öll Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin eru með í úrslitunum. Við gætum því misst af einhverjum stigum þar sem fara frekar til annarra nágrannaþjóða okkar og þeirra. Þá komust eiginlega öll lög áfram sem eru svipuð og framlag Íslands. Það eru San Marínó, Svíþjóð, Eistland, Malta og Noregur. Lögin eru kannski ekki svipuð en demógrafían sem kýs þessi framlög er svipuð. Það þarf þó ekki að vera galli, því við vorum með fjórum af þessum í riðli á þriðjudaginn og komumst samt áfram. Kostir Þið verðið bara að taka mig á orðinu hvað strákarnir eru vinsælir hérna úti. Þeir eru dýrkaðir og dáðir og ég held að gleði þeirra smiti út frá sér í gegnum skjáinn. Þá eru þeir með þetta bræðra-element og það sést líka svo vel hvað þeir elska að vera að gera þetta saman sem bræður. Þeir fá einhver atkvæði út á það. Þeir taka líka öllum sem þeir hitta svo vel og með opnum örmum. Eru alltaf til í að ræða við aðdáendur og á tímum þar sem allir eru uppi með símana er ekki hægt að grípa móment þar sem þeir eru ekki að sinna sínum aðdáendum með hundrað prósent áhuga. Grafíkin í laginu er líka einföld og í þeirra stíl. Hún er innblásin af Minecraft, tölvuleik sem þeir spiluðu mikið í aðdraganda keppninnar og sýndu áhorfendum frá. Það nær til barnanna, sérstaklega þeirra sem eru nýbúnir að sjá hina geysivinsælu Minecraft-bíómynd sem kom út fyrr á þessu ári. Niðurstaða Mig langar auðvitað að þeir endi ofar en ég held þeir verði í kringum 20. sæti. Kannski plús mínus eitt sæti. Löndin sem verða fyrir neðan okkur eru: Armenía, Lettland, Litáen, Danmörk, Spánn og Portúgal. Portúgal verða alltaf í síðasta sæti, þannig held við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að enda þar. Fullbúin spá og greining á öllum atriðunum birtist á Vísi í fyrramálið og svo verðum við auðvitað með beina vakt beint úr blaðamannahöllinni í Basel annað kvöld. Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Sviss Íslendingar erlendis Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Fréttamaður hefur verið staddur í Basel síðustu daga og fylgst með Væb-bræðrunum sigra Sviss. Sama hvert þeir fara er þeim frábærlega tekið og keppist fólk við að fá mynd með þeim. Ég ræddi síðast við þá í gærmorgun og þá höfðu þeir hitt erlenda aðdáendur í anddyri hótels þeirra. Þeir höfðu komið þangað til þess að einmitt freista þess að hitta strákana og gefa þeim armbönd sem þeir höfðu perlað. Í blaðamannahöllinni er ávallt klappað þegar þeir birtast á skjánum í upprifjunum. Veðbankar spáðu þeim ekki áfram, þeir spáðu því að þeir myndu vera í tólfta sæti í riðlinum en þökk sé frábærrar frammistöðu á sviðinu tryggðu þeir sér sæti í úrslitunum. Gætu þeir sigrað veðbankana aftur? Þeim er spáð 24. sæti af 26. Einungis Portúgal og Armeníu er spáð lakari árangri. Þetta hefur þó breyst reglulega síðan í gærkvöldi og þeir rokkað upp og niður um eitt tvö sæti. Ég tel margt benda til þess að þeir endi þó ofar en þetta. Gallarnir Það eru nokkrir gallar sem þarf að reikna þarna inn. Sé snöggt litið yfir hvaðan Ísland hefur fengið stig síðustu ár er það frá Eystrasaltsríkjunum, Norðurlöndunum og svo Ungverjalandi. Hvers vegna Ungverjalandi veit ég ekki. En þeir eru ekki með í ár og geta því ekki gefið okkur nein stig. Það gæti truflað smá að öll Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin eru með í úrslitunum. Við gætum því misst af einhverjum stigum þar sem fara frekar til annarra nágrannaþjóða okkar og þeirra. Þá komust eiginlega öll lög áfram sem eru svipuð og framlag Íslands. Það eru San Marínó, Svíþjóð, Eistland, Malta og Noregur. Lögin eru kannski ekki svipuð en demógrafían sem kýs þessi framlög er svipuð. Það þarf þó ekki að vera galli, því við vorum með fjórum af þessum í riðli á þriðjudaginn og komumst samt áfram. Kostir Þið verðið bara að taka mig á orðinu hvað strákarnir eru vinsælir hérna úti. Þeir eru dýrkaðir og dáðir og ég held að gleði þeirra smiti út frá sér í gegnum skjáinn. Þá eru þeir með þetta bræðra-element og það sést líka svo vel hvað þeir elska að vera að gera þetta saman sem bræður. Þeir fá einhver atkvæði út á það. Þeir taka líka öllum sem þeir hitta svo vel og með opnum örmum. Eru alltaf til í að ræða við aðdáendur og á tímum þar sem allir eru uppi með símana er ekki hægt að grípa móment þar sem þeir eru ekki að sinna sínum aðdáendum með hundrað prósent áhuga. Grafíkin í laginu er líka einföld og í þeirra stíl. Hún er innblásin af Minecraft, tölvuleik sem þeir spiluðu mikið í aðdraganda keppninnar og sýndu áhorfendum frá. Það nær til barnanna, sérstaklega þeirra sem eru nýbúnir að sjá hina geysivinsælu Minecraft-bíómynd sem kom út fyrr á þessu ári. Niðurstaða Mig langar auðvitað að þeir endi ofar en ég held þeir verði í kringum 20. sæti. Kannski plús mínus eitt sæti. Löndin sem verða fyrir neðan okkur eru: Armenía, Lettland, Litáen, Danmörk, Spánn og Portúgal. Portúgal verða alltaf í síðasta sæti, þannig held við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að enda þar. Fullbúin spá og greining á öllum atriðunum birtist á Vísi í fyrramálið og svo verðum við auðvitað með beina vakt beint úr blaðamannahöllinni í Basel annað kvöld.
Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Sviss Íslendingar erlendis Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“