Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Valur Páll Eiríksson skrifar 14. maí 2025 17:15 Jordan Spieth vann tíu PGA-mót, þar af þrjú risamót, á þremur árum en hefur síðan aðeins tvisvar fagnað sigri á PGA-mótaröðinni á sjö árum. Kevin C. Cox/Getty Images Rúmur mánuður er síðan Rory McIlroy vann sér inn langþráðan grænan jakka með því að fagna sigri á Masters-mótinu í golfi. Með sigrinum kom McIlroy sér einnig í fámennan hóp. Hóp sem Jordan Spieth vonast til að komast í á komandi PGA-meistaramóti. Tíu ár eru síðan Jordan Spieth spratt með sprengju fram á sjónarsviðið í alþjóðlegu golfi. Hann vann bæði Masters-mótið og US Open árið 2015 og komst nærri sigri á bæði Opna breska og PGA-meistaramótinu. Honum tókst hins vegar að vinna Opna breska meistaramótið árið 2017 og hafði þá unnið ellefu mót á PGA-mótaröðinni. Það hefur hins vegar hægst á kappanum síðan. Frá því að sigurinn vannst í Bretlandi hafa aðeins tvö mót unnist á bestu mótaröð heims, í apríl 2021 og síðast í apríl 2022. Erlendir miðlar hafa hins vegar beint sviðsljósinu að Spieth síðustu daga. Hann hefur leikið ágætlega að undanförnu, varð fjórtándi á Masters-mótinu, átjándi á RBC-Heritage-mótinu helgina eftir og fjórði á CJ Cup í byrjun maí. Mikið er rætt um McIlroy, sem mætir fullur sjálftrausts til leiks á PGA-meistaramótið, og á völl sem er í miklu uppáhaldi hjá honum – Quail Hollow í Norður-Karólínu – og sagður líklegur til að vinna annað risamótið í röð. Þar með myndi hann feta í fótspor Spieth sem vann fyrstu tvö risamót ársins fyrir áratug. Scottie Scheffler mætir til leiks í miklu stuði, en á áðurnefndu CJ Cup (þar sem Spieth var í fjórða á 19 undir pari) vann Scheffler mótið á 31 höggi undir pari vallar, átta höggum á undan næsta manni. Bryson DeChambeau er einnig líklegur til afreka en hann er farinn að vinna aftur á LIV-mótaröðinni og var einum slökum lokadegi frá því að hafa betur gegn McIlroy á Masters-mótinu fyrir mánuði síðan. Það skyldi þó aldrei vera að Spieth myndi bætast í hóp manna sem hafa unnið alslemmuna. Hann er á uppleið í byrjun árs og er eflaust ákveðinn í því að láta ná áfanganum. Bein útsending frá PGA-meistaramótinu hefst klukkan 12:00 á Vodafone Sport á morgun og mun standa yfir til klukkan 23:00. PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tíu ár eru síðan Jordan Spieth spratt með sprengju fram á sjónarsviðið í alþjóðlegu golfi. Hann vann bæði Masters-mótið og US Open árið 2015 og komst nærri sigri á bæði Opna breska og PGA-meistaramótinu. Honum tókst hins vegar að vinna Opna breska meistaramótið árið 2017 og hafði þá unnið ellefu mót á PGA-mótaröðinni. Það hefur hins vegar hægst á kappanum síðan. Frá því að sigurinn vannst í Bretlandi hafa aðeins tvö mót unnist á bestu mótaröð heims, í apríl 2021 og síðast í apríl 2022. Erlendir miðlar hafa hins vegar beint sviðsljósinu að Spieth síðustu daga. Hann hefur leikið ágætlega að undanförnu, varð fjórtándi á Masters-mótinu, átjándi á RBC-Heritage-mótinu helgina eftir og fjórði á CJ Cup í byrjun maí. Mikið er rætt um McIlroy, sem mætir fullur sjálftrausts til leiks á PGA-meistaramótið, og á völl sem er í miklu uppáhaldi hjá honum – Quail Hollow í Norður-Karólínu – og sagður líklegur til að vinna annað risamótið í röð. Þar með myndi hann feta í fótspor Spieth sem vann fyrstu tvö risamót ársins fyrir áratug. Scottie Scheffler mætir til leiks í miklu stuði, en á áðurnefndu CJ Cup (þar sem Spieth var í fjórða á 19 undir pari) vann Scheffler mótið á 31 höggi undir pari vallar, átta höggum á undan næsta manni. Bryson DeChambeau er einnig líklegur til afreka en hann er farinn að vinna aftur á LIV-mótaröðinni og var einum slökum lokadegi frá því að hafa betur gegn McIlroy á Masters-mótinu fyrir mánuði síðan. Það skyldi þó aldrei vera að Spieth myndi bætast í hóp manna sem hafa unnið alslemmuna. Hann er á uppleið í byrjun árs og er eflaust ákveðinn í því að láta ná áfanganum. Bein útsending frá PGA-meistaramótinu hefst klukkan 12:00 á Vodafone Sport á morgun og mun standa yfir til klukkan 23:00.
PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira