Lífið

Bók skilað eftir 56 ára út­lán

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Kata fannst við tiltekt á háalofti.
Kata fannst við tiltekt á háalofti. Kópavogsbær

Bók sem tekin var í útlán árið 1969 var skilað til Bókasafns Kópavogs í vikunni. Sjálfur Jón úr Vör afgreiddi lánþegann en hann var fyrsti bæjarbókavörður bæjarins.

Met var slegið í lengsta útláni í sögu Bókasafns Kópavogs í svokallaðri sektalausri viku þegar bókinni Kata í Ameríku eftir Astrid Lindgren var skilað en henni átti að skila annan júní 1969. Lánþeginn var að taka til á háaloftinu þegar bókin kom í leitirnar og ákvað að nýta sektarlausu vikuna sem er í gangi 5. til 11. maí.

Vigdís Másdóttir, kynningar- og markaðsstjóri í menningarmálum hjá Kópavogsbæ, segir skáldið Jón úr Vör hafa afgreitt lánþegann þegar bókin var tekin að láni. Þá var bókasafnið starfrækt í litlu herbergi í Kársnesskóla.

Jón úr Vör var fyrsti bæjarbókavörður Kópavogsbæjar en bókasafnið fagnar 72 ára afmæli á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.